Desembertónleikar ÍBV: Jólahjól Stuðlabandsins

Christmas snowflakes on a red background .Texture or background

Nú á fimmtudag, 22. des, verða Desembertónleikar ÍBV. Í ár mætir Stuðlabandið með alvöru jólastemningu með geggjuðum lögum, alvöru sögum og því sem þarf til að koma fólki í stuð fyrir jólin. Miðaverð er 4900 kr á Tix.is og 5.900 kr við hurð. Fyrr um daginn, eða 17.00, verða fjölskyldutónleikar og er frítt inn á þá! […]

Óskar Elías Zoega Óskarsson í KFS

Eyjapeyjinn Óskar Elías Zoega Óskarsson er genginn til liðs við KFS frá ÍBV. Óskar sem nú er að einbeita sér að þjálfun hjá ÍBV ætlar að taka slaginn með KFS í 3. deild og er það sannkallaður happafengur fyrir liðið. Óskar á að baki 185 leiki með ÍBV, Vestra, Þór Ak, KFR og KFS og […]

Handboltaveisla í hæsta klassa

Það er óhætt að fullyrða að handboltaleikirnir sem fram fara í íþróttamiðstöðinni í dag séu af stærri gerðinni. Veislan hefst á leik ÍBV og Vals í 16 liða úrslitum bikarkeppni HSÍ. Stutt er síðan að liðin mættust í Vestmannaeyjum þar sem Valsmenn höfðu betur. Leikmenn Vals komu til Vestmannaeyja í gærkvöldi og því ekkert því […]

Ég hef alltaf verið mikill síldarkarl

Hið árlega síldarkvöld ÍBV verður haldið í kvöld kl. 18.30 á Háaloftinu í Höllinni. Boðið verður upp á ýmis konar salöt sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Einnig verður boðið upp á eðal rúgbrauð frá Eyjabakarí. Verð 2900 kr. og er hægt að panta fyrir hópa á knattspyrna@ibv.is. Við höfðum samband við síldaráhugamanninn […]

ÍBV treyja ódýrust í jólapakkann

Í frétt á vef Vísis hefur verið tekið saman hvaða fótboltatreyja er ódýrust í jólapakkann. Þar kemur fram að treyjur Breiðabliks og ÍBV eru ódýrastar á landinu á meðal Bestu-deildar félaga. Bæði félög eru í Nike og seljast fullorðinstreyjur liðanna á 6.495 krónur á meðan barnatreyjur eru þúsund krónum ódýrari, á 5.495 krónur, í H-verslun. […]

ÍBV örugglega í átta liða úrslit

Eyjakonur eru komnar í átta liða úrslit í Coca Cola-bikarnum eftir 33:25 sigur á Þór/KA í Vestmannaeyjum í kvöld. Harpa Valey var marka­hæst hjá ÍBV með sjö mörk og Hrafnhildur Hanna skoraði sex. Marta stóð sig frábærlega í markinu. Önnur lið í átta liða úrslitum eru HK, Sel­foss, Haukar, Stjarnan, Vík­ingur, Fram og Valur. Mynd […]

Oft er þörf en nú er nauðsyn

Kvennalið ÍBV fær lið KA/Þórs í heimsókn í dag kl.17:30. Um er að ræða gífurlega mikilvægan leik í 16 liða úrslitum bikarkeppni HSÍ. “Oft er þörf en nú er nauðsyn. Við treystum á ykkur kæru stuðningsmenn, fjölmennum í húsið og styðjum stelpurnar okkar inn í næstu umferð bikarkeppninnar. Sjáumst hress og kát í Íþróttamiðstöðinni,” segir […]

Stelpurnar taka á móti botnliðinu

Kvennalið ÍBV og HK mætast í Vestmannaeyjum í dag klukkan 14:00. Lið HK situr á botni deildarinnar en ÍBV í því þriðja. Þetta er síðasti deildarleikurinn hjá stelpunum á árinu en þær eru þó ekki komnar í jólafrí því liðið mætir KA/Þór í bikarnum 13. desember klukkan 17:30 í leik sem hefur verið frestað oftar […]

Mæta tékknesku meisturunum

ÍBV mætir tékknesku meisturunum Dukla frá Prag í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppni karla í handknattleik. Báðir leikirnir eru leikinir í Tékklandi og fer fyrri leikurinn fram í dag klukkan 13:00 og sá seinni á morgun klukkan 17:00. (meira…)