Hafrannsóknastofnun ráðleggur 13% lækkun í þorski

Í dag kynnir Hafrannsóknastofnun úttekt á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Á grundvelli varúðarsjónarmiða og langtímamarkmiða um sjálfbæra nýtingu er lagt til aflamark fyrir tæplega 30 nytjastofna. Ráðgjöfina má nálgast á vef Hafrannsóknastofnunar. Hafrannsóknastofnun ráðleggur 13% lækkun aflamarks þorsks fiskveiðiárið 2021/2022. Byggir sú ráðgjöf á aflareglu stjórnvalda. Því lækkar ráðlagður heildarafli úr 256.593 […]

Vorleiðangur hafinn

Lagt var af stað í árlegan vorleiðangur Hafrannsóknastofnunar þann 17. maí á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni. Leiðangurinn er liður í langtímavöktun á ástandi sjávar, næringarefnum, gróðri og átu á hafsvæðinu við Ísland. Ársferðisrannsóknir á þessu sviði hafa farið fram maí/júní í um 60 ár. Ásamt því að kanna ástandið á föstum sniðum útfrá landinu eru gerðar […]

Meta magn og útbreiðslu norsk-íslenskrar síldar

RS Árni Friðriksson heldur í dag af stað í leiðangurinn „Vistfræði Austurdjúps“. Frá þessu er greint á vef Hafrannsóknarstofnunnar. Eitt af meginmarkmiðum verkefnisins er að meta magn og útbreiðslu norsk-íslenskrar síldar og annarra uppsjávartegunda í Austurdjúpi og á Austur- og Norðausturmiðum. Því til viðbótar er ástand hafsins og vistkerfisins kannað, m.a. hitastig og magn átustofna. […]

Netarall að klárast

Netarall hófst í lok mars og lýkur í vikunni. Gagnasöfnun er lokið á þremur svæðum af sex, í Breiðafirði, Faxaflóa og á grunnslóð og í kanti við Vestmannaeyjar. Frá þessu er greint á vef hafrannsóknarstofnunnar. Það eru 5 bátar sem taka þátt í netarallinu í ár; Magnús SH í Breiðafirði, Saxhamar SH í Faxaflóa, Friðrik […]

Aflamark í ýsu aukið um 8.000 tonn

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað reglugerð þess efnis að aflamark í ýsu verði aukið um 8.000 tonn þ.e. úr 44.419 tonnum í 52.419 tonn. Sú hækkun verður dregin frá því aflamarki sem annars yrði úthlutað á fiskveiðiárinu 2021/2022. Kristján Þór gerði ríkisstjórn í morgun grein fyrir þessari ákvörðun. Tilefni þessarar ákvörðunar eru erfiðleikar sem rekja má til mikillar ýsugengdar á […]

Bjarni Sæ­munds­son kannar loðnu fyrir norðan land

Loðna hef­ur veiðst víða fyr­ir sunn­an land og aust­an á vertíðinni og er unnið á sól­ar­hrings­vökt­um þar sem mest um­svif eru. Fyr­ir helgi frétt­ist af loðnu við Gríms­ey og um helg­ina voru fregn­ir af loðnu í grennd við Flat­ey á Skjálf­anda. Rann­sókna­skipið Bjarni Sæ­munds­son var í gær á leið á þess­ar slóðir til að kanna […]

Lokaráðgjöf um veiðar á loðnu er 127 þúsund tonn

Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnuafli á vertíðinni 2020/21 verði 127 300 tonn. Kemur sú ráðgjöf í stað þeirrar sem gefin var út 24. janúar 2021. Byggir ráðgjöfin á summu tveggja leiðangra sem fóru fram seinni part janúar og gáfu mat á stærð hrygningarstofns loðnu upp á samtals 650 þúsund tonn. Fyrri leiðangurinn fór fram dagana […]

Íslendingar fá þriðjung loðnukvótans

Sjávarútvegsráðherra hefur undirritað reglugerðir um loðnuveiðar Norðmanna, Grænlendinga og Færeyinga í íslenskri lögsögu. Endanleg ráðgjöf frá Hafró er þó ekki komin og kvótinn gæti átt eftir að aukast. Greint er frá þessu á vef fiskifrétta. Norskum skipum er heimilt að veiða samtals 33.388 tonn af loðnu í fiskveiðilandhelgi Íslands. Færeyskum skipum er heimilt að veiða […]

Umfangsmikill loðnuleiðangur

Nú stendur yfir umfangsmikill leiðangur á vegum Hafrannsóknastofnunar með það að markmiði að mæla stærð hrygningarstofns loðnu. Leiðangurinn er framhald mælinga sem voru gerðar austan við land dagana 17.-20. janúar. Með þessu móti er vonast eftir að ná heildarmælingu á stofninum sem leitt getur til nýrrar ráðgjafar. Í leiðangrinum eru alls 8 skip og er […]

Hrein viðbót eða áður mæld loðna?

Yf­ir­ferð þriggja skipa og mæl­ing­um á loðnu á svæði úti fyr­ir Aust­fjörðum lýk­ur vænt­an­lega í dag, að sögn Guðmund­ar J. Óskars­son­ar, sviðsstjóra hjá Haf­rann­sókna­stofn­un í samtali við mbl.is í dag. Ráðgert er að halda áfram mæl­ing­um norður fyr­ir Langa­nes eft­ir því sem aðstæður leyfa, en út­lit er fyr­ir erfiðara veður á morg­un. Reynt verður að […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.