Niðurgreiðsla ríkisins hækkar

HS_veitur_24_20240226_144125

Niðurgreiðsla ríkisins á vatni frá kyntum hitaveitum hækkar frá og með 1. október og á það við um viðskiptavini HS Veitna í Vestmannaeyjum. Í tilkynningu á vefsíðu fyrirtækisins segir að áskoranir hafi verið í rekstrinum tengt auknum orku- og flutningskostnaði til framleiðslunnar. Segir ennfremur að yfir 90% af kostnaði við heitavatnframleiðslu séu orkukaup og hefur […]

80% hækkun á Eyjamenn á fimm árum

Sjóvarmadælan02

Rafkyntar fjarvarmaveitur, sem nota rafmagn eða eldsneyti til að hita vatn til sölu um dreifikerfi veitunnar, eru reknar af Orkubúi Vestfjarða, RARIK á Seyðisfirði og HS Veitum í Vestmannaeyjum. Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins lagði fram fyrirspurn í byrjun sumars um húshitunarkostnað, gjaldskrá veitufyrirtækja og breytingu á gjaldskrá hjá rafkyntum veitum til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. […]

Högnuðust um tæpan hálfan milljarð á fyrri hluta árs

HS_veit_bill_logo_24_IMG_4443_min

Árshlutareikningur HS Veitna hf. fyrir fyrri hluta ársins 2024 var samþykktur á fundi stjórnar í síðasta mánuði. Heildarhagnaður á fyrri hluta ársins 2024 var 497 m.kr. á móti hagnaði á sama tímabili árið 2023 upp á 316 m.kr. EBITDA var á fyrri helmingi ársins 2024 1.881 m.kr. (35,48%) á móti 1.877 m.kr. (37,8%) á sama […]

Hafa undirritað viljayfirlýsingu um neysluvatnslögn

Tjón á neysluvatnslögn var til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni. Fram kom að Vestmannaeyjabær og HS Veitur hafa undirritað viljayfirlýsingu um úrlausn ágreinings sem verið hefur upp um um ýmis atriði er varða viðgerðir og endurnýjun á vatnslögn til Vestmannaeyjabæjar ásamt undirbúningi að mögulegri innlausn Vestmannaeyjabæjar á vatnsveitu í Vestmannaeyjum. Vestmannaeyjabær þar að skipa […]

Viljayfirlýsingu um vatnslögn að vænta

Tjón á neysluvatnslögn var til umræðu á fundi bæjarráðs í gær en fulltrúar Vestmannaeyjabæjar hafa, í samstarfi við HS Veitur, átt fund með fulltrúum útgerðar Hugins VE þar sem leitast var eftir frekari bótagreiðslum til að tryggja skaðleysi íbúa Vestmannaeyjabæjar sem notendur vatnsveitunnar, vegna tjónsins sem varð á lögninni. Málið skýrist vonandi á næstu dögum. […]

Tveir nýir rafstrengir til Vestmannaeyja

Á næstu áratugum er fyrirsjáanleg verulega aukin eftirspurn raforku í Vestmannaeyjum og hafa Landsnet, ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála, Vestmannaeyjabær, HS Veitur og aðilar úr atvinnulífinu í Vestmannaeyjum skrifað undir viljayfirlýsingu um aukið afhendingaröryggi og leiðir í átt að fullum orkuskiptum. Til að fylgja eftir stefnu stjórnvalda þegar kemur að orkuskiptum hafa allir sem komu […]

HS-veitur bregðast Eyjamönnum

HS-veitur hafa tilkynnt bæjaryfirvöldum í Vestmannaeyjum að fyrirtækið ætli að hætta að þjónusta bæinn með neysluvatn, þrátt fyrir að fyrirtækið eigi vatnsveituna og beri skylda til að veita umrædda þjónustu. Fyrirtækið leggur áherslu á að bærinn leysi til sín vatnsveituna. Þetta er enn eitt áfallið í vatnsveitumálum Eyjamanna. Viðbrögð bæjarstjóra eru réttmæt og eðlileg. Svo […]

HS Veitur vilja stökkva frá borði – Hafa hagnast vel

„HS Veitur (áður Hitaveita Suðurnesja) hafa frá árinu 2002 rekið vatnsveituna í Vestmannaeyjum á grundvelli heimildar í lögum um vatnsveitur sveitarfélaga, en um er að ræða skylduverkefni Vestmannaeyjabæjar samkvæmt fyrrgreindum lögum. Er jafnframt fjallað um að það í lögunum að það sé forsenda samnings sveitarfélags að unnt sé að tryggja notendum vatn á viðráðanlegu verði,“ […]

Ágreiningur milli Vestmannaeyjabæjar og HS Veitna

Tjón á neysluvatnslögn var til umræðu á fundi bæjarstjórnar í liðinni viku. Fram koma að ágreiningur er á milli Vestmannaeyjabæjar og HS Veitna um þær skyldur og ábyrgð sem HS Veitur bera á viðgerð og viðhaldi vatnslagnarinnar, skv. samningum og lögum þar að lútandi. Tekið skal fram að þessi ágreiningur hefur ekki haft áhrif á […]

Lekaleit í Vestmannaeyjum

Þar sem neðansjávarvatnslögnin fyrir neysluvatn er mikið löskuð og lýst hefur verið yfir hættustigi Almannavarna er mikilvægt að undirbúa þann möguleika að lögnin gefi sig. Liður í því er að huga að vatnssparnaði með það að markmiði að neysluvatnsbirgðir dugi sem lengst hætti lögnin að skila vatni til Eyja. Þetta kemur fram í frétt á […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.