Fallið frá bryggju undir Löngu
Breytt Aðalskipulag Vestmannaeyja og nýir reitir fyrir hafnarsvæði voru til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í vikunni sem leið. Hafnarstjóri fór yfir hvar málið er statt í skipulagsferlinu og yfir þær umsagnir sem bárust. Einnig greindi hann frá íbúafundi sem haldinn var um málið þann 15. febrúar. Í niðurstöðu ráðsisn um málið segir eftri […]
Ný gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs
Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja fundaði í gær og var aðeins eitt mál á dagskrá en það var “Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs 2024”. Framkvæmdastjóri lagði fram gjaldskrá með breyttri framsetningu skv. umræðu á síðasta fundi. Ráðið samþykkti í niðurstöðu sinni um málið fyrirliggjandi gjaldskrá enda er hún í samræmi við kröfur ríkisins sbr. lög nr. 103/2021 […]
Íbúafundur vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi á hafnarsvæði
(meira…)
Ólíðandi að fjöldi ljósastaura séu óvirkir
Framkvæmdarstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs fór yfir stöðu á gatnalýsingu, útskiptiáætlun lampa og viðhaldi á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í vikunni. Ráðið ítrekar í niðurstöðu sinni mikilvægi þess að þjónustuaðili uppfylli skilyrði samnings um þjónustu og viðhald gatnalýsingar enda er gatnalýsing mikilvægur þáttur í umferðaröryggi, sér í lagi gangandi og hjólandi vegfarenda. Ólíðandi er að fjöldi […]
Verkferlar varðandi snjómokstur
Á fundi framkvæmda – og hafnarráðs Vestmannaeyja í síðustu viku var snjómokstur tekinn fyrir. Framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs kynnti vinnu vegna endurbóta verkferla við snjómokstur eins og honum var falið á 284. fundi framkvæmda- og hafnarráðs þann 12.01.2023. (meira…)
Vilja nýta betur lóðir við höfnina
Lóðir innan hafnarsvæðis voru til umræðu á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í vikunni sem leið, en á fundi ráðsins þann 27. september var starfsmönnum sviðsins falið að fara yfir nýtingu, tækifæri og gildandi samninga á hafnarsvæðinu. Hafnarstóri fór yfir drög að niðurstöðum starfsmanna sviðsins. Í niðurstöðu um málið kemur fram að ráðið felur hafnarstjóra að […]
Loka fyrir almenna umferð í Friðarhöfn
Skipulag við Friðarhöfn var til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í liðinni viku. Starfsmenn umhverfis- og framkvæmdasviðs kynntu fyrirhugaðar framkvæmdir við Friðarhöfn. Þar á meðal lokanir fyrir almenna umferð inn á vinnusvæði hafnar. Ráðið þakkar í niðurstöðu sinni fyrir kynninguna og er hlynnt fyrirhuguðum framkvæmdum og breyttu umferðarskipulagi. Botn-Gatnagerð_Lokun á almenna umferð á hafnarsvæði.pdf […]
Mikil vöntun á svæði fyrir hafnarstarfsemi
Lóðir innan hafnarsvæðis voru til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í vikunni sem leið. Fram kom að í skýrslu Eflu “Vestmannaeyjahöfn skipulagsgreining” kom fram að mikil vöntun er á auknu svæði fyrir hafnarstarfsemi. Hafnarstjóri leggur til að starfsmenn umhverfis- og framkvæmdasviðs fari yfir nýtingu, tækifæri og gildandi samninga á hafnarsvæðinu. Ráðið samþykkti í niðurstöðu […]
Bæta lýsingu í innsiglingu
Lýsing í innsiglingu var til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í vikunni sem leið. Á fundi ráðsins þann 7. desember 2022 var hafnarstjóra falið að skoða útfærslur og kostnað við að bæta lýsingu í innsiglingu. Hafnarstjóri fól Lisku að koma með hugmyndir að lausn. Ekki hefur verið kannaður kostnaður verksins. Ráðið fól í niðurstöðu sinni […]
Auknar öryggisreglur í höfninni
Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í gær var eitt erindi á dagskrá þar sem skemmtiferðaskip og leyfi fyrir slöngubáta voru tekin fyrir. Í fundargerð segir að hafnarstjóri hafi farið yfir stöðuna varðandi sjósetningu slöngubáta og kajaka frá skemmtiferðaskipum. Niðurstaða ráðsins er sú að hafnarstjórn fer með yfirstjórn Vestmannaeyjahafnar þ.m.t. öryggismál innan hafnar sbr. m.a. 4. […]