Björn Viðar framlengir

Björn Viðar Björnsson hefur nú skrifað undir nýjan eins árs samning við handknattleiksdeild ÍBV. Björn hefur leikið með liði ÍBV undanfarin 3 tímabil og hefur sýnt og sannað mikilvægi sitt í liðinu. “Björn er frábær markvörður með mikla reynslu og hefur verið mjög dýrmætur fyrir ÍBV síðan hann gekk til liðs við okkur. Við erum […]

Hópferð með stelpunum norður

Fyrsti leikur í einvígi ÍBV og KA/Þórs í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í handbolta fer fram sunnudaginn 23.maí kl.13:30 í KA-heimilinu Á Akureyri. ÍBV tryggði sér sæti í úrslitunum með því að leggja lið Stjörnunnar í tveimur leikjum. ÍBV hefur ákveðið að efna til hópferðar norður á sunnudag. „Sala miða í hópferðina okkar til Akureyrar gengur […]

Stelpurnar mæta Val á Hásteinsvelli

Í kvöld fer fram á Hásteinsvelli leikur ÍBV og Vals. Valur er sem stendur í öðru sæti Pepsí Max deildarinnar með sjö stig en ÍBV er í fimmta sæti með þrjú stig bæði lið hafa leikið þrjá leiki. Flautað verður til leiks klukkan 18:00 á Hásteinsvelli, leikurinn einnig sýndur í beinni á Stöð 2 Sport. […]

Slóvensk landsliðskona til ÍBV

Slóvenska knattspyrnukonan Kristina Erman hefur gengið til liðs við ÍBV og mun styrkja liðið fyrir komandi átök í Pepsi Max-deild kvenna. Kristina er 27 ára gömul og leikur í stöðu bakvarðar, hún hefur leikið á þriðja tug landsleikja fyrir Slóveníu Kristina lék síðast með ASD Calcio Pomigliano í Serie B á Ítalíu. Þar áður lék […]

Úrslitakeppnin heldur áfram

ÍBV stelpurnar mæta liði Stjörnunnar í öðrum leik liðanna í dag í keppni um laust sæti í fjöguraliða úrslitum Íslandsmótsins. Flautað verður til leiks í Garðabæ klukkan 13:30. Fyrsta leik liðna lauk með öruggum sigri ÍBV í Vestmannaeyjum og geta ÍBV stelpurnar tryggt sæti í fjöguralið úrslitum með sigri. (meira…)

Stelpurnar mæta á Sauðárkrók

ÍBV stelpurnar mæta nýliðum  Tindastóls á Sauðárkróki í Pepsí max deild kvenna í dag klukkan 13:00. Í fyrsta sinn í sögunni á Sauðárkrókur lið í efstu deild í knattspyrnu. Uppgangurinn hefur verið mikill og hraður í kvennaliði Tindastóls á síðustu árum en liðið var í C-deildinni sumarið 2018. (meira…)

Fyrsti heimaleikur hjá strákunum

ÍBV strákarnir taka á móti Fram á Hásteinsvelli í dag í annari umferð Lengjudeildarinnar. ÍBV er án stiga eftir tap gegn Grindavík í fyrstu umferð. Flautað verður til leiks klukkan 18:00 en beina útsendingu frá leiknum má finna á Lengjudeildin.is. (meira…)

Íslandsmeistarar í 5. flokki

Stelpurnar í 5. flokki kvenna eldri tryggðu sér í gær Íslandsmeistaratitilinn í sínum aldursflokki. Stelpurnar hafa farið á þrjú mót í vetur og unnið alla sína leiki og sigrað öll mótin þrjú. Það er óhætt að segja að það sé virkilega vel af sér vikið! Þjálfarar stelpnanna eru Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og Hákon Daði Styrmisson. […]

Úrslitakeppnin hjá stelpunum hefst í dag

ÍBV stelpurnar mæta liði Stjörnunnar á heimavelli í dag í keppni um laust sæti í fjöguraliða úrslitum Íslandsmótsins. Liðin enduðu í fjórða og fimmta sæti í Olísdeild kvenna og því ljóst að allt stefnir í spennandi viðureign. Flautað verður til leiks klukkan 13:30 í íþróttamiðstöðinni. (meira…)

ÍBV tekur á móti Stjörnunni í dag

ÍBV tekur á móti Stjörnunni í 19. umferð Olísdeildar karla í dag. Liðin eru bæði með 21 stig og sitja í 3.-5. sæti í deildinni ásamt Val en deildin er mjög jöfn um þessar mundir. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport en flautað verður til leiks klukkan 16:00. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.