Hörður Orri nýr framkvæmdastjóri Herjólfs

Staða framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. var auglýst laus til umsóknar á dögunum og var umsóknarfrestur til og með 5. desember sl. Samkvæmt auglýsingunni hefur framkvæmdastjóri Herjólfs umsjón með stjórnun og rekstri félagsins í samvinnu við stjórn Herjólfs ohf. Alls sóttu 38 einstaklingar um starfið; 4 konur og 34 karlar. Stjórn Herjólfs ohf. þakkar þeim sem sóttu […]
38 sóttu um stöðu framkvæmdastjóra Herjólfs

Alls sóttu 38 um stöðu framkvæmdastjóra Herjólfs. Stjórn vinnur nú við að fara yfir umsóknir og meta og mun það taka einhvern tíma. Það má þó búast við frekari fréttum í vikunni samkvæmt svari frá Arnari Péturssyni stjórnarformanni Herjólfs OHF til Eyjafrétta. Samkvæmt upplýsingalögum er stjórn heimilt að birta lista yfir umsækjendur en ekki skylt að gera það. Eyjafréttir […]
Hver verður næsti framkvæmdastjóri Herjólfs?

Á miðnætti rennur út umsóknarfrestur um stöðu framkvæmdastjóra Herjólfs. Nýr framkvæmdastjóri mun taka við af Guðbjarti Ellert Jónssyni sem lætur af störfum. Um er að ræða spennandi og mikilvægt starf yfir helsta hagsmunamáli íbúa í Vestmannaeyjum, rekstri samgangna. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Eyjafrétta er Grímur Gíslason fyrrverandi stjórnarformaður Herjólfs ohf. á meðal umsækjanda. En skemmst er […]
Gjaldskrá Herjólfs mun hækka frá og með 1. desember

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur náðst samkomulag milli samninganefndar Herjólfs ohf. og Vegagerðarinnar um drög að samningi um rekstur Herjólfs ohf. næstu árin. Unnið er að því að ljúka við gerð hins formlega samnings. Rekstur og fjárhagur félagsins hefur verið þungur á þessu ári og hefur covid -19 haft mikil áhrif þar […]
Lykilatriði að tryggja ferðatíðni og opnunartíma þjóðvegarins

Bæjarráð hélt í gær aukafund til þess að ræða stöðu samningaviðræðna við Vegagerðina um rekstur Herjólfs ohf. Á fundinn mættu fulltrúar samningnefndar Herjólfs, þeir Arnar Pétursson, Guðlaugur Friðþórsson og Páll Guðmundsson, ásamt framkvæmdastjóra Herjólfs, Guðbjarti Ellerti Jónssyni. Jafnframt komu á fundinn bæjarfulltrúarnir Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Trausti Hjaltason. Haldnir hafa verið fimm fundir í samninganefndinni. […]
Hvers vegna Herjólf heim?

Mannskynssagan geymir fjölda dæma um þjóðir og þjóðabrot sem hafa sem hafa sökum deilna um samgöngur og yfirráð yfir samgönguleiðum endað í margháttuðum átökum og deilum. Flestar Evrópskar stórborgir byggðust t.a.m. upp á svæðum þar sem gott aðgengi var að vatni til áveitu vegna landbúnaðarframleiðslu og enn fremur að til staðar væru góðar samgöngur svo […]
Engin viðbrögð frá ráðuneytinu vegna fjárhagsstöðu Herjólfs

Þann 17. ágúst síðast liðinn átti bæjarráð fund með samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu vegna fjárhagsstöðu Herjólfs ohf. þar sem meðal annars var kynnt lögfræðiálit er varðar greiðslur ríkisins vegna grunnvísitölu og öryggismönnunar á skipinu. Á þeim þremur vikum sem liðnar eru frá fundinum hafa engin önnur viðbrögð komið frá ráðuneytinu við erindi bæjarins en að svarið […]
Telja ríkið ekki standa við þjónustusamning

Bæjarráð kom saman í dag til þess að ræða stöðuna hjá Herjólfi ohf., eftir ákvörðun stjórnar og framkvæmdastjóra félagsins um uppsagnir á starfsfólki til þess að ráðast í endurskipulagningu félagsins. Framlög 200 milljónum lægri Þann 17. ágúst sl. átti bæjarráð fund með samgönguráðherra og vegamálastjóra til að fara yfir alvarlega fjárhagsstöðu Herjólfs ohf. Á fundinum […]
Öllum sagt upp á Herjólfi

Rétt í þessu lauk starfsmannafundi hjá Herjólfi ohf. Samkvæmt heimildum Eyjafrétta var þar tilkynnt um uppsögn allra starfsmanna félagsins. Þar kom einnig fram að allir starfsmenn hafa þriggja mánaðar uppsagnarfrest og verður þjónusta skipsins því óskert til 1. desember næstkomandi. Von er á tilkynningu frá félaginu um málið. Ekki náðist í Guðbjart Ellert Jónsson framkvæmdastjóra […]
Ljótur leikur með brýna hagsmuni Eyjamanna

Alvarleg stað Herjólfs ohf. hefur verið til umræðu undanfarið vegna mikils tekjufalls í kjölfar Covid-19. Einnig er það ljóst að ríkið hefur ekki verið að greiða samkvæmt þjónustusamningi vegna öryggismönnunar og fleiri þátta. Þeim kröfum er haldið fast að ríkinu. Staðan er sú að í heildina vantar um 400 milljónir inn í rekstur Herjólfs ohf. […]