Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2020 var tekinn til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gærkvöldi. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri birti pistil á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar í gærkvöldi þar sem hún fer yfir helstu niðurstöður reikningsins. Hún segir að ársreikningurinn sýnir glögglega sterka stöðu bæjarsjóðs og jákvæða rekstrarafkomu, þrátt fyrir erfitt ár fjárhagslega í rekstri sveitarfélaga. Flest sveitarfélög landsins eru að glíma við erfiða fjárhagsstöðu sem stafar fyrst og fremst af áhrifum Covid-19. Vissulega hefur Vestmannaeyjabær ekki farið varhluta af þeim áhrifum, ýmist í formi skertra tekna eða aukins kostnaðar. Hins vegar er staða bæjarsjóðs sterk og fjármálastjórnun fagleg og vel ígrunduð.
Rekstrarafkoman A-hlutanum neikvæð um rúmar 60 m.kr.
Þar kemur einnig fram að árið 2020 námu heildarrekstrartekjur samstæðu Vestmannaeyjabæjar 6.818. m.kr. og rekstrargjöld 6.701. m.kr. Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam því 118 m.kr. Rekstrarafkoma sveitarfélagsins var jákvæð um tæpar 30 m.kr. samkvæmt samstæðureikningi sveitarfélagsins, en hjá A-hlutanum var rekstrarafkoman neikvæð um rúmar 60 m.kr. Afkoman er verri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2020, sem stafar af niðurfærslu hlutafjár í Herjólfi ohf. í óbeinni niðurfærslu, sem áhrif hefur á A-hluta og samstæðureikninginn. Nemur niðurfærslan alls 108 m.kr., sem áhrif hefur á afkomu A-hlutans, en tapið nam alls 113 m.kr.
pistilinn í heild sinni má lesa hér
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst