TM mótið

TM mótið í knattspyrnu er árlegur viðburður í Íþróttalífi Eyjanna og sannkölluð rós í hnappagat ÍBV. Mótið er haldið fyrir 5. flokk kvenna og var fyrst haldið árið 1990. Dagskrá mótsins hefst strax í kvöld með fundi fyrir þjálfara, en keppni hefst í fyrramálið. Búast má við miklu lífi í bænum í kringum mótið, enda […]

Góður ÍBV sigur í dag

Sannkölluð markaveisla í skemmtilegum leik á Hásteinsvelli í kvöld. Allt í boði Eyjakvenna og uppskáru þær góðan 3-2 sigur á liði Keflavíkur. Mörk ÍBV skoruðu Sandra Voitane á 24. mínútu, Olga Sevcoca á 31. mínútu og Kristín Erna Sigurlásdóttir á 55. mínútu. (meira…)

Skuldar ennþá marengs

Sunna Jónsdóttir var kjörin besti varnarmaður Olís deildarinnar í handbolta á nýafstöðnu lokahófi HSÍ. Hún er Eyjamaðurinn í næsta blaði Eyjafrétta og fer yfir stöðuna í lok tímabilsins og slær á létta strengi. Næsta blað kemur út 8. júní nk. Myndin er fengin af Facebook síðunni ÍBV handbolti. (meira…)

Ásta Björt komin heim!

Ásta Björt Júlíusdóttir skrifaði í dag undir 2 ára samning við handknattleiksdeild ÍBV. Ástu þarf ekki að kynna fyrir stuðningsfólki ÍBV enda Eyjakona í húð og hár og lék með félaginu allt þar til fyrir nýafstaðið tímabil. Þá færði hún sig yfir til Hauka og lék með þeim 20 leiki í Olísdeild kvenna í vetur […]

Klaufalegt, en við lærum

Hermann Hreiðarsson, þjálfari karlaliðs ÍBV í fótbolta, hefur fengið erfiða byrjun á tímabilinu. Okkur lá forvitni á að vita hvað okkar eini sanni Hemmi Hreiðars hefði að segja um ástæður þess og framtíðarsýnina. Hemmi er í einlægu viðtali í næsta blaði Eyjafrétta, einnig fengum við reynsluboltann, hana Margréti Láru til að fara yfir stöðuna. Næsta […]

Valur í vandræðum með ÍBV

Litlu munaði að ÍBV stelpurnar hefðu betur í leiknum í dag á móti Val. Sandra Voitane kom ÍBV yfir á 48. mínútu og Valskonur jöfnuðu ekki fyrr en í uppbótartíma. Ásdís Karen Halldórsdóttir skoraði fyrir Val. Lið ÍBV er nú í 6. sæti deildarinnar, einungis fimm stigum á eftir Val sem er á toppnum. Tölfræði […]

Lokahóf Olís deildarinnar

Lokahóf HSÍ fór fram í hádeginu í dag en þar voru veitt verðlaun til þeirra sem þótt hafa skarað fram úr með sinni frammistöðu á keppnistímabilinu. Þjálfarar og leikmenn liða í deildunum kusu að lokinni deildarkeppni. Sunna Jónsdóttir hjá ÍBV var valin besti varnarmaður kvennadeildarinnar. Þetta kemur fram á vef HSÍ. (meira…)

Kvennaleikur á morgun

Kvennalið ÍBV í fótbolta á leik við Val á morgun kl. 17:00 á Origo vellinum. Allir á völlinn! (meira…)

Ekki komnir á beinu brautina

Karlalið ÍBV í knattspyrnu náði sér ekki á strik í leiknum gegn Stjörnunni í dag. Leiknum lauk með 1-0 sigri Stjörnunnar, en markið kom á 60. mínútu. Leikmaður ÍBV, Elwis Bwomono var í banni í dag eftir að hafa fengið rautt spjald í síðasta leik gegn ÍA og Atli Hrafn hjá ÍBV fékk rautt spjald […]

Konurnar áfram í Mjólkurbikarnum

ÍBV-konur eru á fljúgandi siglingu þessa dagana. Eru í fjórða til fimmta sæti Bestudeildarinnar með tíu stig ásamt Stjörnunni  eftir sex umferðir. Unnu Breiðablik úti í fimmtu umferð, 0:1 og Þór/KA heima, 4:3 í þeirri sjöttu. Þá eru þær komnar áfram í Mjólkurbikarnum eftir 0:2-sig­ur á útivelli gegn Kefla­vík í dag. Fyrra markið var sjálfsmark […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.