Strákarnir áfram í 8-liða úrslit eftir sigur á Fjölni

ÍBV tryggði sér sér sæti í átta liða úrslitum Mjólkurbikarkeppni karla eftir 2-0 sigur á Hásteinsvelli í dag. Það voru nafnarnir Jonathan Franks og Glenn sem skoruðu mörk ÍBV. Fyrst Franks á 37. mínútu eftir frábæra sendingu frá Breka Ómarssyni. Glenn innsiglaði svo sigurinn eftir að Atli Gunnar Guðmundson varði skot Gilson Correia beint í […]

Stórsigur á Stjörnunni

ÍBV tók á móti Stjörnunni úr Garðabæ í leik í Pepsi Max-deild kvenna í gærkvöldi. Það tók ÍBV aðeins níu mínútur að setja fyrsta markið. Cloé Lacasse opnaði þá markareikning kvöldsins er hún skoraði eftir sendingu frá Sesselju Líf Valgeirsdóttur. Á 27. mínútu fékk ÍBV svo víti en Birta Guðlaugsdóttir, markverður Stjörnunnar gerði sér lítið […]

Lokahóf yngri flokka í Handbolta

Lokahóf yngri flokka í Handbolta Verður í Herjólfsdal á morgun mánudag 27. maí. Sprell og léttar veitingar. Tími hjá hverjum og einum flokk er: 8. flokkur kl. 15:00 – 16:00 7. flokkur kl. 15:20 – 16:20 6. fokkur kl. 15:40 – 16:40 5. flokkur kl. 16:00 – 17:00 4. flokkur kl. 19:00 þriðjudaginn 28. maí í […]

Eins marks tap gegn KR á Meistaravöllum

ÍBV mætti KR í Meistaravöllum í leik í 4. umferð Pepsi Max-deildarinnar í gærkvöldi. KR byrjuðu leikinn mun betur og skoruðu eftir aðeins 14. mínútna leik. Á 37. mínútu fékk leikmaður KR, Laufey Björnsdóttir sitt annað gula spjald og því rautt eftir klaufaleg brot. Þrátt fyrir að vera einni færri á vellinum bættu heimamenn við marki […]

ÍBV með eitt stig á botninum eftir fjórar umferðir

Enn þurfa Eyjamenn að bíða eftir fyrsta sigrinum í Pepsi deild-karla en ÍBV sótti heim HK í Kórinn í Kópavogi í gærkvöld. Eyjamenn byrjuðu leikinn vel og sóttu stíft en fengu hins vegar á sig mark á 14. mínútu eftir hornspyrnu HK. Þar með tók HK mest öll völd á vellinum. Á 28. mínútu fékk […]

Stelpurnar taka á móti Þór/KA í dag

ÍBV tekur á móti Þór/KA á Hásteinsvelli í 3. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í knattspyrnu í dag kl. 14.00. Bæði lið eru með 3 stig eftir fyrstu tær umferðirnar og má því búast við hörku leik í dag. (meira…)

ÍBV úr leik eftir tap á Ásvöllum

Oddaleikur undanúrslita rimmu ÍBV og Hauka fór fram á Ásvöllum í gær. Fjölmargir Eyjamenn fylgdu liði sínu í Hafnarfjörðinn og stemningin frábær. Haukar hófu leikinn af miklum krafti og náðu fjögurra marka forystu strax á 7. mínútu. ÍBV vann sig jafnt og þétt inn í leikinn en komst aldrei nær en eitt mark rétt fyrir […]

Fyrstu stigin í hús hjá strákunum

ÍBV nældi sér í sitt fyrsta stig í gær í Pepsi Max-deildinni er þeir gerðu 2-2 jafntefli í blíðskaparveðri á Hásteinsvelli. Sigurjón Rúnarsson leikmaður Grindavíkur fékk slæma byltu á 9. mínútu eftir harkalegt samstuð við Guðmund Magnússon sóknarmann ÍBV. Hann lá óvígur eftir á vellinum og var hlúð að honum í 20 mínútur þar til […]

ÍBV tryggði sér oddaleikinn

ÍBV tryggði sér oddaleik með sigri á Haukum í kvöld í undanúrslitum Olís-deildar karla nú í kvöld. Fullt var út úr dyrum í Höllinni og rífandi stemning á pöllunum. Eyjamenn tóku frumkvæðið mjög fljótlega í leiknum með glimrandi góðum sóknarleik og héldu því nánast allan leikin. Haukar hleyptu þeim þó aldrei mjög langt framúr. Staðan […]

ÍBV og Haukar mætast í fjórða leiknum í Eyjum í kvöld

Undanúrslitarimma ÍBV og Hauka hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum enda farið fram jafnt innan sem utanvallar. Nú er hinsvegar komið að næsta handboltaleik liðanna. Liðin mætast í kvöld kl. 18.30 í Vestmannaeyjum. Síðasti leikur liðanna í Eyjum er enn í umræðunni en þar fóru fjögur rauð spjöld á loft þar á meðal eftir hið […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.