Líflegar umræður um samgöngumál

Lífleg umræða um samgöngumál fór fram á fundi bæjarstjórnar í vikunni. Bæjarstjóri fór yfir fund sem bæjarfulltrúar áttu með Vegagerðinni um stöðuna í Landeyjahöfn, vinnu við útboð á dýpkun Landeyjahafnar, hugmyndir að föstum dælubúnaði og stöðu á úttektar á Landeyjahöfn. Harma forystuleysi Bæjarfulltrúar D-lista lögðu þá fram eftirfarandi bókun. “Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma forystuleysið sem einkennir […]
Ekkert út að gera

Enn eru götur ófærar í Vestmannaeyjum. Starfsmenn bæjarins eru byrjaðir að ryðja en töluvert er af föstum bifreiðum víðsvegar um bæinn. Lögreglan biðlar því til íbúa um að vinsamlegast að vera ekki á ferðinni svo unnt sé að hreinsa göturnar en það tefur ferlið töluvert að bifreiðar séu fastar og fyrir snjóruðningstækjum. Ákveðið hefur verið […]
Seinni ferð Herjólfs fellur niður

Tekin hefur verið sú ákvörðun að fella niður seinni ferð dagsins til Þorlákshafnar vegna veðurs og sjólags. Bæði þrengslin og heiðin eru lokuð og opna ekki fyrr en á morgun. Suðurstrandarvegurinn er opin, en færðin er ekki góð og gæti hann lokast von bráðar. Ákvörðum sem þessi er alltaf tekin með hagsmuni farþega og áhafnar […]
Fresta brottför vegna ófærðar á vegum

Brottför Herjólfs kl. 10:45 frá Þorlákshöfn hefur verið frestað til kl. 11:30 í ljósi þess að bæði þrengslin og heiðin eru lokuð. Bent er á í tilkynningu frá Herjólfi að Suðurstrandarvegurinn er opinn sem stendur. Þeir farþegar sem ætla sér að nýta sér ferðina kl. 11:30 eru beðnir um að leggja tímalega af stað og […]
Sjö ferðir á dag frá 1. mars

Frá og með 1.mars næstkomandi verða sigldar 7 ferðir daglega til Landeyjahafnar. þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi: “Fyrirséð endalok heimsfaraldurs sem fylgt hefur rekstri Herjólfs ohf. í í 23 mánuði af þeim 34 sem félagið hefur verið í rekstri ásamt góðri rekstrarniðurstöðu síðasta árs eftir fjárhagslega endurskipulagningu í kjölfarið á nýjum þjónustusamningi við Vegagerðina, gera […]
Herjólfur siglir ekki í tvo sólarhringa í það minnsta

Tekin hefur verið sú ákvörðun að Herjólfur sigli ekki á mánudag né þriðjudag vegna yfirvofandi ofsaveðurs. Spáð er rauðri viðvörun á Suðurlandi, suðaustan 23-30 m/s með snjókomu og skafrenningi. Gera má ráð fyrir að vegir verði lokaðir til og frá Þorlákshöfnn. Einnig spáir yfir 10 metra ölduhæð á siglingaleið. “Ákvörðun sem þessi er alltaf tekin […]
Sigla til Landeyjahafnar á háflóði

Herjólfur stefnir á að sigla til Landeyjahafnar á háflóði samkvæmt eftirfarandi áætlun. Ef gera þarf breytingu á áætlun, gefum við það frá okkur um leið og það liggur fyrir. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Herjólfur sendi frá sér eftir hádegi. Fimmtudagur 3.febrúar Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 17:00 og 19:00 Brottför frá Landeyjahöfn kl.: 18:00 […]
Hvað gerðist?

Flugið Á kjörtímabilinu lagðist flug af og er í dag skugginn af því sem áður var, eitthvað sem sjá hefði mátt fyrir en fékk að gerast með lítilli viðspyrnu. Nú mörgum mánuðum síðar sitjum við uppi með 1 ferð á dag 2-3 daga í viku sem er mikil afturför og þjónar því miður fáum. Eftir […]
Áhugi fyrir að skipta á skipum

Áhugi er fyrir því að kaupa frá Færeyjum til Íslands ferjuna Teistuna, sem sl. tuttugu ár hefur verið notuð til siglinga til Sandeyjar frá Skopun á Sandey, skammt frá Þórshöfn. Frá þessu var greint í gær á vef Kringvarps, sem er ríkisútvarpið í Færeyjum og mbl.is segir frá. Í fréttinni eru þessar fyrirætlanir sagðar tengjast því að […]
Skipstjóri á Herjólfi sigldi eftir að réttindi runnu út

Skipstjóri hjá Herjólfi hefur fengið áminningu í starfi og verið lækkaður í tign, eftir að athugasemd og kvörtun barst um óeðlileg vinnubrögð af hans hálfu. Þetta staðfestir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. við fréttastofu RÚV. Lögskráningu skipsins var ábótavant, þar sem skipstjórinn hélt áfram að sigla eftir að atvinnuréttindi hans runnu út fyrir jól. […]