Jólasælgætissalan hefst í dag

Nú þegar aðventan er að renna í garð þá tökum við félagar í Kiwanisklúbbnum Helgafelli upp þráðinn og hefjum okkar starf við fjáröflun til að geta styrkt okkar samfélag með góðri aðstoð bæjarbúa. Föstudaginn 25. nóvember munun við ganga í hús og hefja okkar árlegu Jólasælgætissölu til styrktar góðum málefnum. Bæjarbúar og fyrirtæki hafa ávalt […]

Ljósin kveikt á jólatrénu á Stakkagerðistúni

Föstudaginn 25. nóvember kl. 17:00 verða ljósin kveikt á jólatrénu á Stakkagerðistúni. Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur létt jólalög og barnakór Landakirkju syngja. Njáll Ragnarsson formaður bæjarráðs og Guðmundur Örn Jónsson sóknarprestur segja nokkur orð. Jólasveinar verða á staðnum og færa börnum góðgæti. Ef veður verður óhagstætt verður viðburðinum frestað og mun slík tilkynning birtast á facebook […]

Ísfélagið – Jólasíldin handan hornsins

Venju samkvæmt eru starfsmenn Ísfélagsins, bæði í Vestmannaeyjum og á Þórshöfn, búin að leggja hjarta og sál í jólasíld félagsins fyrir komandi jólaveislu. Um er að ræða sitthvora leyniuppskriftina, en ætla má að hvor um sig sé best í heimi, líklega. Bæjarbúar, og aðrir sem vilja, fá að sjálfsögðu að njóta með okkur og verður […]

Óhefðbundinn þrettándi (myndir)

Þrettánda hald fór fram með óhefðbundnu sniði í gærkvöldi. Jólasveinar komust ekki til byggða af sóttvarnar ástæðum en létu þó sjá sig á Hánni til að kasta kveðju á Eyjamenn. Óskar Pétur lagði fjall undir fót og smellti nokkrum myndum í gærkvöldi af jólasveinum, þeirra aðstoðar sveinum og skotgenginu á Hánni. (meira…)

Leyfum jólaljósunum að loga

Vestmannaeyjabær hvetur bæjarbúa til þess að leyfa jólaljósunum að loga lengur. Gaman væri ef ljósin fengju að loga til 23. janúar og minnast þess með þeim ljósum að 48 ár er liðin frá því að gosið í Heimaey hófst. Þessi hefð hefur skapast á undanförnum árum að ljósin logi áfram og skapað sérstaka stemmningu og […]

Hver er ég um jólin í Vestmannaeyjum?

Jól í Vestmannaeyjum eru eðall á háu stigi. Eyjamenn í tímabundnum útlegðum víða um heim flykkjast aftur í Paradís og algengt er að ýmis mót séu sett í gang og þjóðaríþrótt Eyjamanna „Keppnin“ í hverju sem er fær að blómstra. Í gegnum útlegðarár mín lagði ég ýmislegt á mig til að ná jólum í Vestmannaeyjum […]

Vona að jólahelgin skili sér alla leið til áhorfenda

Messuhald verður með óhefðbundnu sniði í Landakirkju þetta árið. Brugðið var á það ráð að taka upp tvær athafnir annars vegar messu á Aðfangadegi jóla sem sýnd verður klukkan 18:00 á Aðfangadag og svo önnur athöfn sem birt verður á annan í jólum. Séra Guðmundur Örn sóknarprestur í Landakirkju segir þetta óneitanlega hafa verið undarlegt. […]

Gleðilega hátíð!

Bjallan á VSV-húsinu og kertið við Fiskimjölsverksmiðju VSV eru sýnilegir boðberar hins sanna jólaanda og lýsa upp tilveruna í svartasta skammdeginu í bænum okkar. Hvoru tveggja á sér sögu og er liður í aðventu- og jólahefð Vestmannaeyja. Reykháfurinn var reistur við bræðsluna sumarið 1925, mikið mannvirki og stöndugt. Hann hefur fyrir löngu lokið upphaflegu hlutverki […]

Jólagjafir, afmæli og starfslok

Hefð er fyrir því að Vinnslustöðin bjóði starfsmönnum sínum í jólakaffi á aðventunni og færi þeim gjafir og heiðri sérstaklega þá sem eru að láta af störfum eða átt hafa stórafmælinu á árinu. Jólakaffið féll niður í ár vegna samkomutakmarkana en starfsmenn fengu engu að síður afhentar gjafir vegna jóla, afmælis eða starfsloka. Þá má […]

Heimsóknarreglur yfir jólahátíðina á Hraunbúðum

Settar hafa verið upp ákveðnar heimsóknarreglur fyrir jólahátíðina á Hraunbúðum út frá tilmælum almannavarna. Frá þessu er greint í frétt á vef Hraunbúða. Eftirfarandi reglur verða á Hraunbúðum um jólahátíðina: Mælst er gegn því að íbúar fari í boð til ættingja yfir jólahátíðina, ef íbúi fer út gilda ákveðnar reglur um sóttkví sem hægt er […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.