Karlarnir í fjögurra liða úrslit

Eftir heldur brokkgenga byrjun ÍBV eftir jólafrí, bæði í meistaraflokki karla og kvenna í Olísdeildinni náðu karlarnir góðum spretti í dag. Eru komnir í undanúrslit í bikarnum eftir sjö marka sigur á Aftureldingu á heimavelli, 34:27. Staðan í hálfleik var 15:14. Þar með eru Eyjamenn komnir í fjögurra liða úrslit bikarsins sem fer fram í […]

Allt undir í dag

Eyja 3L2A9829

ÍBV og Afturelding mætast í átta liða úrslitum Poweraid-bikarsins í handbolta í dag. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið en í boði er sæti í undanúrslitum bikarsins í Laugardalshöll. Fyrri leik liðana í vetur lauk með jafntefli og því má búast við hörku leik í dag. ÍBV ætlar að standa fyrir upphitun fyrir leik. […]

Víðir aftur til ÍBV

Eyjamaðurinn Víðir Þorvarðarson hefur skrifað undir eins árs samning við knattspyrnudeild ÍBV en hann kemur til með að leika með liðinu í Lengjudeild karla í sumar, næst á dagskrá er þó Lengjubikarinn sem hefst á morgun með leik gegn Valsmönnum í Egilshöllinni. Víði þekkja allir Eyjamenn en hann hefur leikið fjölmarga leiki með ÍBV í […]

Jón Óli tekur við stelpunum og verður yfirþjálfari yngri flokka

ÍBV hefur ráðið Jón Ólaf Daníelsson til starfa hjá félaginu og mun samningurinn ná til 5 ára. Jón Óli mun taka við þjálfun mfl. kvk í fótbolta ásamt því að vera í þjálfarateymi Hermanns Hreiðarssonar í mfl. kk. Þá hefur unglingaráð ÍBV einnig gert samning við Jón Óla um yfirþjálfun yngri flokka félagsins í fótbolta. […]

ÍBV og Íslandsbanki framlengja samstarf

Í tilkynningu frá ÍBV-íþróttafélagi kemur fram að ÍBV og Íslandsbanki skrifuðu í gær undir samning um áframhaldandi samstarf. Nýr samningur er til þriggja ára eða til 2026. Íslandsbanki hefur um árabil stutt myndarlega við bakið á ÍBV og á því verður engin breyting. Samstarf ÍBV og Íslandsbanka  hefur verið farsælt og ánægjulegt um langt skeið […]

Grótta í heimsókn

Fimmtánda umferð Olísdeildar karla hófst í gærkvöld með viðureign Fram og Vals í Úlfarsárdal. Þrír leikir eru á dagskrá í kvöld. Stjarnan og KA, sem eru líkum stað í deildinni, leiða saman kappa sína í Mýrinni í Garðabæ klukkan 18. Gróttumenn sækja Eyjamenn heim á sama tíma. Loks eigast við HK og Afturelding í Kórnum. […]

Arnór Viðarsson íþróttamaður Vestmannaeyja árið 2023

Viðurkenningarhátíð Íþróttabandalags Vestmannaeyja fyrir árið 2023 fór fram í Akóges í gær. Eins og hefð er fyrir var valinn Íþróattamaður Vestmannaeyja og íþróttafólk æskunnar auk þess sem aðildarfélag veittu viðurkenningar. Þá voru einnig veitt heiðursmerki bandalagsins. Það var Arnór Viðarsson sem hlaut titilinn Íþróttamaður Vestmannaeyja árið 2023. Í umsögn um Arnór segir, Arnór, stóð sig […]

Spænskur miðjumaður og systur frá Selfossi semja við ÍBV

Spænski knattspyrnumaðurinn Vicente Valor hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV og kemur til með að leika með liðinu í Lengjudeild karla í sumar, samningurinn gildir til loka árs 2025. Valor sem er 26 ára gamall miðjumaður hefur leikið í bandaríska háskólaboltanum síðasta árið en þar hefur hann leikið með Bolabítunum frá Bryant háskólanum. Á […]

Mæta Haukum á útivelli

Karlaliðið leikur sinn fyrsta leik eftir EM pásu gegn Haukum á þeirra heimavelli. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í gær en var frestað vegna truflana á samgöngum. ÍBV situr um þessar mudir í þriðja sæti deildarinnar en Haukar í því sjötta. Leikurinn hefst á Ásvöllum klukkan 16:00. (meira…)

Leikir morgundagsins frestast

Leik Hauka og ÍBV í Olís karla hefur verið frestað vegna þess að ÍBV á ekki tök á því að komast uppá land í tæka tíð, Leikurinn fer því fram sunnudadinn 4.febrúar 16:00. Leik ÍBV og Hauka í Olís deild kvenna hefur verið frestað þar sem Haukar komast ekki til Vestmannaeyja í tæka tíð. Nýr […]