Vestmannaeyjabær afhendir ÍBV nýja leikmannaaðstöðu við Hásteinsvöll til afnota

Nýir búningsklefar og önnur aðstaða leikmanna og starfsfólks knattspyrnuleikja í áhorfendastúkunni við Hásteinsvöll, verður til sýnis í dag föstudaginn 8. apríl frá kl. 16:00-18:00. Með nýju húsnæði fyrir knattspyrnulið, leikmenn og starfsfólk, verður liðsaðstaðan öll til fyrirmyndar, með nútímalegum aðbúnaði og horft til framtíðar. Í nýrri aðstöðu eru m.a. rúmgóðir búningslefar, góð sturtuaðstaða, heitir pottar, […]
Tvenna í kvöld

Það er að síga á seinnihlutann á handboltatímabilinu og styttast í úrslitakeppni. Í kvöld fara fram næstsíðasti heimaleikur kvennaliðsins og sá síðasti hjá karlaliðinu fyrir úrslitakeppni. Kvennaliðið byrjar klukkan 17.30 þegar stelpurnar taka á móti botnliði Aftureldingar. Klukkan 19.30 verður flautað til leiks ÍBV og Gróttu í Olís-deild karla. Gróttustrákar sitja í 9. sæti deildarinnar […]
Marc Wilson til ÍBV

Marc Wilson er kominn með félagaskipti til ÍBV og gæti spilað með liðinu í sumar. Wilson lék með Þrótti Vogum í fyrra og eltir Hermann Hreiðarsson, þjálfara ÍBV, til Vestmannaeyja. Þetta kemur fram í frétt á vefnum fotbolti.net „Hann kom til landsins á fimmtudaginn og tók létta æfingu með okkur í dag. Mér sýnist hann […]
Lina kveður ÍBV eftir tímabilið

Hornakonan sænska, Lina Cardell, kveður Vestmannaeyjar eftir keppnistímabilið og flytur heim til Svíþjóðar. Hún hefur samið við Kärra HF en félagið greinir frá þessu í dag. Cardell gekk til liðs við ÍBV haustið 2020 og hefur síðan vart misst úr leik með ÍBV. Cardell kom til ÍBV úr akademíu IK Sävehof og hafði þá leikið […]
Stjörnustúlkur í heimsókn

Kvennalið ÍBV og Stjörnunnar mætast í Vestmannaeyjum í dag klukkan 14:00. Það má búast við hörku leik í dag en liðin sitja sem stendur í fimmta og sjötta sæti Olís-deildarinnar. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. (meira…)
Karlakvöld, konukvöld og ball

Hið árlega karlakvöld verður haldið þann 1. apríl og verður veislustjóri hinn eini sanni Gummi Ben. Þá mun Maggi í Stuðlabandinu vera með tónlistaratriði og ræðumaður kvöldsins verður enginn annar er bjargvætturinn Martin Eyjólfsson. Einnig verða lið ÍBV fyrir sumarið kynnt með pompi og prakt. Leynigestur mun einnig kíkja á svæðið. Boðið verður upp á […]
Toppliðið í heimsókn – uppfært leikurinn hefst klukkan 17:00

Efsta lið Olísdeildar, Haukar, sækir ÍBV heim í stórleik umferðarinnar. Flautað verður til leiks í Vestmannaeyjum klukkan 16. Ævinlega er um hörkuleiki að ræða þegar lið félaganna mætast á handboltavellinum. uppfært 13:30 Vegna ferðatilhögunar er seinkun á leik ÍBV og Hauka í Olís karla í dag. Nýr leiktími er kl.17.00 í stað 16.00. (meira…)
Eyjablikksmótið hafið

Eyjablikksmótið er haldið dagana 25.-27.mars í Vestmannaeyjum. Þetta er 4.mót af 5 í Íslandsmóti hjá 5.flokki karla og kvenna yngri. Leikirnar fara fram í Íþróttamiðstöðinni og hefst mótið kl.15:20 í dag föstudag. Leikið er í öllum sölum allar 3 dagana en mótinu lýkur kl.14:00 á sunnudag. Alls eru 42 lið skráð til keppni og leikið […]
Handbolti heima og heiman í dag

Lið ÍBV og HK mætast klukkan 18:00 í Eyjum Olís-deild kvenna í kvöld. ÍBV stelpur eru sem stendur í fimmta sæti deildarinnar með 16 stig úr 14 leikjum. Lið gestanna vermir botn deildarinnar með 9 stig. Leikurinn verður í beinni útsendingu ÍBV-TV. Á sama tíma tekur Afturelding á móti ÍBV í Mosfellsbæ í Olís-deild karla. […]
Leik ÍBV og KA/Þór frestað

Leik ÍBV og KA/Þór sem fram átti að fara í kvöld í Olísdeild kvenna hefur verið frestað til morguns vegna þess að ekki var fært með flugi frá Akureyri. KA/Þór eru lagðar í hann í rútu og koma til Eyja með Herjólfi í kvöld. Leikurinn fer því fram klukkan 18:00 annað kvöld. (meira…)