Sandra Erlingsdóttir – Stjarnan í liðinu og sú besta

Í Morgunblaðinu í dag er farið yfir frammistöðu landsliðs kvenna í handbolta sem kom heim með Forsetabikkarinn. Lenti í 25. sæti f 35 liðum og var marki frá því að komast í milliriðil. Okkar fólk, Sandra, Sunna, Díana Dögg fá góða dóma og Arnar sagður á réttri leið með liðið. Umsögn Margunblaðsins: Sandra Erlingsdóttir – […]
Stjörnuleikurinn fer fram í dag

Stjörnuleikurinn er orðinn fastur liður í aðdraganda jóla í Vestmannaeyjum. Handboltastjörnurnar hringja inn jólin í dag klukkan 18:00 í íþróttamiðstöðinni, þegar stærsti handboltaleikur ársins fer fram. Það eru leikmenn m.fl. kk í handbolta ásamt velunnurum sáu um alla umgjörð en Stjörnurnar sáu um að skemmta mannskapnum. Það verður öllu tjaldað til í ár. Allur ágóði […]
Síðasti leikur ársins

Tveir síðustu leikir 13. umferðar Olísdeildar karla í handknattleik fara fram í dag kl. 16.00. Víkingar sækja Íslandsmeistara ÍBV heim og Fram fær KA í heimsókn í Úlfarsárdal. Að leikjunum loknum fara liðin í frí frá Íslandsmótinu fram í byrjun febrúar. Færeyski handknattleiksmaðurinn Dánjal Ragnarsson leikur sinn síðasta leik með ÍBV í dag. Víkingur vann […]
Stjarnan mætir til Eyja

Í kvöld heldur áfram 12. umferð Olísdeildar karla þegar ÍBV fær Stjörnuna í heimsókn í Vestmannaeyjum. ÍBV vann fyrri leik liðanna í upphafi tímabils en lánið hefur ekki leikið við Garðbæinga í vetur sem sitja í 10 sæti deildarinnar með sjö stig. ÍBV er í fjórða sæti með 15 stig en bæði lið hafa leikið […]
Komust ekki áfram – Þökk sé dönskum dómurum

ÍBV er dottið úr Evrópukeppninni eftir jafntefli í seinni leik gegn Krems frá Austurríki 32:32. Leikið var í Vestmannaeyjum en fyrri leiknum lauk með 30:28 sigri Austurríkismanna. Eyjamenn þurftu því að vinna með þremur mörkum til að komast áfram. Sú varð ekki reyndin sem má þakka eða ekki þakka dómurum dönskum sem höfðu allt aðra […]
Evrópuleikur í Eyjum

ÍBV tekur í dag á móti austurríska handknattleiksliðið Förthof UHK Krems í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppni karla í handknattleik. Fyrri leiknum í Austurríki lauk með tveggja marka sigri Krems 30-28 en ÍBV leiddi í hálfleik 10-13. Það er því ljóst að ÍBV á ágætis möguleika á því að krækja sér í sæti […]
Efnilegir markaskorarar

Fyrstu lotu var að ljúka í 3. og 4. flokki karla og kvenna í handbolta HBStatz hefur tekið saman hvaða leikmenn hafa verið iðnir við að skora það sem af er vetri. HBStatz er samstarfsaðili HSÍ og er innsláttar- og greiningarkerfi fyrir tölfræði í handbolta. Kerfið er hugsað fyrir þjálfara, fjölmiðla og handboltaáhugafólk almennt. ÍBV á tvo fulltrúa á lista þeirra […]
ÍBV-HK í dag

Það er nóg að gera hjá ÍBV strákunum þessa dagana en í kvöld fá þeir HK í heimsókn kl. 18:30. Lið HK er í áttunda sæti Olísdeildarinnar með sjö stig en ÍBV í því fjórða með 13 stig en bæði liðin hafa leikið 10 leiki. Framundan er svo seinni leikurinn í Evrópubikar á móti Krems […]
Evrópubikarkeppnin heldur áfram í dag

Handboltastrákarnir eru komnir til Austurríkis þar sem ÍBV liðið tekur þátt í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar í kvöld. ÍBV mætir austurríska liðinu Krems kl. 18:00 á íslenskum tíma, hægt verður að horfa á leikinn á meðfylgjandi hlekk. https://fan.at/handball/videos/655f7123474e4528cad04d38 Heimaleikur ÍBV gegn Krems verður síðan 2. desember. (meira…)
Tvær Eyjakonur í meðal 20 markahæstu í Þýskalandi

Landsliðs- og Eyjakonurnar Díana Dögg Magnúsdóttir og Sandra Erlingsdóttir eru á meðal 20 markahæstu í þýsku 1. deildinni í handknattleik að loknum átta umferðum. Frá þessu er greint í frétta á vefnum Handbolti.is. Hlé hefur verið gert á keppni í deildinni vegna heimsmeistaramótsins sem hefst undir lok mánaðarins og þráðurinn tekinn upp á nýjan leik […]