Breki farinn í marsrall

Stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum hófst í gær og stendur yfir næstu þrjár vikurnar. Fjögur skip taka þátt í verkefninu; togararnir Breki VE og Gullver NS og rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson. Togað verður á tæplega 600 stöðvum á 20-500 m dýpi umhverfis landið. Ferðir skipanna og togstöðvar má sjá á https://skip.hafro.is/ Verkefnið, sem einnig […]
Lokaráðgjöf um veiðar á loðnu 869.600 tonn

Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnuafli á vertíðinni 2021/22 verði ekki meiri en 869 600 tonn, sem þýðir 34 600 tonna lækkun ráðgjafar frá þeirri sem gefin var út 1. október 2021. Ráðgjöfin byggir á samteknum niðurstöðum á mælingum á stærð veiðistofns í haustleiðangri (1834 þús. tonn) og leiðöngrum sem fóru fram frá 19. janúar til […]
Ný loðnumæling gæti haft áhrif á ráðlagt heildaraflamark

Dagana 19. janúar til 2. febrúar fóru fram árlegar vetrarmælingar loðnu með bergmálsaðferð á rannsóknaskipunum Árna Friðrikssyni og Bjarna Sæmundssyni, á göngu loðnunnar austur eftir norðurmiðum og suður með kantinum austan lands. Í leiðangrinum náðust tvær óháðar mælingar á stofninum (Mynd 1). Miklu munaði á mælingunum tveimur, hrygningarstofn loðnunar mældist 403 þús. tonn (CV=0.19) í […]
Loðnumælingar á næstu vikum

Í dag 18. janúar halda bæði skip Hafrannsóknastofnunar, Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson, til loðnumælinga. Markmiðið er að ná mælingu á stærð hrygningarstofnsins á næstu tveimur vikum. Fyrir liggur mæling á stærð stofnsins frá því í haust við Grænland sem leiddi til ráðgjafar upp á rúm 904 þúsund tonn. Gildandi aflaregla gerir ráð fyrir að […]
Ráðgjöf um stöðvun humarveiða fyrir árin 2022 og 2023

Hafrannsóknastofnun leggur til í samræmi við varúðarsjónarmið að humarveiðar verði ekki heimilaðar árin 2022 og 2023. Hafrannsóknastofnun leggur jafnframt til að veiðar með fiskibotnvörpu verði áfram bannaðar á afmörkuðum svæðum í Breiðamerkurdjúpi, Hornafjarðardjúpi og Lónsdjúpi til verndar humri. Afli á sóknareiningu árið 2021 var sá minnsti frá upphafi og hefur lækkað samfellt frá hámarkinu árið […]
Sjórannsókna- og síldarleiðangur

Þann 20. október sl. hófst sjórannsókna- og síldarleiðangur á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni. Í leiðangrinum verða gerðar mælingar á hita og seltu sjávar á rúmlega 70 stöðum umhverfis landið ásamt því að taka sýni til rannsókna á efnafræði sjávarins, m.a. súrnun sjávar. Þessar rannsóknir eru hluti af langtímavöktun á umhverfisskilyrðum í hafinu við Ísland. Hægt að […]
Úthafskarfaveiðar ekki taldar ráðlegar næstu árin

Í gær veitti Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) ráð um veiðar ársins 2022-2024 fyrir efri og neðri stofna úthafskarfa. Úthafskarfi – neðri stofn ICES ráðleggur í samræmi við nýtingarstefnu sem mun leiða til hámarks afraksturs til lengri tíma litið (MSY) að veiðar skuli ekki stundaðar árin 2022, 2023 og 2024. Hrygningarstofninn hefur minnkað verulega frá því að veiðar […]
Ráðleggja veiðar á allt að 904.200 tonnum af loðnu

Hafrannsóknastofnun ráðleggur veiðar á allt að 904.200 tonnum af loðnu fyrir komandi vertíð. Undanfarin ár hafa verið frekar rýr og því um töluverða aukningu að ræða frá síðustu vetri en þá var kvótinn 127.300 tonn. Þetta kom fram á fundi Hafrannsóknastofnunar í dag. Í upphafsráðgjöf sem veitt var í desember á síðasta ári, sem byggði […]
Ráðgjöf um loðnuveiðar í næstu viku

Þriggja vikna loðnuleiðangri skipa Hafrannsóknastofnunar lauk í gær. Loðnu varð vart víða á svæðinu við Austur-Grænland, mesti þéttleikinn var um miðbik svæðisins, en minnst fannst á svæðinu norðanverðu, samkvæmt upplýsingum Guðmundar Óskarssonar, sviðsstjóra uppsjávarsviðs. Á næstu dögum verður unnið úr gögnum og ráðgjöf um veiðar eftir áramót gæti legið fyrir seinni hluta næstu viku. Mælingar […]
Loðnuleiðangur hafinn

Rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson héldu í gær í árlegan haustleiðangur til rannsókna á loðnu en um er að ræða samstarfsverkefni Íslands og Grænlands. Meginmarkmiðið leiðangursins er mæling á stærð veiðistofns (kynþroska loðna sem ætla má að komi til hrygningar 2022) og mæling á magni ungloðnu (eins árs ókynþroska loðna sem verður uppistaðan í […]