Eyjakrakkar í hæfileikamótun HSÍ

Hæfileikamótun HSÍ og Bláa lónsins fer fram helgina 16. – 17. maí nk. Þar æfa strákar og stelpur fædd 2006 undir stjórn Halldórs Jóhanns Sigfússonar og Rakelar Bragadóttur og fá leikmenn smjörþefinn af því hvernig yngri landslið HSÍ æfa hverju sinni. ÍBV á nokkra fulltrúa í hópnum en þau eru: Herdís Eiríksdóttir Júnía Eysteinsdóttir Auðunn […]

Stelpurnar hefja leik 13. júní og strákarnir viku seinna

KSÍ hefur endurraðað mótum sumarsins og birt ný drög að leikjaniðurröðun sumarsins á vef KSÍ. Upphaf móta miðast við að staðan í þjóðfélaginu verði þannig að heilbrigðisyfirvöld heimili að leikir fari fram. Stelpurnar í ÍBV mæta Þrótti R fyrsta leik sumarsins á Hásteinsvelli laugardaginn 13. júní samkvæmt þessum drögum en strákarnir hefja leik viku seinna […]

Sigurbergur leggur skóna á hilluna

Sigurbergur Sveinsson hefur tekið þá ákvörðun að leggja skóna á hilluna. Þetta kemur fram á facebook síðu handknattleiksdeildar ÍBV. Sigurbergur, eða Beggi eins og við köllum hann, á að baki glæstan feril hér heima jafnt sem erlendis. Hann lék jafnframt 56 landleiki á sínum ferli og skoraði í þeim 65 mörk. Beggi hóf sinn feril […]

Æfingar hefjast á mánudag

Æfingar hefjast samkvæmt æfingatöflu mánudaginn 4. maí. ÍBV sendi frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að æfingar hjá iðkendum á grunnskólaaldri verða með eðlilegum hætti en iðkendur er þó hvattir til að hafa hreinlæti í hávegum. Foreldrum er ekki heimilt að koma inn í íþróttahús eða Herjólfshöll til að horfa á æfingar eða sækja […]

Þrátt fyrir böl og alheimsstríð, þá verður haldin Þjóðhátíð

ÍBV sendi núna seinnipartinn frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að vinna við undirbúning þjóðhátíðarinnar 2020 haldi áfram, auk vinnu við ráðstafanir komi til þess að halda verði hátíðina í breyttri mynd. Tilkynning þessi er send í framhaldi af fréttum dagsins um fjöldatakmarkanir við hátíðarhöld í sumar. Tekið er fram að öryggi gesta, listamanna, […]

Draumaleikur ÍBV

Kæru Eyjamenn Komandi laugardag átti fótboltasumarið að hefjast hjá okkur í ÍBV með bikarleik gegn Grindavík. Vetrarmótin höfðu gengið mjög vel og mátti hvergi sjá að ÍBV léki deild neðar en mörg lið sem liðið keppti við og vann. Ekki er ljóst hvenær knattspyrnusumarið hefst en miðað við fréttir Almannavarna nú dag eftir dag fer […]

Handbolta tímabilinu lokið

Stjórn HSÍ ákvað á fundi sínum í kvöld að aflýsa öllu frekara mótahaldi á vegum sambandsins. Ákvörðun þessi er tekin í ljósi þess að yfirvöld hafa ákveðið að framlengja samkomubanni til 4. maí nk. og er því ljóst að ekki verður unnt að hefja keppnir að nýju þar sem félögin þarfnast að minnsta kosti 2-3 […]

Aðalfundi ÍBV frestað

Aðalstjórn ÍBV hefur ákveðið að seinka fyrirhuguðum aðalfundi um óákveðinn tíma. Skv. lögum félagsins skal halda fundinn eigi síðar en 1 maí ár hvert en í ljósi þeirra aðstæðna sem nú ríkja vegna útbreiðslu Covid-19 veirunnar verður honum seinkað. Boðað verður til fundarins með auglýingu síðar. (meira…)

Karolina og Marta framlengja við ÍBV

Karolina Olszowa og Marta Wawrzynkowska skrifuðu í gær undir eins árs framlengingu á samningi sínum við ÍBV. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu ÍBV þar segir að stelpurnar hafi spilað stór hlutverk í liðinu og staðið sig með mikilli prýði. Jafnframt hafa þær fundið sig vel í Eyjum og segjast ótrúlega ánægðar með fólkið […]

Birna Berg aftur til ÍBV núna sem skytta

Birna Berg Haraldsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við ÍBV. Þetta kemur fram í tilkynningu sem handknattleiksdeild ÍBV sendi frá sér í dag. Birna lék á árum áðum í marki fyrir kvennalið ÍBV í knattspyrnu. Birna er örvhent skytta og hefur leikið með íslenska landsliðinu undanfarin ár, en með landsliðinu hefur hún skorað 118 […]