“Það er eðlilegt að okkur svíði”

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, er ein þeirra sem bættist við hóp gagnrýnenda hlaðvarpsins “Eldur og Brennisteinn” í gær. Eyjafréttir höfðu greint frá því að Elliði Vignisson, fyrrverandi bæjarstjóri sveitarfélagsins, hefði gagnrýnt ummæli í þættinum harkalega í færslu sinni sem bar titilinn “Nú er mál að linni!”. Ástæða gagnrýninnar voru ljót orð sem þáttastjórnendur hlaðvarpsins, […]
Vestmannaeyjabær fær jafnlaunavottun

Í dag afhenti Sigurður M Harðarson frá iCert vottunarstofu, Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra, skírteini til staðfestingar á vottun jafnlaunastjórnunarkerfis Vestmannaeyjabæjar. Með skírteininu er staðfest að Jafnlaunastjónunarkerfi Vestmannaeyjabæjar sé í samræmi við jafnlaunastaðal IST 85 og hefur Jafnréttisstofu staðfest vottunina. Vestmannaeyjabær bætist þar með á lista þeirra 300 fyrirtækja og stofnana sem hlotið hafa jafnlaunavottun á Íslandi. […]
Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar

Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2020 var tekinn til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gærkvöldi. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri birti pistil á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar í gærkvöldi þar sem hún fer yfir helstu niðurstöður reikningsins. Hún segir að ársreikningurinn sýnir glögglega sterka stöðu bæjarsjóðs og jákvæða rekstrarafkomu, þrátt fyrir erfitt ár fjárhagslega í rekstri sveitarfélaga. Flest […]
Eyjamenn spurðir út í Pál og Írisi

Ábendingar hafa borist Eyjafréttum um að MMR hafi nú í gær haft samband við fjölmarga Eyjamenn og lagt fyrir „skoðanakönnun um Vestmannaeyjar“. Spurningarnar sem lagðar eru fram snúast m.a. um hversu ánægt eða óánægt fólk sé með störf Páls Magnússonar oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi annars vegar og með störf Írisar Róbertsdóttur bæjarstjóra hins vegar. Þá […]
Viljayfirlýsing um gerð baðlóns undirrituð

Á síðasta fundi bæjarstjórnar var samþykkt viljayfirlýsing um gerð baðlóns Vestmannaeyjum. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri og Kristján Gunnar Ríkarðsson, undirrituðu viljayfirlýsinguna fyrir hönd aðila. Þeir sem að verkefninu standa er Lava Spring Vestmannaeyjar ehf. og í forsvari er Kristján Gunnar Ríkharðsson. Kristján hefur komið að ýmsum stórum verkefnum, m.a. við uppbyggingu Skuggahverfis í Reykjavík og fjölbýlishúsabyggð […]
Skrifað undir samning um rekstur Herjólfs

Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar og Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyjarbæjar skrifuðu í dag undir samning um rekstur Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs. Þetta er endurnýjun og framlenging á eldri þjónustusamningi. „Reksturinn er ríflega ársgamall og kominn í gott horf eftir þá reynslu. Fyrri samningur var þróunarsamningur og mjög ánægjulegt að nú er kominn á framtíðarsamningur. Búið er að taka […]
Kveikjum neistann! Áhugahvöt og árangur í Vestmannaeyjum

Mennta- og menningarmálaráðuneyti, Vestmannaeyjabær, Háskóli Íslands og Samtök atvinnulífsins staðfesta í dag vilja sinn til samstarfs um undirbúning og framkvæmd þróunar- og rannsóknarverkefnis í Grunnskólanum í Vestmannaeyjum með það að markmiði að efla læsi og bæta líðan nemenda. Um er að ræða verkefni sem miðar að því að fylgja nemendum eftir frá upphafi grunnskólagöngu þeirra […]
Tvö vindhögg í sama málinu

”Bæjarfulltrúi skal beina beiðni um aðgang að gögnum til bæjarstjóra sem veitir honum afrit af gögnum, upplýsingum eða öðru aðgengi”. Þetta ákvæði, eða sambærilegt, hefur verið í bæjarmálasamþykkt Vestmannaeyja í áratugi og var m.a. samþykkt með þessu orðalagi 2013 þegar D-listinn var með hreinan meirihluta í bæjarstjórn. Þetta er eðlilegt og sambærilegar reglur eru í […]
Fólk hvatt til að stilla ferðum til og frá Eyjum í hóf

Vegna hertra samkomutakmarkana stjórnvalda í ljósi fjölgunar Covid-19 smita á landinu, hefur viðbragðstjórn Vestmannaeyjabær sent frá sér uppfærðar reglum um starfsemi bæjarins, sem sendar hafa verið framkvæmdastjórum og forstöðumönnum stofnana bæjarins til framkvæmdar. Opnunartími stofnana Vestmannaeyjabæjar verður óbreyttur áfram, en fólk er hvatt til að nýta sér rafrænarlausnir eða símaþjónustu sé þess einhver kostur frekar […]
Meira lýðræði – sami kostnaður

Rökin fyrir fjölgun bæjarfulltrúa úr sjö í níu eru einfaldlega þau að samsetning bæjarstjórnarinnar verður lýðræðislegri en með núverandi fyrirkomulagi. Það verður auðveldara fyrir minni framboð að koma manni að; þröskuldurinn lækkar því það þarf færri atkvæði á bak við hvern fulltrúa. Fjölgun bæjarfulltrúa leiðir sömuleiðis til þess að það verður erfiðara að ná meirihluta […]