Gary Martin látinn fara

Knattspyrnuráð ÍBV hefur rift samningi félagsins við Gary John Martin. Frá þessu er greint á heimasíðu ÍBV. Gary skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við ÍBV í vetur en hún hefur nú verið rift. Ákvörðun félagsins um riftun samnings má rekja til agabrots leikmannsins sem ekki verður samræmt skuldbindingum hans við félagið. (meira…)
Gary Martin framlengir við ÍBV til þriggja ára

Gary Martin hefur skrifað undir 3ja ára samning við ÍBV og verður hjá félaginu út tímabilið 2023. Auk þess að vera leikmaður mun Gary þjálfa hjá yngri flokkum félagsins og vera með séræfingar. ,,Mér hefur alltaf liðið vel í Vestmannaeyjum og mér líkar mjög vel við klúbbinn. Ég kom hingað til að vera þáttur af […]
Gary Martin biðst afsökunar

Mikið hefur verið rætt á samfélgasmiðlum um þriðja mark ÍBV í 2-4 sigri liðsins gegn Leikni í gær. Það var sóknarmaðurinn Gary Martin sem skoraði markið með hendinni. Gary hefur nú stigið fram og beðið Leiknismenn afsökunar á markinu í færslu á Twitter í gærkvöldi. Gary segist ekki vera stoltur af markinu en neitar því […]
Karlalið ÍBV áfram í bikarnum – Gary Martin með þrennu

Í dag léku Eyjamenn við Grindvíkinga í bikarkeppninni. Leikurinn fór fram í Grindavík og var talsverð spenna fyrir leiknum enda liðunum báðum spáð velgengni í 1. deildinni í ár. Eyjamenn höfðu yfirburði á öllum sviðum og lauk leiknum með 5-1 sigri Eyjamanna. Gary Martin skoraði þrennu og Telmo, besti leikmaður síðasta tímabils, skoraði tvö. Grindvíkingar náðu […]
Gary Martin kemst ekki til Íslands

Gary Martin, framherji ÍBV fær ekki að ferðast til Íslands frá London eins og staðan er í dag. Ástæðan eru hertar reglur í Bretlandi. Gary Martin hefur dvalið í heimalandi sínu síðustu mánuði en átti að koma til Vestmannaeyja í dag og hefja æfingar með ÍBV. Enska framherjanum var hins vegar ekki hleypt um borð […]
Gary hreppti gullskóinn

Í dag lauk PepsiMax deildinni í knattspyrnu. ÍBV mætti Stjörnunni í Garðabæ og tapaði 3-2. Gary Martin skoraði bæði mörk ÍBV og hreppti því gullskóinn. Gary Martin (ÍBV) 14 mörk í 15 leikjum Steven Lennon (FH) 13 mörk í 18 leikjum Thomas Mikkelsen (Breiðablik) 13 mörk í 20 leikjum Elfar Árni Aðalsteinsson (KA) 13 mörk […]