Þrjár stúlkur úr GRV meðal vinningshafa teiknisamkeppni MS

Þátttökumet var slegið í árlegri teiknisamkeppni MS meðal 4. bekkinga í ár. Tæplega 2.000 myndir bárust í keppnina í ár frá 89 skólum og ljóst að öll fyrri þátttökumet hafa verið slegin en að jafnaði hafa innsendar myndir verið um 1.000-1.500 talsins. Tíu myndir voru valdar úr þessum mikla fjölda og voru þar á meðal […]

Skólahald frá og með 3. nóvember

Ný reglu­gerð heil­brigðisráðherra um tak­mörk­un á skóla­starfi vegna hertra sótt­varnaaðgerða sem tek­ur gildi 3. nóv­em­ber hef­ur verið birt. Starfsfólk leik- og grunnskóla hefur skipulagt starfið í samræmi við nýju reglurnar og verður skólahald næstu tvær vikur með eftirfarandi hætti: Skólahald er með nokkuð eðlilegum hætti í leikskólum og á yngsta stigi. Það er því miður  einhver skerðing […]

Kennsla fellur niður á morgun

Foreldrum gunnslólabarna í Vestmannaeyjum barst rétt í þessu tilkynning frá skólastjóra þess efnis að skipulagsdagur verður í Grunnskóla Vestmannaeyja á morgun og því fellur hefðbundin kennsla niður og Víkin 5 ára deild mun opna kl. 10:00. Heilsdagsvistun verður í boði í frístundaveri, hafið samband á: fristund@vestmannaeyjar.is. Nánari upplýsingar um framhaldið og skólahald, verða birtar á morgun […]

Við erum reynslunni ríkari og tilbúin í nýtt skólaár

Grunnskóli Vestmannaeyja verður settur í dag skólasetning verður með öðrum hætti í ár og mæta nemendur án foreldra/forráðamanna til setningar. Anna Rós Hallgrímsdóttir skólastjóri segir að tilhlökkun leyni sér ekki í skólanum. „Við erum farin að hlakka til að hefja skólahald á ný og að hitta nemendur. Starfsfólk skólans stóð sig virkilega vel síðasta vor […]

Skólahald næstu vikna

Á morgun miðvikudaginn 15. apríl hefst skóli á ný við Grunnskólan í Vestmannaeyjum, skólahald verður með sama hætti og var áður en við fórum í fjarkennslu. Ljóst er að starfsemi og þjónusta skólans verður með breyttu sniði a.m.k. á meðan samkomubann er í gildi, eða til 4. maí. Hvað tekur við eftir það, er enn […]

Rafræn myndlistasýning GRV

Síðustu ár hefur skapast hefð fyrir því að nemendur í myndlistarvali hjá Grunnskóla Vestmannaeyja vinni sjálfstæð verkefni í tímum eftir áramót og sýni svo afraksturinn á vorsýningu í Einarsstofu. Vegna covid-19 var tekin sú ákvörðun að halda rafræna sýningu með verkum eftir nemendur svo bæjarbúar og aðrir fái að njóta. Hlekk á sýninguna má finna […]

Skólahald í Grunnskóla Vestmannaeyja eftir páskaleyfi

Áætlað er að hefja kennslu þann 15. apríl skv. því fyrirkomulagi sem var á skólahaldi áður en til fjarkennslunnar kom og er ákvörðunin er tekin í samráði við umdæmislækni sóttvarna. Starfsdagur verður þriðjudaginn 14. apríl og nánari upplýsingar um skólastarfið verða sendar út þann dag.   Við þökkum starfsfólki, nemendum og foreldrum GRV fyrir gott […]

Hvatning til nemenda í GRV

Grunnskólinn í Vestmannaeyjum hefur sent frá sér hvatningarmyndband til nemenda. Þar bregður fyrir ýmsum þjóð þekktum einstaklingum í bland við kunnuglega heimamenn. Í myndbandinu eru nemendum veitt ýmis heilgæði og þá eru nemendur hvattir til að nýta þennan sérkennilega tíman vel til að bæta sig og aðra sjón er sögu ríkari. (meira…)

Aukin þjónusta fyrir foreldra í forgangi

Grunnskóli Vestmannaeyja mun frá og með mánudeginum 30. mars, bjóða upp á skólavistun fyrir börn Foreldrar/forráðmanna sem eru í framlínustörfum og eiga rétt á forgangi fyrir nemendur í 1. – 4. bekk en Grunnskóli Vestmannaeyja hefur frá því að fjarkennsla hófst einungis tekið á móti börnum í 1. og 2. bekk í sömu stöðu. Þetta […]

Ekkert barnanna sem skimuð voru úr 1.-4. bekk GRV með kórónaveiruna

Það eru tvímælalaust góðar fréttir að af öllum þeim tugum barna sem voru skimuð úr 1.-4. Bekk GRV var ekkert þeirra með kórónaveiruna. Ekkert sýni greindist heldur jákvætt hjá öllum þeim fjölmörgu sem sýni voru tekin hjá í 7. Bekk. Börnin virðast ekki vera mikið útsett fyrir smiti eða vera að dreifa smiti og það […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.