Stelpurnar mæta KA/Þór fyrir norðan

ÍBV stelpurnar eiga krefjandi verkefni fyrir höndum í dag þegar þær mæta liði KA/Þórs fyrir norðan. Gestgjafarnir deila toppsætinu með Fram og Val þar sem öll liðin eru með 10 stig eftir sjö umferðir. Lið ÍBV situr í fimmta sæti með sjö stig. Leikurinn hefst klukkan 14.00 í dag og er í beinni á KA-TV. […]

ÍBV fær Gróttu í heimsókn

Karla lið ÍBV mætir Gróttu í sjöundu umferð Olísdeildar karla í kvöld í Vestmannaeyjum. Lið Gróttu situr í níunda sæti með fjögur stig en lið ÍBV í því fimmta með átta stig. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og verður í beinni útsendingu á ÍBVTV. (meira…)

Stelpurnar taka á móti Haukum

ÍBV stelpurnar mæta liði Hauka í íþróttamiðstöðinni í kvöld í 7. umferð Olís deildar kvenna. Áhorfendabann er enn í gildi en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Flautað verður til leiks klukkan 18:00. (meira…)

Mæta botnliðinu í Kaplakrika

ÍBV stelpurnar mæta FH í Kaplakrika í sjöundu umferð Olís deildar kvenna í handbolta í dag. ÍBV er í fimmta sæti deildarinnar en FH stúlkur sitja stigalausar í áttunda og neðsta sæti deildarinnar. Leikur hefst kukkan 15:00. (meira…)

Haraldur Pálsson ráðinn framkvæmdastjóri ÍBV íþróttafélags

Haraldur Pálsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri ÍBV íþróttafélags þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Haraldur er með BA gráðu í hagfræði og BS gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands ásamt því að vera með stýrimannsmenntun frá Tækniskólanum í Reykjavík. Haraldur er meðeigandi E-fasteigna og hefur seinustu ár starfað meðal annars hjá Leitni Ráðgjöf, Marel, Gamma […]

Strákarnir taka á móti Fram

Olís deild karla fer aftur af stað í dag en síðast var leikið í deildinni 3. október. Umferiðin hefst í Vestmannaeyjum þar sem ÍBV tekur á mót Fram. ÍBV situr í fjórða sæti deildarinnar eftir fjórar umferðir en Fram í því áttunda. Flautað verður til leiks klukkan 13:30 og er leikurinn í beinni útsendingu á […]

Stelpurnar mæta Stjörnunni í dag

Það er komið að fyrsta heimaleiknum hjá handbolta stelpunum eftir langt hlé. Stelpurnar hefja leik kl.13:30 þar sem þær mæta Stjörnunni. Eins og þekkt er þá er áhorfendabann í gildi en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð2Sport. (meira…)

Fimm stelpur valdar í úrtakshópa

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U16 og U17 kvenna og Þórður Þórðarson landsliðsþjálfari U-19 kvenna hafa valið hópa sem taka þátt í úrtaksæfingum í næstu viku. Æfingarnar fara fram í Skessunni í Hafnarfirði. Í ljósi stöðunnar í samfélaginu vegna heimsfaraldursins covid-19 eiga leikmenn að mæta klæddir í sínu eigin æfingafatnaði beint í Skessuna. ÍBV á 5 fulltrúa í […]

ÍBV á 19 leikmenn í verkefnum á vegum HSÍ

Handball in the netting of a handball goal.

Þjálfarar yngri landsliða HSÍ hafa valið stóra hópa vegna verkefna næsta sumar, um er að ræða U-21, U-19 og U-17 ára landslið karla og U-19 og U-17 ára landsliðs kvenna. Á næstu dögum munu þjálfarar liðanna funda með leikmönnum og fara yfir verkefni sumarsins ásamt undirbúningi. Allir fundirnir fara fram á Microsoft Teams og verða […]

Breki framlengir

Sóknarmaðurinn Breki Ómarsson hefur skrifað undir 2ja ára samning við ÍBV og verður hjá liðinu út tímabilið 2022. Breki spilaði 6 leiki í Lengjudeildinni í fyrra en hann glímdi við meiðsli framan af sumri en endaði tímabilið af krafti. Breki spilaði á sínum tíma 20 leiki í efstu deild og skoraði í þeim eitt mark. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.