Bæjarstjóri greindi á fundi bæjarráðs í vikunni frá nýundirrituðum samningi um rannsóknar- og þróunarverkefni við Grunnskólann í Vestmannaeyjum, með það að markmiði að efla læsi og bæta líðan nemenda. Sérstök áhersla verður á að bæta stöðu drengja. Stefnt er að langtímarannsókn sem fylgi nemendum eftir frá upphafi grunnskólagöngu þeirra haustið 2021 og til loka hennar, alls í 10 ár.
Jafnframt upplýsti bæjarstjóri um rannsóknarsetur um menntun og hugarfar sem mun hafa aðsetur við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og við starfsstöð Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum.
Samningur um rannsóknar- og þróunarverkefni við Grunnskólann í Vestmannaeyjum.pdf
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst