ÍBV fær hæstu Covid-styrki KSÍ

Á fundi stjórnar KSÍ 10. desember var samþykkt úthlutun á Covid-styrk til aðildarfélaga.  Um er að ræða sérstakt 60 milljóna króna Covid-framlag og 10 milljóna króna aukaúthlutun í barna- og unglingastyrk. Ef styrkirnir eru lagðir saman fá ÍBV og Þróttur Reykjavík hæsta fjárhæð 2.873.671 krónur. Stjórnin samþykkti eftirfarandi bókun í þessu sambandi: Stjórn KSÍ færir […]

Bergur-Huginn styrkir íþróttastarf og færir Grunnskólanum gjöf

Nú nýverið afhenti Arnar Richardsson, rekstrarstjóri Bergs-Hugins í Vestmannaeyjum, Herði Orra Grettissyni, framkvæmdastjóra ÍBV, myndarlegan fjárstyrk til styrktar íþróttastarfi í Eyjum. Arnar segir í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar að Bergur-Huginn vilji leggja sitt af mörkum til að unnt sé að halda uppi öflugu íþróttastarfi hjá ÍBV enda sé slíkt starf mikilvægur þáttur í samfélaginu. Heimasíðan […]

Jón Jökull framlengir við ÍBV

Jón Jökull Hjaltason hefur skrifað undir árs samning við ÍBV og leikur með liðinu á næsta ári. Jón kom til ÍBV á miðju sumri eftir að hafa glímt við meiðsli en vann sig inn í liðið og lék 7 leiki í Lengjudeildinni og skoraði í þeim tvö góð mörk. Þessi öflugi Eyjapeyi var í akademíu […]

Eiður Aron í ÍBV

“Eins og allir vita er desember mánuður fagnaðarerindis og viljum við hér með flytja ykkur eitt slíkt!” á þessum orðum hefst tilkynning frá knattspyrnuráði ÍBV. Eiður Aron Sigurbjörnsson hefur skrifað undir 3ja ára samning við ÍBV og er að flytja til Eyja með fjölskyldu sína. Þessi öflugi varnarmaður hóf feril sinn eins og allir vita […]

Sigurður Grétar kominn heim

Eyjapeyinn Sigurður Grétar Benónýsson hefur skrifað undir 2ja ára samning við ÍBV. Siggi lauk námi í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári og er fluttur heim. Hann spilaði með Vestra á síðasta tímabili þar sem hann brá sér í ýmsar stöður í 22 leikjum og skoraði tvö mörk. “Það er mikil ánægja með að hafa fengið […]

Clara komin heim

Unglingalandsliðskonan Clara Sigurðardóttir hefur skrifað undir samning við ÍBV sem gildir út tímabilið 2021. Clara er uppalin í ÍBV en lék með Selfoss á seinustu leiktíð. Þrátt fyrir ungan aldur er Clara reynslumikill leikmaður sem á að baki 76 leiki í meistaraflokki og hefur skorað í þeim 7 mörk. Clara hefur einnig leikið með öllum […]

ÍBV fær 20 milljónir og Golfklúbburinn fimm

Bæjarráð tók á fundi sínum í morgunn fyrir erindi formanns og framkvæmdastjóra ÍBV-íþróttafélags um viðbótarfjárveitingu frá Vestmannaeyjabæ vegna tekjufalls félagsins af völdum Covid-19 sem nemur tugum milljóna króna. Um er að ræða beiðni um 20 m.kr. fjárstyrk fyrir árið 2020. Vegna samkomutakmarkana stjórnvalda hefur ÍBV orðið af bróðurparti tekna sinna á þessu ári. Félagið reiðir […]

Kristín Erna snýr aftur

Knattspyrnukonan Kristín Erna Sigurlásdóttir er komin heim. Kristín hefur skrifað undir samning við uppeldisfélag sitt eftir stutt stopp í Reykjavík og mun því spila með ÍBV í Pepsi Max deildinni á næsta tímabili. Kristín á að baki 136 leiki í efstu deild og hefur skorað í þeim 45 mörk. “Við bjóðum Kristínu hjartanlega velkomna heim […]

Gonzalo Zamorano til ÍBV

ÍBV hefur fengið mikinn liðsstyrk fyrir átökin í 1. deildinni næsta sumar en Gonzalo Zamorano hefur gert 2ja ára samning við félagið. Gonzalo lék með Víkingi Ólafsvík í sumar og þótti með betri mönnum deildarinnar þar sem hann skoraði hvert markið á fætur öðru. “Velkominn Gonzi og áfram ÍBV,” segir í tilkynningu frá félaginu. (meira…)

Hanna framlengir við ÍBV

Miðjumaðurinn Hanna Kallmaier hefur framlengt samning sinn við ÍBV fyrir komandi keppnistímabil. Hanna er 26 ára miðjumaður sem spilaði alla 16 leiki ÍBV í Pepsi Max deild kvenna á seinasta keppnistímabili. Hanna átti frábært tímabil og var í lok tímabilsins valin besti leikmaður liðsins. Hanna er mikilvægur hlekkur í ÍBV liðinu, hún er mikill dugnaðarforkur […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.