“Eitt flottasta herrakvöld sem haldið hefur verið”

Herrakvöld ÍBV handbolta fer fram föstudaginn 17. nóvember. Veislustjóri kvöldsins er enginn annar en Logi Bergmann. Borðhald hefst klukkan 20:00 og eru fastir liðir á dagskrá eins og Happdrætti, Pílukeppnin og pöbbkviss. Miðaverð er 7.000 kr. En miðasala fer fram hjá Viktori Rakara og hjorvar@ibv.is. “Ekki láta ykkur vanta á herrakvöld ÍBV. Um er að […]

Stelpurnar fallnar úr Evrópubikarkeppninni

ÍBV hefur lokið þátttöku sinni í Evrópubikarkeppninni í handknattleik kvenna á þessari leiktíð. ÍBV tapaði tvívegis fyrir Madeira Anderbol SAD á tveimur dögum um helgina, 36:23 og 33:19 og því viðureigninni samtals með 27 mörkum. Báðir leikirnir fór fram ytra. Sara Dröfn Ríkharðsdóttir og Sunna Jónsdóttir voru markahæsta ÍBV kvenna með fjögur mörk hvor í […]

Suðurlandsslagur í dag

ÍBV fær Selfoss í heimsókn í dag þegar fram fer síðasti leikur níundu umferðar Olísdeildar karla. Selfoss liðið hefur farið illa af stað í vetur og situr að botni deildarinnar með tvö stig. ÍBV er í fimmta sæti með níu stig. Leikir þessara liða hafa í gegnum tíðina verið hin ágætasta skemmtun og engin ástæðia […]

Ómaklegt og ómálefnalegt

Stjórn handknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna gagnrýni ÍBV á félagið sem og Handknattleikssamband Íslands. Gagnrýnin hefur snúið að leikskipulagi ÍBV og þá helst leik Hauka og ÍBV í Olís-deild kvenna. Þar vísa Haukar gagnrýni ÍBV „alfarið á bug þar sem málið er ekki á forræði Hauka.“ Þar segir einnig að Haukar hafi […]

ÍBV-íþróttafélag fordæmir vinnubrögð HSÍ og Hauka – Tilkynning

Atburðarás síðustu daga hefur sýnt okkur hjá ÍBV-íþróttafélagi að það vill enginn hlusta. Við höfum kallað og kallað hátt en fáum lítil sem engin svör. Jafnvel þó heilsu íþróttafólks sé stefnt í hættu. Við kölluðum eftir samtali um velferð leikmanna. Það skipti engu máli hvert við leituðum,Haukar, HSÍ eða ÍSÍ. Alger þögn frá Haukum, HSÍ […]

Deila ÍBV við HSÍ og Hauka nær nýjum hæðum

Ótrúleg óbilgirni HSÍ og Haukar hafa sýnt ótrúlega óbilgirni vegna þátttöku ÍBV í Evrópukeppni kvenna. Neituðu að fresta leik sem fer fram á Ásvöllum í kvöld. Nú bætast samgönguerfiðleikar ofan á vanda Eyjakvenna og fara þær með Björgunarbátnum Þór í Landeyjahöfn til að geta mætt í leikinn á Ásvöllum í kvöld. Með Þór í Landeyjahöfn […]

Umdeildur toppslagur í dag

Kvennalið ÍBV og Hauka mætast á Ásvöllum í dag. Lið Hauka hefur byrjað tímabilið vel og situr í efsta sæti deildarinnar. ÍBV liðið er í þriðja sæti deildarinnar. Leikurinn hefur fengið meiri umfjöllun í aðdraganda hans en gengur og gerist með deildarleiki í nóvember. Ástæðan er yfirlýsing sem ÍBV sendi frá sér á dögunum um […]

Olga Sevcova framlengir og lánuð til Tyrklands

Knattspyrnukonan Olga Sevcova hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við ÍBV en hún hefur þegar verið lánuð til tyrkneska félagsins Fenerbahce þar sem hún mun leika þar til hún kemur til liðs við ÍBV áður en leiktímabilið 2024 hefst í apríl. Olga er lettnesk landsliðskona sem hefur leikið mjög vel með ÍBV í Bestu […]

Skora á HSÍ að hafa velferð og heilsu leikmanna í öndvegi

Handknattleiksdeild ÍBV skorar á Handknattleikssambandi Íslands þar sem gerðar er athugasemdir við leikjaálag meistaraflokks kvenna. Liðið á fjóra leiki á átta dögum og þar af tvo Evrópuleiki með tilheyrandi ferðalögum. Tilkynninguna frá ÍBV má lesa í heild sinni hér að neðan. ÍBV Íþróttafélag -handknattleiksdeild hefur sýnt þann metnað að taka þátt í Evrópukeppni þegar að […]

Í stormi eflist fólk og hópurinn þjappast saman

Það hefur verið í mörg horn að líta hjá Ellert Scheving Pálssyni nýjum framkvæmdastjóra ÍBV íþróttafélags á fyrstu mánuðum í starfi. Ellert hóf störf í miðri úrslitakeppni í handboltanum síðasta vor þar sem bæði lið komust í úrslitaeinvígi og strákarnir tryggðu sér Íslandsmeistaratitil. Þar á eftir tók sumarið við með öllum sínum verkefnum en þar […]