HS-veitur bregðast Eyjamönnum
7. febrúar, 2024
Birgir Þórarinsson, þingmaður.

HS-veitur hafa tilkynnt bæjaryfirvöldum í Vestmannaeyjum að fyrirtækið ætli að hætta að þjónusta bæinn með neysluvatn, þrátt fyrir að fyrirtækið eigi vatnsveituna og beri skylda til að veita umrædda þjónustu. Fyrirtækið leggur áherslu á að bærinn leysi til sín vatnsveituna. Þetta er enn eitt áfallið í vatnsveitumálum Eyjamanna. Viðbrögð bæjarstjóra eru réttmæt og eðlileg. Svo virðist sem HS-veitur séu að reyna að koma sér undan skyldum sínum sem byggjast á samningi og lögum. Vísbendingar eru um að fyrirtækið vilji ekki standa að frekari útgjöldum sem framundan eru vegna skemmda á vatnslögninni. Fyrirtækið hefur m.a. komið því á framfæri við bæjaryfirvöld að það „henti ekki fyrirtækinu að fara í slíkar framkvæmdir“.

HS- veitur hafa staðið í ströngu undanfarið ekki síst vegna náttúruhamfara í Grindavík og fyrirbyggjandi aðgerða tengdum frekari náttúruhamförum á Reykjanesi. Ekki skal dregið úr mikilvægi þeirra starfa. Skiljanlega mun þetta hafa áhrif á afkomu fyrirtækisins og rýra möguleika þess til að skila arði til eigenda sinna. Hafa ber þó í huga að á Reykjanesi hefur ríkissjóður greitt fyrirtækinu fyrir verk sem það hefur unnið og tengjast náttúruhamförunum.

Réttindum fylgja skyldur

HS-veitur eru í helmings eigu einkaaðila á móti Reykjanesbæ og hefur skilað hagnaði í mörg ár og nemur hann tæpum 5,2 milljörðum króna sl. fimm ár. Ársreikningur 2023 liggur ekki fyrir. Einkavæðing HS veitna á sínum tíma var umdeild. Fyrirtækið hefur m.a. beitt aðferð við að færa eigendum þess arð án þess að þurfa að greiða skatt af upphæðinni. Það hefur verið gert með því að greiða út úr fyrirtækinu til hluthafa og lækka hlutafé. Síðustu fimm ár hefur fyrirtækið keypt eigin bréf fyrir 3,8 milljarða króna og þar með aukið verðmæti eigenda þess. Skynsamara hefði verið að leggja fjármunina til hliðar í varasjóð svo mæta megi óvæntum áföllum.

Sendir reikninginn á Eyjamenn

HS-veitur standa nú skyndilega frammi fyrir óvæntum útgjöldum og áskorunum. Í stað þess að mæta þeim, eins og vænta mætti  af veitufyrirtæki og standa við skuldbindingar sínar, ákveður stjórnin að stökkva frá borði og senda reikninginn á Eyjamenn. Full ástæða er til að hafa áhyggjur af þessu útspili fyrirtækisins. Þar sem fyrirtækið hefur einkarétt á veitingu  grunnþjónustu sem þúsundir heimila á suður- og suðvestur horni landsins geta ekki verið án. Mikilvægt er að stjórnendur fyrirtækisins hafi í huga að þessum réttindum fylgja skyldur.

Stjórnvöld verða að beita sér í máli Eyjamanna. Ekki verður unað við áform fyrirtækisins. Mál þetta getur valdið efasemdum um að fyrirtækið sé reiðubúið að standa við skuldbindingar sínar í óvæntum áföllum almennt. Ekkert skal um slíkt fullyrt hér en sporin í Eyjum hræða óneitanlega.

Síðan er sjálfstætt umhugsunarefni t.d. fyrir löggjafann hvort að eignarhald fyrirtækisins henti yfir höfuð í grunnþjónustu í ljósi þessa máls í Eyjum og í því óvissa umhverfi sem við búum við um þessar mundir, eins og á Reykjanesi.

Birgir Þórarinsson
Höfundur er alþingismaður Suðurkjördæmis.

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 2tbl 2025
2. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst