Takk fyrir mig – yndislega eyja.

Undir lok árs 2018 er fastalandinu sleppt og haldið til Eyja þar sem næstu tvö árin skyldi sinna mikilvægu verkefni fyrir samfélagið í Eyjum. Fjölskyldan var áhugasöm að festa búsetu í Vestmannaeyjum enda yndislegur staður. Samfélagið tók okkur opnum örmum og munum við búa að góðum tengslum sem skapast hafa á þessum tíma. Hér höfum […]

Um­tals­verður sparnaður að sigla fyr­ir raf­magni

Vest­manna­eyja­ferj­an Herjólf­ur geng­ur ágæt­lega fyr­ir raf­magni. Guðbjart­ur Ell­ert Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Herjólfs ohf., seg­ir í samtali við mbl.is að um­tals­verður sparnaður og hag­kvæmni sé af því að sigla fyr­ir raf­magni í stað dísi­lol­íu. Raf­magnið kosti aðeins brot af verði olíu. Hann gef­ur ekki upp töl­ur í því sam­bandi, seg­ir að reka þurfi skipið í lengri tíma […]

Landgangurinn brátt tekinn í gagnið

Landgangurinn við Herjólf í Vestmannaeyjum hefur ekki verið í notkun um nokkurt skeið og hafa farþegar þurft að ganga um borð á ekjubrú skipsins. Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri Herjólfs OHF í samtali við Eyjafréttir að þetta stæði allt til bóta. “Nú hefur landgöngubrúin verið sett upp en það á eftir að ganga betur frá henni […]

Töluvert um afbókanir hjá Herjólfi

“Það eru um 500 farþegar bókaðir í dag til Vestmannaeyja. Það er töluvert um afbókanir eftir að tilmæli og aðgerðir stjórnvalda fóru í loftið,” sagði Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri Herjólfs í samtali við Eyjafréttir í morgun. Nú er kominn upp sú sérkennilega staða að frá hádegi í dag er farþegum með Herjólfi skylt að vera með grímur um borð […]

Grímuskylda í Herjólfi

Ljóst er að hertar aðgerðir vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins sem kynntar voru fyrir hádegi í dag munu hafa víðtæk áhrif í samfélaginu Herjólfur er þar ekki undanskilinn. “Við munum þurfa að fylgja þeim fyrirmælum sem lögð hafa verið fyrir. Í þeim felst m.a. grímuskylda en eins og stendur munum við ekki þurfa að takmarka þann fjölda sem […]

Að gefnu tilefni

Í yfirlýsingu sem Jónas Garðarsson f.h. Sjómannafélags Íslands sendi frá sér í gær beinir hann spjótum sínum að bæjaryfirvöldum og bæjarstjóra Vestmannaeyja og sakar þau um að vilja ekki gera kjarasamning við starfsfólk í Sjómannafélagi Íslands sem starfa umborð í Herjólfi. Jónas Garðarsson veit fullvel að þessir aðilar eru eigendur að félaginu en fara ekki […]

Herjólfur III siglir þrátt fyrir verkfall undirmanna

Herjólfur Básasker

Ákveðið hefur verið að Herjólfur III sigli í dag, 15.júlí fjórar ferðir í Landeyjahöfn. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Herjólfur sendi frá sér rétt í þessu. Brottför frá Vestmannaeyjum kl: 09:30, 12:00, 17:00 og 19:30 Brottför frá Landeyjahöfn kl: 10:45, 13:15, 18:15 og 20:45 Það er mat framkvæmdastjórnar Herjólfs ohf að tryggja þurfi með […]

Bæjarráð harmar truflanir á siglingum Herjólfs

Einungis eitt mál var á dagskrá á fundi bæjarráðs í gær en það var umræða um samgöngumál. Arnar Pétursson stjórnarformaður og Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. upplýstu bæjarráð um þá stöðu sem komin er upp vegna vinnustöðvunar undirmanna á Herjólfi. Í niðurstöðu ráðsins segir “bæjarráð harmar að þessi vinnudeila leiði til þess að truflanir […]

Verkfall undirmanna á Herjólfi hefst á miðnætti

Herjólfur Básasker

Boðaðar verkfallsaðgerðir sem undirmenn á Herjólfi höfðu boðað til voru dæmdar lögmæddar fyrir félagsdómi rétt í þessu. Málið var höfðað af Samtökum atvinnulífsins, f.h. Samtaka ferðaþjónustunnar vegna Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs gegn Sjómannafélagi Íslands um lögmæti boðaðra verkfallsaðgerða undirmanna á Herjólfi sem eru meðlimir í Sjómannafélagi Íslands. Með þessu er ljóst að verkfall undirmanna á Herjólfi hefst […]

Áhafnarmeðlimir á Herjólfi hafa boðað til verkfalls

Kosning um tímabundna vinnustöðvun um borð í Herjólfi meðal félagsmanna Sjómannafélags Íslands fór fram í síðustu viku. Alls eru 21 áhafnarmeðlimur í félaginu en 17 greiddu atkvæði, allir með vinnustöðvun að sögn Jónasar Garðarssonar hjá Sjómannafélagi Íslands. Fyrsta verkfall hefst á miðnætti þriðjudaginn 7. Júlí og stendur í sólarhring. Næsta vinnustöðvun stendur í tvo sólarhringa […]