Augnlæknastofan í Vestmannaeyjum – undirritun starfssamnings

Föstudaginn 5. Mars 2021 var undirritaður í húsnæði augnlæknastofu Sjónlags hf í Reykjavík samstarfssamningur milli HSU í Vestmannaeyjum og Sjónlags hf um rekstur augnlæknastofu í húsnæði HSU í Vestmannaeyjum. Þetta er stórt skref til að bæta aðgengi að heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Stjórnvöld komu að verkefninu með veglegum styrk út frá nýsköpunargildi og nútímavæddri augnlæknaþjónustu og […]

HSU tekur við rekstri Hraunbúða

Bæjarstjóri greindi frá fundi sem fulltrúar Vestmannaeyjabæjar og lögmaður áttu með fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins og forstjóra Sjúkratrygginga á fundi bæjarráðs í gær. Á fundinum var fulltrúum Vestmannaeyjabæjar tilkynnt að HSU myndi taka við rekstri Hraunbúða 1. apríl. Bæjarstjóri mun óska eftir að eiga fund með forstjóra HSU í dag fimmtudag, til að ræða framhaldið. Bæjarráð ræddi […]

Bólusetning við Covid-19 á áætlun í Eyjum

Bólusetningar við Covid í Vestmannaeyjum ganga samkvæmt áætlun og í þessari viku er áætlað að ljúka bólusetningum fyrir 80 ára og eldri.  Það eru einstaklingar sem eiga lögheimili í Vestmannaeyjum og eru fæddir 1941 eða fyrr.   Ef ekki hefur náðst í einstaklinga í þeim hópi , sem óska eftir bólusetningu eru þeir/aðstandandur beðnir um að […]

Nýtt fjármögnunarkerfi heilsugæslu á landsbyggðinni

Um síðustu áramót tók gildi nýtt fjármögnunarlíkan fyrir heilsugæslu á landsbyggðinni. Þetta er liður í að innleiða þjónustutengda fjármögnun heilbrigðisþjónustu um allt land í samræmi við Heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Nýja kerfið byggist í meginatriðum á sömu þáttum og liggja til grundvallar fjármögnunarlíkans heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu sem innleitt var árið 2017 og hefur gefið góða raun. […]

Ískaldar kveðjur til starfsmanna Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands

Enn og aftur eru það starfsmenn í ræstingu og nú einnig í þvottahúsi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) sem verða fyrir barðinu á uppsögnum vegna „hagræðingar“. Afl starfsgreinafélag, Báran, stéttarfélag,  Drífandi stéttarfélag og Verkalýðsfélag Suðurlands mótmæla fyrirhuguðum uppsögnum á ræstingafólki og starfsmönnum í þvottahúsi hjá HSU. Réttindi og kjör þeirra starfsmanna sem munu verða ráðnir í þessi […]

Ný rannsóknartæki á Selfossi og í Vestmanneyjum

Rannsóknastofa HSU á Selfossi hefur í rúm 10 ár verið samtengd rafræna rannsóknakerfinu Flexlab sem LSH heldur utan um og er nú tengd við flestar rannsóknastofur á landinu. Rannsóknarstofan í Vestmannaeyjum hefur ekki búið við þann kost þar sem tækjabúnaðurinn hefur ekki stutt við þessar tengingar. Þetta kemur fram í frétt á vef HSU. Bein […]

Hreyfiseðill – hvað er það?

Átt þú erfitt með að bæta reglulegri hreyfingu í þinn lífsstíl? Þjáist þú af heilsufarsvandamáli sem hreyfing gæti haft jákvæð áhrif á? Þá gæti hreyfiseðill hentað þér vel. Hreyfingarleysi er meðal áhrifaþátta algengra og alvarlegra sjúkdóma. Hreyfiseðill er meðferðarúrræði við sjúkdómum eða einkennum þeirra sjúkdóma sem vitað er að regluleg hreyfing getur haft umtalsverð jákvæð […]

Nýtt skipurit við HSU

Nýtt skipuriti HSU tekur gildi þ. 1. febrúar næstkomandi og hefur það verið kynnt heilbrigðisráðherra, sbr. 11.gr. laga um heilbrigðisþjónustu. Breytingarnar eru unnar í samráði við framkvæmdastjórn HSU. Meðfylgjandi mynd sýnir skipurit stofnunarinnar, en starfseminni er nú skipt upp í fjögur svið: sjúkrahússvið, heilsugæslu- og forvarnarsvið, fjármálasvið og mannauðssvið. Stjórnskipulag HSU hefur í grunninn verið […]

Augnlækningar stranda á Sjúkratryggingum Íslands

Á fundi bæjarrás í síðustu viku greindi bæjarstjóri frá stöðu mála hvað varðar augnlæknisþjónustu í Vestmannaeyjum. Samningsgerð milli Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, þjónustuaðila og Sjúkratrygginga Íslands mun vera nánast lokið, en svo virðist sem lokahnykkurinn strandi á Sjúkratryggingum Íslands og því mikil hætta á að tímafrestur varðandi fjármögnunarloforð renni út áður en samningur klárast. Bæjarráð hvetur samningsaðila […]

Bólusetning hefst eftir hádegi

Bólusetning í Vestmannaeyjum með bóluefni Pfizer/BioNTech við kórónuveirunni hefst klukkan 13:00 í dag á Hraunbúðum en bóluefnið kom til Vestmannaeyja með fyrstu ferð Herjólfs í morgunn. Þetta staðfesti Guðný Bogadóttir yfirhjúkrunarfræðingur hjá HSU í samtali við Eyjafréttir. „Þetta eru 11 glös sem við fáum en í glasinu eru 5-6 skammtar það kemur endanlega í ljós […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.