Bólusetningar barna í 7. -10. bekk á þriðjudag

Stefnt er að bólusetningum barna í 7. -10. bekk í Vestmannaeyjum eftir hádegi þriðjudaginn 24. ágúst þetta kemur fram á facebook síðu Grunnskóla Vestmannaeyja þar ein einnig tekið fram að börnin verða að vera orðin 12 ára en nánari upplýsingar og boðun koma frá HSU. Samkvæmt heimasíðu HSU hófust bólusetningar grunnskólabarna 18. ágúst og stefnt […]

Uppbygging leikvalla og skólalóða í Eyjum

Í Vestmannaeyjum er að finna fjölda leikvalla fyrir börn. Nýlega réðst Vestmannaeyjabær í gerð nýrra leikvalla og hreystivallar, en hefur jafnframt staðið að endurbótum á eldri leikvöllum. Þá hefur verið ákveðið hvar nýjum leikvöllum verður komið fyrir í framtíðinni. Hér er að finna upplýsingar um nýja og endurbætta leikvelli í þeim fjórum bæjarhlutum sem sýndir […]

Áhersla á að bæta stöðu drengja

Bæjarstjóri greindi á fundi bæjarráðs í vikunni frá nýundirrituðum samningi um rannsóknar- og þróunarverkefni við Grunnskólann í Vestmannaeyjum, með það að markmiði að efla læsi og bæta líðan nemenda. Sérstök áhersla verður á að bæta stöðu drengja. Stefnt er að langtímarannsókn sem fylgi nemendum eftir frá upphafi grunnskólagöngu þeirra haustið 2021 og til loka hennar, […]

Himingeimurinn, lestrar hvatning og fótbolta stemning hljóta hvatningarverðlaun

Hvatningarverðlaun í leik- og grunnskóla voru kynnt á fundi fræðsluráðs í vikunni. Markmið með hvatningarverðlaunum er að vekja athygli á því sem vel er gert í fræðslustarfi. Verðlaunin eru hugsuð sem hrós til þeirra sem sýnt hafa framúrskarandi vinnu og er einnig staðfesting á því að viðkomandi er fyrirmynd á því sviði sem viðurkenningin nær […]

Nýbygging í útboð í desember

Nýbygging við Hamarsskóla var til umræðu á fundi fræðsluráðs í gær en um var að ræða framhald af 1. máli 342. fundar fræðsluráðs frá 8. apríl 2021. Framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs lagði fram nýja tímalínu framkvæmda. Gengið er út frá því að hönnunarforsendur verði tilbúnar í ágúst og í kjölfarið hægt að semja um hönnun. […]

Kveikjum neistann: Öflugt fræða- og fagfólk veitir ráðgjöf og stuðning

Kveikjum neistann er viðamikið rannsóknar- og þróunarverkefni við GRV til 10 ára og hefst formlega næsta haust í 1. bekk. Verkefnið kallar á breyttar áherslur í kennslu og samhliða því mun skipulag á skóladegi nemenda breytast nokkuð. Samningur um verkefnið var undirritaður þann 1. júní sl. en það er styrkt af Vestmannaeyjabæ, Háskóla Íslands, Samtökum […]

Danssýning GRV

í hádeginu í dag verður danssýning Grunnskóla Vestmannaeyja, nemendur í 1. – 5. bekk ásamt víkinni (5. ára deildinni) sýna dans. Líkt og í fyrra verður hún haldinn á Stakkó þar sem fleiri geta komið saman. Hún verður með svipuðu sniði og í fyrra, á milli 12:00 – 13:00. Foreldrar eru boðnir velkomin til að […]

Lestrarsprettur í fullum gangi í Hamarskóla

Á föstudaginn 23. apríl hófst lestrarsprettur í Hamarsskóla sem stendur til mánudagsins 3. maí. Á þessu tímabili munu nemendur auka lesturinn heima og hafa fengið lestrarhest með frekari útskýringum á því. Eftir ákveðinn fjölda mínútna sem lesnar eru fær nemandi geimskrímsli til að líma á geimskip árgangsins og auðvitað á að safna sem flestum Bókasafn […]

Endurbætur á skólalóðum halda áfram

Staðan á endurbótum skólalóða GRV og Kirkjugerðis var rædd á fundi fræðsluráðs sem fram fór í síðustu viku. Á næstu vikum verður haldið áfram með endurbætur á skólalóðinni við Hamarsskóla. Þar verður komið upp m.a. ærslabelgi, stölluðu útikennslusvæði og bættu undirlagi. Á austurlóð leikskólans Kirkjugerðis verður svæðið drenað og undirlag lagað eins og kostur er. […]

Nýbygging við Hamarsskóla í þarfagreiningu

Staðan á undirbúningi við nýbyggingu við Hamarsskóla var til umræðu á fundi fræðsluráðs í liðinni viku. Umhverfis- og framkvæmdasvið vinnur enn að þarfagreiningu og undirbúningsvinnu áður en nýbyggingin fer í hönnunarferil. Stefnt er að því að ljúka forvinnunni í haust og í framhaldinu fer verkefnið í hönnunarferil. Í fjárhagsáætlun ársins 2021 er gert ráð fyrir […]