Fyrirlestur um íþróttir barna og unglinga í sal Barnaskólans í dag

Síðasta áratuginn hefur verið mikil þróun í þjálfun barna og unglinga, aðstaða til íþróttaiðkunar hefur verið að batna og þjálfunin er sífellt að verða markvissari. Samhliða þessari bættri aðstöðu og aðgengi að góðri þjálfun hefur krafan um betri árangur einnig aukist, jafnt frá foreldrum, þjálfurum og íþróttafélögum. Jafnvel er þess krafist af ungum íþróttaiðkendum að […]

Barnastjarna eða afreksmaður? Fyrirlestur þriðjudaginn 16. apríl

Á síðustu árum og áratug hefur verið mikil þróun í þjálfun barna og unglinga, aðstaða til íþróttaiðkunar hefur verið að batna og þjálfunin er sífellt að verða markvissari. Samhliða þessari bættri aðstöðu og aðgengi að góðri þjálfun hefur krafan um betri árangur einnig aukist, jafnt frá foreldrum, þjálfurum og íþróttafélögum. Jafnvel er þess krafist af […]

Gullberg – Stórbætt æfingaraðstaða fyrir íþróttafólk

Sumarið 2023 fékk ÍBV gamla Týsalinn afhentan frá Vestmannaeyja bæ til afnota. Salurinn er mjög hentugur sem þreksalur og hefur í gegnum tíðina oft gengt því hlutverki. Má þakka núverandi og fráfarandi stjórn ÍBV ásamt Vestmannaeyjabæ að þetta sé loksins orðið að veruleika segir Elías Árni Jónsson sem sinnt hefur styrktarþjálfun hjá félaginu. Elías sá […]

Upplýsingum um rekstur aðildarfélaganna vantar í vinnu við framtíðarskipulag

Framtíðarskipulag og uppbygging íþróttamála í Vestmannaeyjum var til umræðu á fundi fjölskyldu og tómstundaráðs í gær. Hér er rakinn ferill málsins. Á 3095. fundi bæjarráðs Vestmannaeyja þann 19. mars 2019 var lagt til að fjölskyldu- og tómstundaráð taki upp framtíðarskipulag og uppbyggingu íþróttamannvirkja í Vestmannaeyjum. Fjölskyldu- og tómstundaráð ræddi málið á 266. fundi sínum þann […]

Umfangsmiklar hugmyndir í íþróttamálum

Framkvæmdastjóra fjölskyldu og fræðslusviðs ásamt æskulýðs-, íþrótta- og tómstundafulltrúa var falið, á fundi fjölskyldu og tómstundaráðs í vikunni, að fara yfir áfangaskýrslu starfshóps Vestmannaeyjabæjar um íþróttamál með þeim aðildarfélögum sem í skýrslunni voru. Markmiðið var að fara yfir hvort einhverjar breytingar hafi orðið hjá félögunum á tímabilinu sem starfshópurinn var að störfum og frá því […]

Hinn almenni íþróttaiðkandi er Íþróttamaður Vestmannaeyja

Það tilkynnist hér með að valnefnd hefur valið hinn almenna íþróttaiðkenda í Vestmannaeyjum, Íþróttamann Vestmannaeyja árið 2020. Æfinga- og keppnisbönn ásamt takmörkunum á æfingaferðum vegna heimsfaraldursins árið 2020 hafði mikil áhrif á alla íþróttaiðkendur. Með jákvæðu hugarfari og góðum þjálfurum voru iðkendur ungir sem aldnir mjög duglegir að æfa sína íþrótt sem best þeir gátu […]

Íþrótta- og æskulýðsstarf: Umfangsmiklar stuðningsaðgerðir í bígerð

Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í gær tillögu Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, og Lilju D. Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, þess efnis að ráðist verði í aðgerðir til að koma til móts við íþrótta- og æskulýðsfélögum landsins vegna þeirrar röskunar sem Covid-19 faraldurinn hefur haft á starf þeirra. Þátttaka barna og ungmenna í […]

70 ár liðin frá Evrópumeistaratitli Torfa í langstökki

Í dag 26. ágúst eru liðin 70 ár frá því að Eyjamaðurinn Torfi Bryngeirsson varð Evrópumeistari í langstökki sem enn í dag þykir eitt fræknasta afrek íslensks íþróttamanns. Evrópumótið í frjálsum íþróttum 1950 fór fram á Heysel leikvanginum í Brüssel, höfuðborg Belgíu dagana 23. – 27. Ágúst. Þar kom saman allt besta fjálsíþróttafólk Evrópu. Á […]

Íþróttir leik- og grunnskóla barna í hlé til 23. mars

Í samskiptum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands við landlækni, sóttvarnalækni og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur komið fram að vegna mikilla anna við að koma af stað starfi í leik- og grunnskólum landsins, í samræmi við þær reglur um nú gilda, hefur ekki náðst að ljúka undirbúningi fyrir þátttöku leik- og grunnskólabarna í íþróttastarfi. Því má gera ráð […]

Lífshlaupið ræst í þrettánda sinn

Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands ræsti Lífshlaupið í 13. sinn í morgun. Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til að gera hreyfingu að föstum lið í lífi sínu, hvort sem er í frítímanum, í vinnunni, í skólanum eða við val á ferðamáta. […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.