Jafntefli í hörkuleik gegn Íslandsmeisturunum

Eyjamenn byrjuðu frábærlega þegar þeir mættu Íslandsmeisturum Víkings á útivelli í dag. Voru komnir með tveggja marka forystu strax á sautjándu mínútu með mörkum Andra Rúnars (11. mínútu.) og Arnars Breka (17. mínútu). Á 28. mínútu skoruðu Víkingar og þannig var staðan í hálfleik. Á 40. mínútu missti ÍBV mann af velli en einum færri […]
Mikilvægur leikur gegn sterkum Víkingum

ÍBV mætir Víkingum á útivelli klukkan 14.00 í dag í tuttugustu umferð Bestu deildar karla. Mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Víkingar eru í þriðja sæti deildarinnar með 35 stig og eiga leik til góða á liðin í öðru, fjórða og fimmta sæti sem öll eiga möguleika á Evrópusæti. ÍBV er í níunda sæti með 18 […]
Þjálfarastaða hjá ÍBV auglýst

ÍBV auglýsir eftir þjálfara í yngri flokka félagsins í knattspyrnu. Aðalstjórn félagsins óskar eftir að ráða þjálfara fyrir yngri flokka félagsins. Viðkomandi þarf að hafa góða samskiptahæfileika. Æskilegt er að viðkomandi hafi sótt námskeið hjá KSÍ, kostur er að hafa íþróttafræði- eða uppeldismenntun. Frekari upplýsingar veitir Haraldur Pálsson framkvæmdastjóri ÍBV. Áhugasamir sendi umsókn ásamt ferilskrá […]
ÍBV – Íþróttafélag – Sæunn Magnúsdóttir nýr formaður

Húsfyllir var á framhaldsaðalfundi ÍBV íþróttafélags í gærkvöldi. Á annað hundrað félagsmenn voru mættir til að taka þátt í stjórnarkjöri til aðalstjórnar félagsins ásamt því að kosið var í önnur embætti. Sæunn Magnúsdóttir var kjörin formaður stjórnar en hún var ein í framboði. Níu buðu sig fram í sex sæti í aðalstjórn. Þau sem náðu […]
Framhaldsfundur í dag

Framhaldsaðalfundur íBV íþróttafélags fer fram í dag, 31. ágúst kl. 20:00 í Týsheimilinu. Þá verða tekin fyrir þau mál sem var frestað á fyrri fundi, meðal annars verður kosið um formann og í stjórn. Ánægjulegt er að sjá að nokkuð margir buðu sig fram í stjórn og ljóst að áhugi fyrir því að vinna fyrir […]
ÍBV sigraði 3 -1

ÍBV tók á móti Stjörnunni úr Garðabæ í leik dagsins og fór með sigur af hólmi, 3-1. ÍBV lenti undir á 23. mínútu þegar Einar Karl Ingvarsson skoraði fyrsta mark Stjörnunnar og leiksins. En Eyjamenn náðu yfirhöndinni aftur með tvennu frá Andra Rúnari Bjarnasyni með stuttu millibili; á 39. og 41. mínútu leiksins, Og leiddu […]
ÍBV tekur á móti Stjörnunni í dag

Á Hásteinsvelli kl. 14:00 í dag mun fara fram leikur íBV og Stjörnunnar. Þessi lið mættust síðast í lok maí í 8. umferð deildarinnar, skömmu fyrir landsleikjahlé. Þá hafði ÍBV ekki unnið leik og það leit út fyrir að liðið væri í smá krísu. Hermann Hreiðarsson, þjálfari, hefur hins vegar alltaf talað um að stutt […]
ÍBV í 4. sæti á Hafnarfjarðarmótinu

Stjarnan vann Hafnarfjarðarmótið í handbolta karla sem fór fram í vikunni á Ásvöllum. Stjarnan var eina taplausa liðið á mótinu, ÍBV hafnaði hins vegar í 4. sæti og eflaust einhver lærdómur sem okkar menn draga af þessum leikjum. Lokaniðurstaða mótsins: Handbolti.is greinir frá. (meira…)
ÍBV – Íþróttafélag – Sæunn býður sig fram til formanns

Framhaldsaðalfundur fer fram í Týsheimilinu miðvikudaginn 31. ágúst kl. 20:00. Framboðsfrestur til stjórnar rann út á sunnudag, eftirfarandi framboð bárust til setu í aðalstjórn félagsins. Framboð til stjórnar: Arnar Richardsson Björgvin Eyjólfsson Bragi Magnússon Erlendur Ágúst Stefánsson Guðmunda Bjarnadóttir Jakob Möller Kári Kristján Kristjánsson Örvar Omrí Ólafsson Sara Rós Einarsdóttir Framboð til formanns: Sæunn Magnúsdóttir (meira…)
Strákarnir töpuðu fyrir botnliðinu

Strákarnir okkar í ÍBV heimsóttu ÍA á Skaganum í dag en báru skarðan hlut frá borði. Niðurstaðan varð 2-1 tap gegn botnliðinu. Mark ÍBV skoraði Andri Rúnar Bjarnason. ÍBV er í 9. sæti deildarinnar með 15 stig. Næsti leikur liðsins er sunnudaginn 28. ágúst gegn Stjörnunni á Hásteinsvelli. (meira…)