Slegist á Selfossi

Í kvöld fara fram þrír leikir í Bestu-deild kvenna. ÍBV mætir liði Selfoss á Jáverk-vellinum á Selfossi kl. 18:00, en liðin tvö sitja saman í síðasta sæti deildarinnar með aðeins 7 stig eftir níu leiki í sumar. Leikir dagsins í Bestu-deild kvenna: 18:00 Selfoss-ÍBV (JÁVERK-völlurinn) 19:15 Keflavík-Tindastóll (HS Orku völlurinn) 19:15 FH-Þróttur R. (Kaplakrikavöllur) (meira…)
Mæta Valsmönnum í dag

Í dag fara fram þrír leikir í Bestu-deild karla. ÍBV fær Val í heimsókn á Hásteinsvöll, en sem stendur eru Valsmenn í öðru sæti deildarinnar með 26 stig og ÍBV í því ellefta og næst neðsta með 10 stig. Leikir dagsins í Bestu-deild karla: 14:00 ÍBV-Valur (Hásteinsvöllur) 17:00 KR-KA (Meistaravellir) 19:15 Víkingur R.-Stjarnan (Víkingsvöllur) (meira…)
ÍBV sektað vegna ummæla formanns

Á fundi aga- og úrskurðarnefndar Knattspyrnusambands Íslands sl. 23. júní var ákveðið að sekta ÍBV um hundrað þúsund krónur vegna opinberra ummæla Daníels Geirs Moritz, formann knattspyrnudeildar ÍBV. Í greinargerð Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, sem tekin var fyrir kemur fram að málið varði ósæmileg opinber ummæli og myndskeið sem birt voru af hálfu formannsins. Hafi […]
Strákarnir taka á móti HK í dag

ÍBV tekur á móti HK í tíundu umferð Bestu deildarinnar á Hásteinsvelli í dag kl 18.00. ÍBV er í neðsta sæti deildarinnar sem stendur með sex stig. ÍBV tapaði 2-1 gegn Fylki í síðustu umferð á loka mínútum leiksins. Strákarnir þurfa á stuðningi að halda. Mætum á völlinn og styðjum ÍBV til sigurs. (meira…)
ÍBV enn á botninum eftir tap á Akureyri

Enn situr ÍBV sem fastast á botni Bestu deildar karla eftir 4:3 tap á móti KA á Akureyri. Eyjamenn áttu fyrsta markið sem José Sito skoraði á sjöttu mínútu. Þá skoruðu Norðanmenn tvö mörk og komust yfir en á 21. mínútu var Sito aftur á ferðinni og jafnaði 2:2 úr víti. Það var svo í […]
Valur í vandræðum með ÍBV

Litlu munaði að ÍBV stelpurnar hefðu betur í leiknum í dag á móti Val. Sandra Voitane kom ÍBV yfir á 48. mínútu og Valskonur jöfnuðu ekki fyrr en í uppbótartíma. Ásdís Karen Halldórsdóttir skoraði fyrir Val. Lið ÍBV er nú í 6. sæti deildarinnar, einungis fimm stigum á eftir Val sem er á toppnum. Tölfræði […]
Strákarnir taka á móti Aftureldingu í dag

ÍBV tekur á móti Aftureldingu á Hásteinsvelli kl. 18.15 í dag. ÍBV sigraði fyrri viðureign liðanna í sumar með tveimur mörkum gegn einu. Liðin hafa fimm sinnum mæst og hefur ÍBV alltaf haft betur. Leikið verður án áhorfenda en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. (meira…)