Áformaðar uppsagnir við HSU

Einstaklingum sem starfa við ræstingar við Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum verður sagt upp störfum. Díana Óskarsdóttir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafði þetta að segja þegar leitað var eftir svörum. „HSU er að leita leiða til hagræðinga í rekstri. Að okkar mati munu þær leiðir sem eru í skoðun ekki þurfa hafa  áhrif á starfsmöguleika í Vestmannaeyjum. […]

Sýnatökur fyrir COVID-19

  Á laugardaginn (9. maí) verður aftur boðið upp á sýnatökur í Vestmannaeyjum m.t.t. COVID-19 í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu. Um er að ræða rannsókn þar sem tekin eru blóðsýni og háls- og nefkoksstrok. Tilgangurinn er m.a. að skoða hversu margir hafa tekið smit, þ.e.a.s. myndað mótefni gegn veirunni sem veldur COVID-19. Allir sem vilja […]

Tilslökun á samkomubanni og næstu skref

Sumarið heilsar okkur með bros á vör. Veðrið hefur verið einstakt á Suðurlandi síðustu daga og hefur það svo sannarlega áhrif á andlega líðan. Það minnir okkur líka á að hafa alltaf hugfast það góða sem lífið hefur upp á að bjóða. Í dag tekur gildi tilslökun á samkomubanni síðustu vikna og nú mega 50 […]

Með jákvæðni hafa látið hlutina ganga sem allra best

Við stöndum öll frammi fyrir vægast sagt sérstöku ástandi í þjóðfélaginu. Samkomubann hefur staðið yfir síðan 15. mars og mun það vara a.m.k. til 4. maí n.k.  Þetta er áhrifarík leið til að hefta útbreiðslu COVID-19 veirunnar. Ástandið sem við glímum við reynir á allt samfélagið og við sjáum ekki alveg fyrir okkur hvenær við […]

Rúmlega eitt þúsund Eyjamenn í skimun

Skimun­ vegna kór­ónu­veirunn­ar hófst á bíla­stæðinu við íþrótta­miðstöðina í Vestmannaeyj­um klukk­an 10 í morg­un og hef­ur verið nóg að gera. Rúm­lega eitt þúsund manns hafa bókað sig í skimun í Vest­mann­eyj­um á næstu þrem­ur dög­um. Þetta kemur fram í frétt á vef mbl.is. Spurður út í þá sem hafa smit­ast seg­ir Hjört­ur að sum­ir fá […]

Sérstakir tímar í COVID-19 skimun fyrir einstaklinga í sóttkví

Boðið verður upp á sérstaka COVID-19 skimun fyrir alla einstaklinga sem eru í sóttkví í Vestmannaeyjum eða eru að útskrifast úr henni. Sérstakir tímar eru í boði fyrir þennan hóp á morgun. Flestir í sóttkví hafa fengið sms varðandi þetta. Ef einstaklingar í sóttkví hafa þegar pantað tíma á föstudag eða laugardag þá eru viðkomandi […]

Hugleiðingar í miðjum heimsfaraldri

  Óvissa og hraðar breytingar eru eru líklegar til að valda okkur óöryggi og ótta. Stöðugur fréttaflutningur og öflugt viðbragð stjórnvalda víða um heim fer ekki fram hjá neinum og styður hugmyndir um að alvara sé á ferð. Eðlilega skynjum við aukna spennu og varkárni en það hjálpar að búa við traust almannavarnakerfi og hafa […]

Varðandi sýnatökur v. COVID-19

Sýnataka fer fram núna eftir hádegi í dag hjá þeim sem sendu inn svör við spurningalista v. COVID-19 sem kynntur var á vefmiðlum í Eyjum í gær. Nokkrir einstaklingar sem tóku þátt höfðu ekki samband eða hugsanlega reyndu að hafa samband. Vegna bilunar í símakerfi var ekki unnt að ná sambandi í gegnum símanúmerið 432-2500.  […]

Tveir starfsmenn á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum smitaðir

Tveir starfsmenn HSU, sem starfa á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum eru smitaðir af COVID-19 og nokkrir komnir í sóttkví. Þetta staðfestir Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í samtali við Vísir.is Díana segir mikið álag á starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurlands eins og á öðrum heilbrigðisstofnunum vegna Covid 19 veirunnar. Sjálf hefur hún fengið eldskírn því hún er ný […]

Þrettán í sóttkví í Vestmannaeyjum

Hjörtur Kristjánsson framkæmdastjóri lækninga við Heilbrigðisstofnun Suðurlands sendi frá sér í gærkvöldi upplýsingar um stöðuna á Kórónaveirunni. Þar kemur fram að 13 einstaklingar eru í sóttkví í Vestmannaeyjum. Enginn með staðfest smit hafa komið upp í Vetmannaeyjum enn sem komið er. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.