Sjópróf vegna vatnsleiðslunnar hafin

Sjópróf vegna skemmda á vatnsleiðslu til Vestmannaeyja hófust í Vestmannaeyjum í morgun. Miklar skemmdir urðu á 50 metra kafla á leiðslunni þegar Huginn VE festi akkeri í henni í nóvember. Frá þessu er greint á RÚV.is. Þar segir að sjópróf séu haldin fyrir héraðsdómi og geta ýmsir krafist þeirra. Til dæmis rannsóknanefnd samgönguslysa, eigandi skips, […]

YFIRLÝSING FRAMKVÆMDASTJÓRA VSV VEGNA ÁLYKTUNAR VERÐANDA

Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, hefur sent frá sér yfirlýsingu í tilefni þess að stjórn og aðalfundur Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðanda samþykkti að lýsa yfir „vanþóknun á hendur framkvæmdastjóra og hluta stjórnar Vinnslustöðvarinnar“ vegna starfsloka skipstjórnarmanna á Hugin VE-55. Framkvæmdastjórinn vill koma eftirfarandi á framfæri að gefnu þessu tilefni: 1. Skoðun Vinnslustöðvarinnar á upptökum úr […]

Þrettán framúrskarandi í Vestmannaeyjum

Í 13 ár hefur Creditinfo unnið greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitt Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn. Framúrskarandi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að vera stöðug fyrirtæki sem byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag allra. Framúrskarandi fyrirtæki í sem skráð eru í Vestmannaeyjum eru alls 13 í ár og hefur fjölgað um […]

Loðnukvóti VSV & Hugins minnkar um 9.000 tonn

Hafrannsóknastofnun leggur til að heildarkvóti kvóti verði minnkaður um 100.000 tonn. Það þýðir að samanlagður kvóti Vinnslustöðvarinnar og Hugins minnkar um 9.000 tonn. Út af standa því um 36.000 tonn af heimiluðum kvóta fyrirtækjanna. Vinnslustöðin hefur hætt loðnuveiðum í bili. Gert er ráð fyrir frekari mælingum á loðnu í næstu viku og beðið er tíðinda […]

Huginn á leið til Eyja með fyrstu loðnuna, aðalvél Kap ekki komin í lag

Huginn er lagður af stað af miðunum fyrir norðan land með fyrstu loðnuna til Vestmannaeyja. Skipið er væntanlegt til hafnar seint í kvöld eða í nótt með um 1.800 tonn til bræðslu. Ísleifur er áfram að veiðum norður af Langanesi, kominn með um 1.300 tonn og heldur að líkindum heim á leið í kvöld. Þá […]

Ellefu framúrskarandi fyrirtæki í Vestmannaeyjum

44 fyrirtæki af 853 á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki eru staðsett á Suðurlandi, eða rúm 5 prósent. Athygli vekur að fjórðungur þessara fyrirtækja, 11 alls, eru í Vestmannaeyjum, en þau skipa líka þrjú af fimm efstu sætum listans á Suðurlandi. Næst á eftir Vestmannaeyjum í fjölda fyrirtækja á listanum er svo Selfoss með 10 […]

Góð makrílveiði í Smugunni þessa sólarhringana

Huginn VE kom úr Smugunni með alls um 1.300 tonn af ferskum og frosnum makríl sem verið er að landa í Eyjum. Kap VE er á miðunum og gert er ráð fyrir að skipið leggi af stað heimleiðis í kvöld eða á morgun með fullfermi, um 800 tonn. Ísleifur VE er um það bil að […]

Samruni Vinnslustöðvarinnar og Hugins samþykktur

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna Vinnslustöðvarinnar hf. og Hugins ehf. og segir að kaup VSV á Hugin feli í sér „samruna í skilningi samkeppnislaga.“ Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins er svohljóðandi, dagsett, 11. mars 2021: Í  máli þessu er samruni Vinnslustöðvarinnar og Hugins til skoðunar í samræmi við ákvæði samkeppnislaga. Taka þarf til skoðunar hvort samruninn hindri virka samkeppni […]

Vinnslustöðin hf. kaupir útgerðarfyrirtækið Hugin

Vinnslustöðin hf. hefur keypt Huginn ehf., útgerðarfélag í Vestmannaeyjum sem gerir út fjölveiðiskipið Hugin VE-55, ásamt aflaheimildum í síld, loðnu, kolmunna og makríl. Kaupsamningur var undirritaður í Eyjum á föstudaginn var, 29. janúar. Kaupverðið er trúnaðarmál kaupenda og seljenda. Vinnslustöðin átti fyrir 48% hlut í Hugin en á nú félagið allt og hyggst starfrækja það […]

Rúm 6000 tonn af loðnukvóta til Eyja

Samkvæmt reglugerð nr. 60/2021 um loðnuveiðar íslenskra skipa á vetrarvertíð 2021, hefur Fiskistofa úthlutað 19.043 tonnum af loðnu á grundvelli aflahlutdeilda. Af þessum rúmlega nítján þúsund tonnum renna 6.154 tonn til Útgerða í Vestmannaeyjum. Í samræmi við 1. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 726/2020 eru 5,3% dregin frá úthlutununum. Skiptingu aflamarks má sjá hér að neðan: (meira…)