Í stormi eflist fólk og hópurinn þjappast saman
31. október, 2023

Það hefur verið í mörg horn að líta hjá Ellert Scheving Pálssyni nýjum framkvæmdastjóra ÍBV íþróttafélags á fyrstu mánuðum í starfi. Ellert hóf störf í miðri úrslitakeppni í handboltanum síðasta vor þar sem bæði lið komust í úrslitaeinvígi og strákarnir tryggðu sér Íslandsmeistaratitil. Þar á eftir tók sumarið við með öllum sínum verkefnum en þar á meðal eru að sjálfsögðu stóru mótin og Þjóðhátíð. Það hefur líka gustað nokkuð um fótboltann síðan Ellert kom til starfa en niðurstaðan var fall beggja liða úr efstu deild og þá hefur félagið líka legið undir ámæli fyrir yngri flokka starfið í fótboltanum. Það var því ekki annað hægt en að byrja á því að spyrja Ellert hvernig honum liði með þetta allt saman í þessu fjölbreytta starfi sem svo margir hafa skoðun á. „Mér líður bara ágætlega, ég vissi á einhvern hátt út í hvað ég var að fara. Ég fylgdist með pabba í þessu starfi í mörg ár. Það gustaði nú oft um hann og það hefur gustað um flesta sem hafa sest í þennan stól. Ég næ alveg að leiða svona hluti hjá mér. Þegar ég veit að ég er að gera eitthvað sem ég veit að á endanum verði gott. þá er ég kannski ekki mikið að láta annað trufla mig. Mér lýst bara vel á þetta en það er verk að vinna. 

Feta sömu slóð
Ellert segist ekki hafa orðið var við það að fólk sé að bera hann sama við pabba sinn í þessu starfi. „Nei ég hef ekki orðið var við það. Þó hafa heldri félagar sem ég hef verið í samskiptum við gert sér ákveðnar hugmyndir um mig sem er svo sem ekkert óeðlilegt. Við verðum seint sagðir mjög líkir. Eg hef oft heyrt að það renni ekki í mér blóðið. Það sama verður kannski ekki alltaf sagt um pabba minn, hann hefur aðra nálgun á hlutina. Ég er ekki pabbi minn en okkur hefur oft verið líkt saman. Við erum náttúrulega að feta sömu slóð, það er ekkert óeðlilegt að það verði einhver samanburður þar.“ 

Óvinnandi stríð
Hann segir að þrátt fyrir að hafa vitað ágætlega út í hvað hann var að fara þá hafi þó eitt og annað komið honum á óvart á fyrstu metrunum en fátt þó eins og staðan í þjálfaramálum í yngri flokkunum í fótbolta. „Staðan var og er bara langt frá því að vera góð. Við vorum undirmönnuð, höfðum misst þrjá þjálfara á skömmum tíma. Það var bara óvinnandi stríð. Þegar ég kem að starfinu er þetta komið í þann farveg að þetta var erfitt. Ég þekkti svo sem einungis þetta starf í gegnum son minn sem hefur verið að æfa og upplifði ekki annað en að þetta hafi verið fínt. Það var náttúrulega bara mjög erfitt að lenda í þessum mannabreytingum og ekki hægt að finna fólk í þessa sumarvinnu svona seint. Það er þó mikilvægt að koma því á framfæri að þeir þjálfarar sem eftir stóðu sýndu og sönnuðu í sumar að við erum heppin að hafa þau. Þau stigu inn í öll störf án þess að kvarta og unnu kraftaverk. Það er ljóst að við þurfum að fjölga í þjálfun og gera okkar besta til að þetta fari ekki aftur svona.“ Allir þessir þjálfarar sneru sér að meistaraflokksþjálfun og þar af tveir hjá ÍBV. Ellert viðurkennir fúslega að hluta til sé um heimatilbúinn vanda að ræða.  Hann segir ýmislegt hafa verið reynt í sumar til að brúa bilið og fá fólk til að koma að starfinu. „Það var leitað til fjölda aðila bæði fyrrverandi leikmanna, þjálfara og fleiri. Fólk hefur nóg að gera og á miðju sumri er þetta mjög erfitt, fólk er bara löngu búið að ráðstafa sínum tíma.“ Hann segir einnig erfitt að nota mikið leikmenn meistaraflokkanna. Það er erfitt að púsla þessu saman. “ 

Vantar meiri tengingu
Ellert segir þó að full ástæða sé til að skoða hvernig hægt sé að auka tengsl milli leikmanna meistaraflokkanna og yngri iðkenda. „Það er sérstakt að á meðan umgjörðin hefur stækkað og miklu meiri sýnileiki er öllum miðlum þá hefur áhugi krakkanna minnkað á að mæta á fótboltaleiki. Ég sé þetta bara á syni mínum og vinum hans og svo sést þetta bara á mætingunni á leikjum. Það er svo merkilegt að þessir strákar sem vita allt um fótbolta víðs vegar um heiminn mæti ekki á völlinn og hafi lítinn áhuga á sínu eigin liði. Ég veit ekki hvar við fórum út af sporinu en þarna vantar meiri tengingu við meistaraflokkana sem við þurfum að laga. Ég er ekki viss um að þetta sé bundið við Vestmannaeyjar en við þurfum alla vega að huga að þessu.“ Ellert segir iðkendur vissulega fá frítt á leiki og sumir þjálfarar séu duglegir að hvetja börnin til að mæta og taka þátt en betur má ef duga skal. „Ég gleymi því aldrei þegar ég var að æfa með FH sem barn þá mættu bara þessar hetjur eins og Arnar Þór Viðarsson eða Andri Marteinsson á æfingu og afhentu hverjum krakka merkt skírteini og hvöttu þá til að mæta á leiki. Mitt fyrsta verk var að fara niður í Hókus Pókus og kaupa veski til að geyma kortið og þetta var verðmæt eign, ég missti ekki af mörgum leikjum það sumarið. Við þurfum að gera eitthvað á þessa vegu.“ 

