Kristján hættir með ÍBV

Kristján Guðmundsson þjálfari meistaraflokks karla ÍBV hefur tekið þá ákvörðun um að hætta þjálfun liðsins eftir leik liðsins gegn Grindavík á laugardag. Leikmönnum var tilkynnt um þetta eftir æfingu liðsins fyrr í dag. Síðastliðin 2 ár hefur Kristján unnið gott starf fyrir ÍBV og lagt sitt af mörkum í að gera ÍBV að stöðugu liði […]

Ian Jeffs hættur með kvennalið ÍBV

Ian Jeffs er hættur sem þjálfari kvennaliðs ÍBV en þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net. Samningur Jeffs er að enda og hann ætlar ekki að framlengja hann. Jeffs hefur þjálfað ÍBV undanfarin fjögur tímabil en í ár endaði liðið í 5. sæti í Pepsi-deildinni. Í fyrra varð ÍBV bikarmeistari undir stjórn Jeffs en liðið […]

ÍBV tryggði sæti sitt í efstu deild að ári

Eyjamenn tryggðu sæti sitt í efstu deild á næsta tímabili í dag með góðum sigri á nýkrýndum Bikarmeisturum Stjörnunnar á Hásteinsvelli í dag. Um leið gerðu þeir svo gott sem út um íslandsmeistaradrauma Stjörnumanna. Stjarnan komst yfir á 23. mínútu þegar Halldór Páll Geirsson, markvörður ÍBV, felldi Guðjón Baldvinsson inn í teig Eyjamanna. Hilmar Árni […]

Tap hjá báðum liðum í dag

Í Olísdeild kvenna í handbolta fengu Eyjastúlkur nýliða HK í heimsókn. HK stúlkur byrjuðu leikinn mikið betur og leiddi leikinn framan af. ÍBV átti þá góðan kafla og komst yfir og leiddu með tveimur mörkum í hálfleik. HK stúlkur byrjuðu seinni hálfleikin enn betur en þann fyrri og leiddu með fimm mörkum í góðan tíma. […]

Eyjastúlkur enda í fimmta sæti Pepsi-deildarinnar

Það var ekki mikið undir þegar stelpurnar í ÍBV sóttu Selfoss heim í loka umferð Pepsí-deildar kvenna í dag. Eyjastúlkur byrjuðu leikinn af miklum krafti og fengu þrjú dauðafæri á fyrstu mínútu leiksins. ÍBV hélt pressunni vel í fyrri hálfleik en Selfoss vörnin hélt og staðan 0-0 í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var með heldur rólegra […]

Lokahóf yngri flokka fer fram á fimmtudag

Lokahóf yngri flokka í knattspyrnu verður haldið í Týsheimilinu á morgun fimmtudag. Dagskráin er sem hér segir: Kl. 15.30 – 16.15  7. og  8.flokkur. Kl. 16.30 – 17.15  5. og  6.flokkur. Kl. 18.30 – 20.00  3. og  4.flokkur. Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að mæta með iðkendum. ÁFRAM ÍBV (meira…)

ÍBV meistarar meistaranna

Eyjamenn bættu enn einum bikarnum í safnið nú í kvöld þegar þeir fengu silfurhafa Coca-cola bikarsins, Fram í heimsókn í Meistaraleiknum. Framarar byrjuðu leikinn ágætlega og það tók Eyjamenn smátíma að finna taktinn. En tóku fljótlega öll völd á vellinum og stýrðu leiknum vel. ÍBV náði mest 10 marka forystu og dreifði Erlingur Richardsson, þjálfari […]

Skiptu með sér stigunum í botnbaráttunni

ÍBV tók á móti Víkingi frá Reykjavík í botnbaráttuleik í Pepsi-deild karla í dag. Geof­frey Castilli­on kom Vík­ing­um yfir á sjö­undu mín­útu. Sindri Snær Magnússon jafnaði hins vegar fyrir ÍBV á 26. mín­útu eft­ir fyr­ir­gjöf Kaj Leo í Bartals­stovu. Liðin sóttu á víxl og fengu bæði ágætis færi en hvorugu liðinu tókst að skora. Þau […]

Gunnar Heiðar með þrennu í kveðjuleiknum

Hann var þýðingarlítill leikur ÍBV og Grindavíkur í lokaumferð Pepsi-deild karla í dag. Bæði lið gengu því pressulaus inn á Grindavíkurvöll. Leikurinn var síðasti leikur ÍBV undir stjórn Kristjáns Guðmundssonar, þjálfara. En einnig var þetta síðasti leikur Gunnars Heiðars Þorvaldssonar á ferlinum og má svo sannarlega segja að hann hafi kvatt með stæl. Leikurinn var […]

Góðir sigrar úti í Finnlandi

Nú líður að því að Olísdeildir karla og kvenna í handbolta fari af stað á ný, en hún hefst 9. september. Undirbúningur liðanna er því í fullum gangi. Einn liður í undirbúningnum hjá körlunum var Ragnarsmótið á Selfossi sem fram fór dagana 16.-18. ágúst. Þar var keppt í tveimur riðlum. Í A-riðli léku Selfoss, ÍR […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.