Básahúsinu breytt

Básaskersbryggja 3 Básar

Á 264. fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja þann 22. júní síðastliðinn var tekið fyrir erindi um breytta notkun hina svokölluðu “Bása”. Var það fyrirtækið 13. Braut ehf. sem sótti um að breyta notkun á nyrsta hluta húsnæðis að Básaskersbryggju 3, Básahússins. Um var að ræða ósk um breytingu fyrir íbúðir á 2. og 3. hæð […]

Slökkvistöðin rís

Nýja slökkvistöð Vestmannaeyja er að taka á sig glæsilega mynd. Stöðin mun standa við Heiðarveg 14 norðan eldra húsnæðis slökkviliðsins. Á 264. fundi framkvæmda og hafnarráðs Vestmannaeyja, þann 22. júní s.l., var kynnt framvinduskýrsla Friðriks Páls Arnfinnssonar slökkviliðsstjóra. Fram kemur að búið sé að leggja raf- og pípulagnir, milliloft að miklu komin upp, starfsmannarými afmörkuð […]

Uppsögn á þjónustusamningi vegna gatnalýsingar

Lögð voru fram drög að minnisblaði um uppsögn á þjónustusamningi vegna gatnalýsingar í Vestmannaeyjum á fundi framkvæmda og hafnarráðs í vikunni. Þegar Hitaveita Suðurnesja og Bæjarveitur Vestmannaeyja sameinuðust árið 2002 var undirritað samkomulag þess efnis að gatnalýsing í Vestmannaeyjum yrði áfram í eigu sveitarfélagsins, en þjónusta á hendi Hitaveitu Suðurnesja (HS veitur). HS veitur annast […]

Eina tilboðinu í Skipalyftukantinn hafnað

Skipalyftukanturinn svo kallaði og framkvæmdir honum tengdar voru til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í vikunni. Ekkert tilboð barst innan upphaflegs tilboðsfrests og var tilboðsfrestur framlengdur. Þann 8. júní sl opnaði Vegagerðin tilboð í endurnýjun á þekju Skipalyftukants en ekkert tilboð barst innan upphaflegs tilboðsfrests og var tilboðsfrestur framlengdur. Eitt tilboð barst frá Stálborg […]

Útblástur sorpbrennslu ekki talinn hafa neikvæð áhrif á loftgæði

Fyrir liggur afgreiðsla Skipulagsstofnunar á mati á umhverfisáhrifum sorpbrennslu málið var á dagskrá framkvæmda og hafnarráðs í vikunni, í afgreiðslunni kemur m.a. fram: Í samræmi við 11. gr. Laga og 25. gr. Reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum hefur Skipulagsstofnun farið yfir matsskýrslu Vestmannaeyjabæjar um móttöku-, brennslu- og endurnýtingarstöð úrgangs í Vestmannaeyjum sem lögð var fram […]

Kostnaður vegna óflokkaðs sorps um 150 milljónir á ári

Framtíðarskipan sorpmála í Vestmannaeyjum var til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í vikunni. Dagný Hauksdóttir og Hafþór Halldórsson fóru yfir flokkun á sorpi, nýtt frumvarp um hringrásarhagkerfi og hugsanleg áhrif þess á Vestmannaeyjar og fyrirhugaðar áætlanir um sorpbrennslu. Fram kom í máli þeirra að flokkun á heimilissorpi í Vestmannaeyjum er um 45% en þyrfti […]

Funda með Vegagerðinni um Vestmannaeyjahöfn

Þróun og framtíðarsýn Vestmannaeyjahafnar var til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í síðustu viku. Um var að ræða framhald af umræðu á síðasta fundi ráðsins, óskaði ráðið eftir fundi með Vegagerðinni vegna rannsókna á höfninni. Fram kom í svari Vegagerðarinnar að úrvinnsla gagna sé að hefjast og stefnt sé að fundi fljótlega þegar sú […]

Afkoma hafnarsjóðs jákvæð

Framkvæmdastjóri fór yfir ársreikning Vestmannaeyjahafnar fyrir árið 2020 á fundir framkvæmda og hafnarráðs í vikunni. Fram kom að rekstrartekjur ársins námu 458 millj.kr.og afkoma ársins var jákvæð sem nam tæpum 47 millj.kr. Skuldir hafnarinnar í dag eru eingöngu lífeyrisskuldbindingar að upphæð 205 milljónir króna. Ráðið samþykkti fyrirliggjandi ársreikning og vísaði honum til síðari umræðu í […]

Steini og Olli buðu einir í uppbyggingu innanhúss í Ráðhúsinu

Þann 20. apríl voru opnuð tilboð í uppbyggingu innanhúss í Ráðhúsinu (gamla spítalanum). Eitt tilboð barst í verkið og var það frá Steini og Olli ehf. kr. 217.283.330 en kostnaðaráætlun hönnuða var kr. 232.827.700. Frá þessu var greint á fundi framkvæmda og hafnarráðs sem fram fór í gær. Einnig fór framkvæmdastjóri yfir stöðu verks og […]

Geisli lægstur í blástur og tengingar á ljósleiðara

Ljósleiðara tengingar í dreifbýli voru til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í gær. Það kemur fram að þann 15.mars sl. voru opnuð tilboð í blástur og tengingar ljósleiðara í dreifbýli. Eftirfarandi tilboð bárust: Ljósvirki ehf. kr. 7.872.148 Rafey ehf. kr. 8.905.937 Geisli-Faxi ehf. kr. 1.870.468 Rafal ehf. kr. 4.926.507 Trs ehf. kr. 6.469.700 Prónet ehf. […]