Þurfum að hjálpast að
Ellert segir það styrkja alla að tengja krakkana betur við meistaraflokka og félagið. „Við verðum bara að horfast í augu við það að árgangar minnka og minnihluti krakka æfir íþróttir þurfum við að leggja okkur fram um að skapa góða umgjörð fyrir alla sem vilja vera með. Það snýst ekki bara um heimsklassa þjálfara eða umgjörð það er líka bara félagslegi þátturinn. Þetta er ekki bara verkefni ÍBV heldur líka foreldra, það er alveg þekkt í flokkum þar sem eru öflug og virk foreldraráð þar helst hópurinn betur, nær betri árangri og fleiri skila sér upp í eldri flokka. Þá er ég ekkert bara að tala um í Vestmannaeyjum heldur bara yfir landið. Þarna getum við gert betur í mörgum árgöngum og við þurfum að hjálpast að við það.“ 

Áfall en ekki heimsendir
Það var ekki hægt að sleppa Ellert án þess að ræða sumarið hjá meistaraflokkunum. „Þetta var auðvitað erfitt sumar og niðurstaðan ákveðið áfall að sjá bæði liðin og KFS falla niður um deild. Þetta er samt ekki heimsendir. Staðan er nú samt sem áður sú að það eru ekki nema tvö ár síðan strákarnir komu upp úr þessari deild. Það gleymist svolítið í þessari umræðu allri. Það hefur líka oft verið rætt að það sé mjög erfitt að komast upp úr næst efstu deild karla. ÍBV hefur fallið þangað tvisvar á þessari öld og í bæði skiptin stoppað þar í tvö tímabil þannig að það er bara verkefni framundan.“ 

Endurskoða og horfa inn á við
Aðspurður um tekjutap af því að leika ekki í efstu deild vildi Ellert ekki nefna upphæðir en sagði það umtalsvert. „Það munar auðvitað um allar tekjur í þessu starfi. Það er mikill munur á tekjum af sjónvarpi og svo EUFA styrkjum. Eins og staðan er núna þá verða breytingar á rekstrinum næsta sumar, við þurfum að endurskoða hvernig við stillum upp liði í 1. deild. Við þurfum að horfa inn á við og nýta þá krafta sem eru í boði hér heima.“ 

Svörin ekki á kaffistofum bæjarins
Það hafa ýmis spjót staðið á ÍBV síðustu vikurnar á samfélagsmiðlum og víðar. Þar hafa verið til umræðu bæði árangur sumarsins og staðan í málefnum yngri flokka. Þetta hefur að sjálfsögðu ekki farið fram hjá Ellert frekar en öðrum. „Það er eðlilegt, það hafa allir skoðanir á ÍBV sama hvort þær eru góðar eða slæmar. Það sem hefur aftur á móti gerst að ég hef fengið til mín fólk síðustu daga sem hefur bæði viljað fá betri upplýsingar um stöðu mála sem er mjög gott það eru allir velkomnir í Týsheimilið því svörin fást venjulega ekki á facebook eða á kaffistofum úti í bæ. Það hefur líka komið aðilar sem hafa viljað hjálpað til og það er rétt að taka það fram að það eru allir þeir sem vilja leggja sitt af mörkum fyrir ÍBV eru velkomnir og ég mun engum vísa frá. Það er nóg af verkefnum fyrir hendi og hægt að finna verkefni fyrir alla.“ 

Sjálfboðaliðarnir verðmætasta eignin
Ellert segir líka ýmislegt í gangi í félaginu og þar beri hæst sú vinna sem sáttahópurinn sem skipaður var hefur verið að vinna. „Þetta er mikil vinna og umfangsmikil sem hópurinn hefur staðið að og fram hefur farið mikil endurskoðun á ýmsu innan félagsins. Mest vinna liggur á bakvið barna og unglingastarfið. Aðalstjórn hefur verið að kynna þessa vinnu fyrir nefndum og ráðum innan félagsins og hefur þessu verið vel tekið og það er góður samhljómur í félaginu að bæta það sem þarf að laga og horfa til framtíðar félaginu okkar til heilla.“ 

Ellert hafði þetta að segja að lokum. „Það verðmætasta sem ÍBV á eru sjálfboðaliðarnir og við reiðum okkur mikið á þá. Í svona stormi eflist fólk og hópurinn þjappast saman. Það er ekkert félag á landinu sem býr yfir jafn sterkum hóp sjálfboðaliða. Það er ekkert félaga á landinu sem getur gert svona hluti eins og við gerum.“ 

Greinina má einnig lesa í 20. tbl Eyjafrétta.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 17 Tbl EF Min
17. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson
Mest lesið
viðburðir
Sjóslys 16des1924 Teikning 10des2024
16. desember 2024
16:00
Dagskrá í Sagnheimum um sjóslysið við Eiðið fyrir 100 árum
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst