Ef fullreynt er að fljúga á markaðslegum forsendum þarf að bregðast við því

Bæjarráð ræddi á fundi sínum á miðvikudag ákvörðun Icelandair um að hætta öllu áætlunarflugi til og frá Vestmannaeyjum, 31. ágúst. Ákvörðunin er vissulega mikil vonbrigði fyrir Vestmannaeyinga, en eftirspurn eftir flugi milli lands og Eyja var undir þeim væntingum sem Icelandair hafði gert ráð fyrir. Það er að mati flugfélagsins fjárhagslega ómögulegt að halda úti […]

Icelandair hættir flugi til Vestmannaeyja

Icelandair hættir flugi til Vestmannaeyja nú í lok ágústmánaðar og lýkur sumaráætlun mánuði fyrr en ráðgert var. Þetta er vegna dræmrar eftirspurnar og er óvíst hvort félagið taki upp þráðinn að nýju næsta sumar. Vefsíðan Flugblogg greindi fyrst frá málinu og vitnar í Ásdísi Ýr Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair. „Við ákváðum að ljúka sumaráætlun okkar fyrr en […]

Sumaráætlun Icelandair til Vestmannaeyja tekur gildi

Frá og með deginum í dag, 2. júní, tekur sumaráætlun Icelandair til Vestmannaeyja gildi en samkvæmt henni verður flogið fjórum sinnum í viku, tvisvar á dag – morgunflug og kvöldflug.  Þetta er stór áfangi í innanlandsflugi Icelandair en síðast flaug Icelandair til Vestmannaeyja í áætlunarflugi yfir sumartímann árið 2010. Í vetur gerði Samgönguráðuneytið samning við […]

Stefnt að því að hefja flug í næstu viku

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið mun semja við Icelandair um lágmarksflug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja til 1. maí á næsta ári. Farnar verða að tvær ferðir í viku, fram og til baka. Stefnt er að því að flugið hefjist í næstu viku. Áætlunarflug á markaðslegum forsendum milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja lagðist af í september vegna minni eftirspurnar sem […]

Ríkisábyrgð á Icelandair

Fjárlaganefnd Alþingis fjallar nú um ríkisábyrgð til handa Icelandair Group upp á 15 milljarða króna vegna tekjufalls fyrirtækisins í tengslum við veirufaraldurinn. Málið kemur til afgreiðslu á Alþingi í þessari viku. Árið 2020 er versta ár í sögu flugrekstrar í heiminum. Telja má afrek að félagið hafi staðið af sér þá storma sem hafa geisað […]