Jón Jökull Hjaltason hefur skrifað undir árs samning við ÍBV og leikur með liðinu á næsta ári. Jón kom til ÍBV á miðju sumri eftir að hafa glímt við meiðsli en vann sig inn í liðið og lék 7 leiki í Lengjudeildinni og skoraði í þeim tvö góð mörk. Þessi öflugi Eyjapeyi var í akademíu AGF í Danmörku og er hann mjög flottur miðjumaður sem við erum ánægð með að verði hjá okkur áfram segir í tilkynningu frá ÍBV.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst