Hæstu heildartekjurnar í Eyjum

Tekjur einstaklinga á síðasta ári voru hæstar í Vestmannaeyjum, þar sem heildartekjur námu rúmlega 13,9 milljónum króna að meðaltali. Hæstu fjármagns- og ráðstöfunartekjur mátti sömuleiðis reka til Eyja. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum á vef Hagstofu Íslands. Þar segir að landsmeðaltal heildartekna var rúmar 9,2 milljónir króna árið 2023, eða um 770 þúsund krónur […]

Landaður afli í mars 60 þúsund tonn

Landaður afli í mars var rúm­lega 60 þúsund tonn sem er 77% minna en í mars 2023, að því er fram kem­ur á vef Hag­stofu Íslands. Sam­drátt­ur varð í nær öll­um fisk­teg­und­um. Mest munar þó um að engin loðna veiddist í mars þetta árið en hún var meginuppistaða af heildaraflanum í mars í fyrra. Heildarafli á […]

Fiskiskipum fækkað mikið síðustu tvo áratugi

1.540 íslensk fiskiskip voru á skrá hjá Samöngustofu í árslok 2022 en þau voru 1.549 árið 2021. Þetta kemur fram í frétt á vef fiskifrétta sem unnin er úr gögnum frá Hagstofu Íslands. Breytingin er því ekki umtalsvert á milli ára en á síðustu 20 árum hefur fiskiskipum fækkað verulega. Þau voru í árslok 2003 […]

Minni afli en í febrúar á síðasta ári

Landaður afli í höfnum á Íslandi í febrúar síðastliðnum varð 27% minni en febrúaraflinn ári áður. Hann nam 145 þúsund tonnum samanborið við 198 þúsund tonn í febrúar 2022. Hagstofan hefur tekið saman tölurnar. Hún segir aflasamdráttinn skýrast af minni loðnuafla, en þorskafli hafi staðið í stað á milli ára og verið tæp 22 þúsund tonn. […]

Verð sjávarafurða á uppleið

Verð íslenskra sjávarafurða mælt í erlendri mynt hækkaði um 2% á öðrum fjórðungi ársins borið saman við fjórðunginn á undan. Þetta er í fyrsta skipti síðan á fyrsta fjórðungi síðasta árs sem verð hækkar milli samliggjandi fjórðunga og því fyrsta verðhækkunin eftir að faraldurinn hófst. Þetta kom fram í nýjustu Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Verð á […]

Uppsjávarafli dróst saman í júní

Heildarafli í júní 2021 var 49 þúsund tonn sem er 21% minni afli en í júní 2020. Botnfiskafli var nær óbreyttur frá fyrra ári, tæp 35 þúsund tonn. Af botnfisktegundum veiddist mest af þorski eða tæp 20 þúsund tonn. Uppsjávarafli dróst saman um 54% í júní og var mestmegnis kolmunni, 5.900 tonn og makríll rúm […]

26 þúsund tonn veiddust af loðnu í febrúar

Heildarafli í febrúar 2021 var rúmlega 76 þúsund tonn sem er 48% meiri afli en í sama mánuði árið 2020. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofu Íslands. Uppsjávarafli var 28 þúsund tonn en var 6.600 tonn í febrúar árið á undan. Þar af var rúmum 26 þúsund tonnum af loðnu landað en engin […]

Landaður afli í maí var tæplega 126 þúsund tonn

Afli íslenskra fiskiskipa var 125,6 þúsund tonn í maí 2020 sem er 3% meiri afli en í sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í frétt á vegf hagstofunnar, 12% samdráttur varð á veiðum á botnfiski, utan þorskafla sem jókst um 1% og var hann tæplega 26,7 þúsund tonn. Af uppsjávarfiski veiddust tæp 80 þúsund […]

Fiskafl­inn 27% meiri en í júlí 2017

Fiskafli ís­lenskra skipa í júlí­ var 93.551 tonn sem er 27% meira en í júlí í fyrra. Botn­fiskafli í mánuðinum var rúm 34 þúsund tonn og er það tæp­um 5 þúsund tonn­um meira en í júlí í fyrra. Þetta kem­ur fram í frétt á vef Hag­stof­unn­ar. Af botnfisktegundum veiddist mest af þorski eða tæp 20 þúsund […]