70 ár liðin frá Evrópumeistaratitli Torfa í langstökki
Í dag 26. ágúst eru liðin 70 ár frá því að Eyjamaðurinn Torfi Bryngeirsson varð Evrópumeistari í langstökki sem enn í dag þykir eitt fræknasta afrek íslensks íþróttamanns. Evrópumótið í frjálsum íþróttum 1950 fór fram á Heysel leikvanginum í Brüssel, höfuðborg Belgíu dagana 23. – 27. Ágúst. Þar kom saman allt besta fjálsíþróttafólk Evrópu. Á […]