ÍBV úr leik eftir tap á Ásvöllum

Oddaleikur undanúrslita rimmu ÍBV og Hauka fór fram á Ásvöllum í gær. Fjölmargir Eyjamenn fylgdu liði sínu í Hafnarfjörðinn og stemningin frábær. Haukar hófu leikinn af miklum krafti og náðu fjögurra marka forystu strax á 7. mínútu. ÍBV vann sig jafnt og þétt inn í leikinn en komst aldrei nær en eitt mark rétt fyrir […]

ÍBV tryggði sér oddaleikinn

ÍBV tryggði sér oddaleik með sigri á Haukum í kvöld í undanúrslitum Olís-deildar karla nú í kvöld. Fullt var út úr dyrum í Höllinni og rífandi stemning á pöllunum. Eyjamenn tóku frumkvæðið mjög fljótlega í leiknum með glimrandi góðum sóknarleik og héldu því nánast allan leikin. Haukar hleyptu þeim þó aldrei mjög langt framúr. Staðan […]

ÍBV og Haukar mætast í fjórða leiknum í Eyjum í kvöld

Undanúrslitarimma ÍBV og Hauka hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum enda farið fram jafnt innan sem utanvallar. Nú er hinsvegar komið að næsta handboltaleik liðanna. Liðin mætast í kvöld kl. 18.30 í Vestmannaeyjum. Síðasti leikur liðanna í Eyjum er enn í umræðunni en þar fóru fjögur rauð spjöld á loft þar á meðal eftir hið […]

Fjögur rauð spjöld og ÍBV jafnaði einvígið

ÍBV tók á móti Haukum nú í kvöld í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla. Leikurinn var í járnum allt frá byrjun til enda og skiptust liðin á að leiða. Eyjamenn náðu fimm marka forrystu um miðbik fyrri hálfleiks, 9-5, en Haukar náðu að snúa því við og leiddu með einu marki, 18-19, […]

Áfram í undanúrslit eftir sannfærandi sigur á bikarmeisturum FH

Eyjamenn fengu FH í heimsókn í gær í öðrum leik liðanna í áttaliða úrslitum Olís-deildarinnar. ÍBV sigraði fyrri leikinn með fimm marka munn 23-28. Það var því að duga eða drepast fyrir FH. Heimamenn tóku fljótlega frumkvæðið í leiknum leiddu nánast allan leikinn og höfðu sjö marka forystu í hálfleik 19-12. Síðari hálfleikur var svo […]

Stelpurnar komnar í sumarfrí eftir tap í gær

Stelpurnar í meistaraflokki ÍBV í handbolta féllu úr leik í úrslitakeppni Olís-deildarinnar með þriðja tapinu gegn Fram í gærkvöldi. Fram gerði útaf við leikinn strax á upphafsmínútum hans og skoruðu sjö fyrstu mörkin. Eftir ellefu mínútna leik var staðan orðin 10-1 enda sóknarleikur Eyjakvenna í molum. Staðan í hálfleik 19-11 Fram í vil. ÍBV lék […]

ÍBV með bakið upp við vegg eftir tap á heimavelli

Stelpurnar í ÍBV eru komnar með bakið upp við vegg í úrslitakeppni Olís-deildarinnar eftir tap gegn Fram í gærkvöldi. Fram leiðir nú einvígið með tveimur sigrum gegn engum og geta klárað það á fimmtudaginn kemur í Safamýrinni. Fram byrjaði leikinn mun betur, skoraði fyrstu fjögur mörkin og var komið með 3-9 forystu eftir fjórtán mínútna […]

Stelpurnar mæta Fram á ný í kvöld

Stelpurnar í meistaraflokki ÍBV í handbolta fá Framstúlkur í heimsókn í kvöld kl. 18.30 í annara viðureign liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Olís-deildarinnar. Fyrri leikur liðanna fór fram síðasta laugardag þar sem Fram stúlkur höfðu betur 31-25. Það tók ÍBV nokkrar mínútur að hrökkva í gang og skoraði Fram fyrstu þrjú mörk leiksins en ÍBV tók […]

Jafntefli í baráttuleik gegn Haukum

Strákarnir í ÍBV léku sinn síðasta heimaleik í Olís-deildinni, fyrir úrslitakeppnina, í gærkvöldi er þeir tóku á móti Haukum. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu frá upphafi til enda. Á fyrsti mínútum leiksins fékk Ásgeir Örn Hallgrímsson að líta rauða spjaldið fyrir að skella Daníel Erni Griffin í gólfið sem  var fluttur á sjúkrahús til skoðunar […]

Stelpurnar enda í þriðja – Mæta Fram í úrslitum

Lokaumferð Olís-deildar kvenna fór fram í gærkvöldi þar sem ÍBV sótti Hauka heim í Schenker-höllina. Þar unnu Eyjastúlkur sannfærandi sigur 26-30. Ester Óskarsdóttir var markahæst í liði ÍBV með sex mörk og Sunna Jónsdóttir með fimm. Eftir úrslit gærkvöldsins er því ljóst að ÍBV endar í þriðja sæti deildarinnar með 27 stig. Það þýðir að stelpurnar […]