Allur kvóti Fjallabyggðar í eigu Ramma

Á milli jóla og nýárs var tilkynnt um samruna Ramma hf á Siglufirði og Ísfélags Vestmannaeyja undir nafninu Ísfélagið. Í þessu eru auðvitað mikil tíðindi en bæði fyrirtæki hafa verið burðarásar í íslenskum sjávarútvegi um árabil. Í nýjasta tölublaði Eyjafrétta er rætt við Ægi Ólafsson, formann Sjómannafélags Ólafsfjarðar „Maður getur ekki mikið tjáð sig á […]

Afla­hlut­deild sameinaðs félags yfir lögbundnu hámarki

Verði samruni Ramma hf. og Ísfé­lags Vest­manna­eyja hf. samþykkt­ur verður hið nýja sam­einaða fé­lag með lang­mestu heim­ild­irn­ar í loðnu, alls 20,64%, sem er um­fram lög­bundið 20% há­mark. Miðað við 131.826 tonna út­hlut­un á yf­ir­stand­andi vertíð er um að ræða veiðiheim­ild­ir fyr­ir 843 tonn af loðnu. Þetta má lesa úr nýj­ustu sam­an­tekt Fiski­stofu um sam­an­lagða afla­hlut­deild […]

Ísfélagið býður jólasíld

Ísfélag Vestmannaeyja býður öllum bæjarbúum einstaka jólasíld, á meðan birgðir endast. Afhending fer fram í portinu við frystihús Ísfélagins að Strandvegi milli kl. 12 og 14 á morgun laugardaginn 3. desember. (meira…)

Ísfélagið – Jólasíldin handan hornsins

Venju samkvæmt eru starfsmenn Ísfélagsins, bæði í Vestmannaeyjum og á Þórshöfn, búin að leggja hjarta og sál í jólasíld félagsins fyrir komandi jólaveislu. Um er að ræða sitthvora leyniuppskriftina, en ætla má að hvor um sig sé best í heimi, líklega. Bæjarbúar, og aðrir sem vilja, fá að sjálfsögðu að njóta með okkur og verður […]

Vinnslustöðin og Ísfélagið styrkja stjórnvöld í Úkraínu

Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa ákveðið að styrkja stjórnvöld í Úkraínu um eina milljóna dala, jafnvirði um 130 milljóna króna. Með þessu vilja fyrirtæki í íslenskum sjávarútvegi leggja sitt af mörkum með von um að bundinn verði endir á hörmungar úkraínsku þjóðarinnar hið fyrsta. Haft verður samráð við íslensk stjórnvöld um ráðstöfun fjárins. Fyrirtækin sem að styrknum […]

Opna hermamót Ísfélagsins

Golfklúbbur Vestmannaeyja opnaði nýlega frábæra innanhúsaðstöðu til að spila golf við bestu mögulegu aðstæður. Ísfélag Vestmannaeyja kynnir nú fyrsta opna golfmótið í golfhermum. Allir golfarar eru hvattir til að taka þátt. Allar nánari upplýsingar um fyrirkomulag, leikreglur og skráningu má finna hér: https://www.isfelag.is/is/page/golf (meira…)

Vilja sjóborholur á Edinborgabryggju

Ísfélag Vestmannaeyja óskaði á fundi framkvæmda og hafnarráðs eftir leyfi til að bora tvær sjóborholur á Edinborgarbryggju skv. meðfylgjandi gögnum. Erindinu var vísað til umsagnar ráðsins. Ráðið samþykkti fyrir sitt leyti framkvæmdina og vísaði því til afgreiðslu Umhverfis- og skipulagsráðs en leggur áherslu á að frágangi verði lokið að fullu fyrir 15.maí 2022. ISF-FES-ARK-AFS-HROGN-0.100-1.pdf ISF-FES-ARK-AFS-HROGN-0.100-2.pdfBYGG-ISF-FES-HROGN-BR-BORH-2021-12-27.pdf […]

Ný Suðurey kom til hafnar í Vestmannaeyjum (myndir)

Nýtt uppsjávarskip Ísfélagsins kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í hádeginu í dag. Strax verður hafist handa við að læra á skipið og skrá það í íslenska skipaskrá. Skipið fær nafnið Suðurey VE 11 með skráningarnúmer 3016. Stefnt er að því skipið verði klárt til veiða um áramótin. Skipstjóri verður Bjarki Kristjánsson og yfirvélstjóri Sigurður Sveinsson. […]

Allir fá þá eitthvað fallegt

Hin margrómaða jólasíld Ísfélagsins verður afhent öllum sem vilja í dag milli kl 12 og 14, á meðan birgðir endast Í tilefni af 120 ára afmæli Ísfélagsins. Fram kemur í tilkynningu frá Ísfélaginu kemur fram að “í síldinni er mikil ást og enn meira af umhyggju. Með síldinni ætlum við einnig að gefa boli og […]

Afmælisrit Ísfélagsins aðgengilegt á netinu

Í tilefni 120 áraafmælis Ísfélags Vestmannaeyja var gefið út veglegt rit sem er nú í dreifingu bæði hér í Eyjum og á Þórshöfn. Ritið er 140 síður og fjallar um sögu félagsins í myndum aðallega. Þemað var fólkið í fyrirtækinu. Ritið er í senn fróðleg og áhugaverð heimild, enda er saga þess samofin sögu Vestmannaeyja […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.