Foreign Monkeys, Molda, Merkúr og False Majesty á Háaloftinu í kvöld

Efnt verður til sannkallaðrar rokkveislu á Háaloftinu í kvöld, síðasta vetrardag 20. apríl kl. 20:30 þegar rokksveitir eyjanna Foreign Monkeys, Molda, Merkúr og False Majesty stíga á svið. Húsið opnar kl. 20:30 og er forsala enn í gangi á tix.is. Miðaverð í forsölu eru kr. 2.500 en kr. 3.000 við hurð. Sveitirnar lofa kraftmiklum tónleikum […]

Eyjabítlarnir slógu ekki feilnótu fyrir fullu Háalofti (myndir)

Félagarnir í Eyjabíltlunum þeir Viðar Lennon Togga, Sir Biggi Nielsen McCartney, Grétar Ringó Starr, Þröstur Harrison héldu tónleika á Háaloftinu í gærkvöldi. Meðal þess sem var boðið uppá voru óborganlegir brandarar, spurningakeppni í hléi þar sem sigurvegarinn vann konfektkassa og áritaða mynd af Eyjabítlunum og að sjálfsögðu Bítlalögin orginal. Það var mjög góð stemmning á […]

Foreign Monkeys með tónleika á Háaloftinu á föstudagskvöld

Foreign Monkeys munu halda tónleika föstudagskvöldið nk. 29. nóvember á Háaloftinu. Sveitin mun flytja lög af nýrri plötu ásamt eldri slögurum og án nokkurs vafa mun hin vinsæla ábreiða sveitarinnar af Nú meikaru það Gústi fá að hljóma. Foreign Monkeys gáfu út myndband á dögunum við lag sitt Return þar sem Hreggviður Óli Ingibergsson fer […]

Stemming á Háaloftinu á laugardaginn

Margt var um manninn þegar Jón Ólafsson mætti á Háaloftið á laugardaginn með tónleikana sína af fingrum fram. Með honum var Stefán Hilmarsson sem er óumdeilanlega einn vinsælasti söngvari vorra tíma og hefur sýnt að hann er marghamur í söngefnunum. Á tónleikunum sýndi Stefán allar sínar bestu hliðar og rifjaði upp sögur og músík Sálarinnar […]

Af fingrum fram með Jóni og Stefáni Hilmarssyni

Jón Ólafsson mætir í Háaloftið á laugardaginn með tónleikana sína af fingrum fram. Með honum mætir Stefán Hilmarsson sem er óumdeilanlega einn vinsælasti söngvari vorra tíma og hefur sýnt að hann er marghamur í söngefnunum. Á tónleikunum mun hann sýna allar sínar bestu hliðar og rifja upp músík Sálarinnar og Pláhnetunnar auk þess sem af nógu […]

Af Fingrum fram á Háaloftinu 9. febrúar

Í tónleikaröðinni Af fingrum fram fær Jón Ólafsson til sín gesti og laðar fram þægilega og létta stemningu eins og honum einum er lagið. Einstakir spjalltónleikar þar sem áhorfendur komast í nálægð við tónlistarmenn sem aldrei fyrr. Eftir tíu ár í Salnum í Kópavogi ætlar Jón að heimsækja Eyjarnar þann 9. febrúar og verður gestur […]

Mikið hlegið á Háaloftinu í gær

Í gærkvöldi héldu Eyverjar árlegt góðgerðaruppistand sitt á Háaloftinu. Uppistandið var í höndum Dóra DNA sem þótti mjög fyndinn. Salurinn var þétt setinn og mikið hlegið. Allur aðgangseyrir rann óskiptur til Íþróttafélagsins Ægis sem að hélt nýlega glæsilegt íslandsmót í boccia hér í Eyjum. Óskar Pétur mætti og myndaði: (meira…)

CCR bandið á Háaloftinu í kvöld

CCR bandið leikur tónlist Creedence Clearwater Revival á tónleikum á Háaloftinu í kvöld. Strákarnir í CCR Bandinu hafa það að aðalsmerki að heiðra hina mögnuðu sveit Creedence Clearwater Revival. Á efnisskránni eru allra strærstu lög þeirra John Fogerty og félaga, lög eins og Have you ever seen the rain, Bad moon rising, Fortunate son, Proud […]

Rumours er fjórða söluhæsta hljómplata sögunnar

Næstkomandi föstudagskvöld 12. október kemur saman á Háaloftinu föngulegur hópur íslenskra tónlistarmanna og flytja tónlist Fleetwood Mac, einnar allra vinsælustu hljómsveitar rokksögunnar. Ferli Fleetwood Mac má gróflega skipta í tvennt. Upphafstímabilið þar sem blústónlistin var allsráðandi og höfuðpaur sveitarinnar, hinn magnaði Peter Green réð ríkjum, og svo tímabilið sem hófst þegar Stevie Nicks og Lindsey […]

Ungt fólk í tónlist og gamlir hundar á Háaloftinu í kvöld

„Ungt fólk í tónlist og gamlir hundar” er yfirskrift tónleika sem haldnir verða á Háaloftinu í kvöld, föstudagskvöldið 21. september. Þar mun Hljómsveit Bigga Nielsen koma fram ásamt Skólalúðrasveit Vestmannaeyja ( eldri og yngri ). „Hljómsveit Bigga Nielsen samanstendur af tónlistarmönnum í fremstu röð á Íslandi og er það mikill fengur fyrir þá að fá […]

X