Ný sorpílát kosta á sextándu milljón

Kubbur Sorp

Framkvæmda- og hafnarráð fundaði í vikunni sem leið meðal efnis var breyting á fyrirkomulagi sorphirðu. Fram kom að framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs leitaði eftir tilboðum í tvískipt sorpílát vegna breytinga á sorphirðu. Alls bárust 2 tilboð. Íslenska gámafélagið 15.624.000 kr. Terra 20.568.624 kr. Í niðurstöðu sinni samþykkyi ráðið að taka tilboði Íslenska gámafélagsins og fól […]

Stefna á að malbika Vesturveg um mánaðarmótin

Framkvæmdir við Vesturvegur voru til umræðu á fundi Framkvæmda- og hafnarráðs í vikunni sem leið, framkvæmdir hafa staðið síðan síðasta haust og er íbúa og vegfarendur í viðgötuna farið að lengja eftir úrbótum. Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu framkvæmda á Vesturvegi. Áætlað er að malbika um mánaðarmót maí/júní. Í kjölfarið er farið í að helluleggja kantstein […]

Stórskipakantur, athuganir og rannsóknir

Stórskipakantur, athuganir og rannsóknir voru til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í vikunni sem leið. Hafnarstjóri fór yfir verklag starfshóps fyrir Vestmannaeyjahöfn sem mun skila niðurstöðum í byrjun júní 2023. Starfshópur styðst við skýrslu EFLU. Fram kemur í niðrstöðu ráðsins að í skýrslunni er að finna margar og fjölbreyttar hugmyndir um framtíðarsýn hafnarsvæðisins í […]

Skipun starfshóps til að yfirfara verkferla varðandi ráðningu Hafnarstjóra

Á fundi framkvæmdar- og hafnarráðs 12. janúar var skipað í starfshóp til að yfirfara verkferla varðandi ráðningu Hafnarstjóra. Formaður ráðsins fór yfir tillögur starfshópsins. Starfshópur sem skipaður var af framkvæmda- og hafnarráði til þess að endurskoða verkferla við ráðningu hafnarstjóra leggur til eftirfarandi viðbót við verklagsreglur Vestmannaeyjabæjar við ráðningar. “Við ráðningu hafnarstjóra sbr. 4. gr. […]

Stefna á að sorpeiðing standi undir sér

1c3c9eb489e2ccb722aa6872473f7611

Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs 2023 var til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í gær. Lögð var fram gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í Vestmannaeyjum fyrir árið 2023. Aðlögunartími Alþingi samþykkti nýlega lög um breytingar á nokkrum lögum er varða úrgangsmál, sorpeyðingu o.fl., til innleiðingar á svokölluðu hringrásarhagkerfi. Með því þurfa sveitarfélög að innleiða breytt kerfi […]

Skoða úrbætur á snjómokstri

Snjómokstur var til umræðu á síðasta fundi Framkvæmda- og hafnarráðs. Yfirferð á núverandi verkferlum varðandi snjómokstur og næstu skref til að endurskoða verkferla voru meðal þess sem rætt var. Í niðurstöðu um málið felur ráðið framkvæmdarstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að fara yfir verkferla með þjónustumiðstöð, verktökum, forstöðumönnum stofnanna bæjarins til að laga og koma með […]

Skipa starfshóp til að yfirfara verkferla varðandi ráðningu Hafnarstjóra

Framkvæmda- og hafnarráð fundaði í vikunni sem leið þar var meðal annars tekin ákvörðun um skipun starfshóps til að yfirfara verkferla varðandi ráðningu Hafnarstjóra. Í starfshópnum sitja formaður framkvæmda- og hafnarráðs, framkvæmdarstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, mannauðsstjóri Vestmannaeyjabæjar og framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs. (meira…)

Bæta þarf lýsingu í innsiglingunni

Lýsing í innsiglingu var til umræðu á fundir framkvæmda og hafnarráðs í gær en hafnarstjóra barst erindi frá Þorbirni Víglundssyni um lýsingu í innsiglingunni. Þar sem bent er á að bæta þurfi lýsinguna fyrir öll skip og þá sérstaklega þegar siglt er út. Ráðið þakkar í niðurstöðu sinni fyrir erindið. Ráðið vill ávallt leitast við […]

Gera ráð fyrir halla á hafnarsjóði

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 var til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs fyrr í þessum mánuði. Fyrir lá fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs Vestmannaeyja 2023 eins og hún var afgreidd við fyrri umræðu í bæjarstjórn. Rekstrartekjur eru áætlaðar 536 milljónir króna og rekstrarniðurstaða eftir fjármagnsliði verði neikvæð um 8,5 milljónir króna. (meira…)

Ráðningarferlið virðist fyrst og fremst hafa verið í höndum starfsmanns Vestmannaeyjabæjar

Verkferlar við ráðningu hafnarstjóra voru til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í vikunni sem leið en rætt var um dóm héraðsdóms suðurlands vegna ráðningar hafnarstjóra. Fulltrúar D lista lögðu fram bókun um málið. “Fulltrúar vilja í kjölfar dóms nr. E-520/2021 frá 25. október sl. benda á nauðsyn þess að ráðið þekki valdsvið sitt en […]