Elliði Snær með ótrúleg tilþrif

Elliði Snær Viðarsson, sem hefur spilað í um tvö ár með Gummersbach er að gera góða hluti með liðinu. Liðið spilaði æfingaleik við Rothenbach-Halle í Kassel í gær og skoraði hann nokkur mörk, þarf af eitt með ótrúlegum tilþrifum Handbolti.is greinir fyrst frá. Elliði Snær greip boltann á línunni og tókst síðan á einhvern stórfenglegan […]

Birna María að gera góða hluti með U15

Birna María Unnarsdóttir var valin í U15 landslið í knattspyrnu í sumar og fór út með liðinu í síðustu viku til að spila vináttulandsleiki. Liðið gerði góða ferð til Færeyja en íslensku stelpurnar unnu heimaliðið í báðum leikjum liðanna. Birna María var í byrjunarliði Íslands í seinni leiknum og var önnur tveggja leikmanna íslenska liðsins […]

Framhalds aðalfundur ÍBV 31. ágúst

Aðalstjórn ÍBV íþróttafélags hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu. ÍBV íþróttafélag mun halda framhalds-aðalfund þann 31. ágúst næstkomandi kl. 20:00 í Týsheimilinu. Kemur fram að tekin verða fyrir mál sem frestað var á fyrri fundi: Kosning formanns kosning stjórnar kosning í fulltrúaráð kosning tveggja skoðunarmanna önnur mál Framboð til stjórnar þurfi að berast framkvæmdastjóra félagsins […]

Karlalið íBV handbolta sigraði á Ragnarsmótinu

Hið árlega Ragnarsmót í handknattleik karla hefur verið haldið nú í vikunni, en mótið er haldið árlega til minningar um Ragnar sem var einn efnilegasti handboltaleikmaður á Selfossi. Hann lést einungis 18 ára gamall í bílslysi. Yfirleitt mætast bestu lið landsins á mótinu og markar það upphaf keppnistímabilsins í handboltanum. Í ár eru það þessi […]

ÍBV strákarnir heimsækja Akranes í dag

ÍBV sækir íA heim í dag á Akranesi og spilað verður kl 17:00 á Norðurálsvellinum. Þetta verður barátta neðri hluta deildarinnar, en ÍA er á botninum með 8 stig en Eyjamenn með 15 stig í 9. sæti. Okkar menn hafa átt rokkandi frammistöðu undanfarið, en þeir unnu síðasta leik 4-1 gegn FH á heimavelli en […]

Sú besta framlengir samning við ÍBV

Knattspyrnukonan Olga Sevcova hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild ÍBV til ársins 2025. Olga hefur verið einn af burðarásum liðsins síðustu ár og leikið gríðarlega vel á leiktíðinni. Hún var í úrvalsliði fyrri hluta tímabilsins. Olga var þá valin besti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð. Hún hefur alls leikið 58 leiki fyrir ÍBV í öllum […]

Töpuðu stórt á móti Þróttarkonum

Eyjakonur lentu á vegg þegar þær mættu Þrótti Reykjavík í Laugardalnum í kvöld. Eftir nokkuð góða byrjun tóku heimakonur öll völd og röðuðu inn mörkum. Endaði leikurinn með fimm mörgum Þróttar gegn einu marki ÍBV. Skellur eftir gott gengi í undanförnum leikjum. Með sigrinum komust Þróttarkonur upp í þriðja sæti en ÍBV er í því […]

ÍBV – FH á Hásteinsvelli í dag

Það má segja að það sé botnslagur stjörnuþjálfara á Hásteinsvelli í dag, en þar mætast liðin í Bestu deild karla sem eru í 9. og 10. sæti deildarinnar. Bæði lið hafa reynslumikla leikmenn sem þjálfara; IBV með okkar eina sanna Hemma Hreiðars og FH með goðsögnina Eið Smára. FH er á leið í undanúrslit í […]

Frækinn sigur á KR

Rok og rigning tók á móti liðunum í hressilegri vestanátt við Hástein. Sem er líklega skýringin á fáum en ansi kátum áhorfendum, en einungis 103 mættu á völlinn að þessu sinni. Það voru æsispennandi lokamínúturnar þar sem Þórhildur Ólafsdóttir stal boltanum fimlega frá leikmanninn KR kláraði sjálf að marki og skoraði þriðja mark ÍBV, og […]

Stelpurnar spila á Hásteinsvelli í dag

Heil umferð fer fram í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag. ÍBV stelpurnar okkar taka á móti KR á Hásteinsvelli kl. 17:30. En stelpurnar okkar eru í 5. sæti deildarinnar á meðan KR er í næstneðsta sætinu. Gul veðurviðvörun verður gengin yfir þegar leikurinn hefst og því ekkert að því að mæta á völlinn […]