Kári Kristján framlengir
Kári Kristján Kristjánsson hefur framlengt samning sinn um eitt tímabil við handknattleiksdeild ÍBV. „Kára þarf vart að kynna stuðningsmönnum ÍBV enda fyrirliði liðsins og núverandi Íslandsmeistari með meiru. Það er okkur mikil ánægja að Kári hafi ákveðið að taka eitt tímabil enn og hlökkum við til áframhaldandi samstarfs” segir í færslu á síðu ÍBV. (meira…)
Elliði inn fyrir Kára
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari hefur valið þá sextán leikmenn sem mæta Portúgal í dag í undankeppni EM 2022. Þrjár breytingar eru á hópnum sem mætti liði Portúgals í fyrri leikinum. Þeir sem koma inn eru Björgvin Páll Gústavsson markvörður, Elliði Snær Viðarsson og Kristján Örn Kristjánsson. Viktor Gísli Hallgrímsson, Alexander Petersson og Kári Kristján Kristjánsson eru […]
Elliði og Kári í 21 manna HM hóp
Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag æfingahópinn fyrir heimsmeistaramótið í Egyptalandi í handbolta í næsta mánuði. Guðmundur valdi 21 leikmann í æfingahópinn en fer með tuttugu leikmenn til Egyptalands. Eyjamennirnir Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach og Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV eru í leikmannahópnum en báðir leika þeir á línu. Hákon Daði Styrmisson hlaut ekki náð hjá Guðmundi […]
Kári Kristján íþróttamaður Vestmannaeyja 2019 (myndir)
Íþróttabandalag Vestmannaeyja hélt árlegt uppskeruhóf sitt í kvöld. Það var Kári Kristján Kristjánsson sem var valin íþróttamaður Vestmannaeyja 2019. Íþróttafólk æskunnar voru valin þau Helena Jónsdóttir knattspyrnu- og handboltakona, Clara Sigurðardóttir knattspyrnukona og kylfingurinn Kristófer Tjörvi Einarsson. Helga Jóhanna Harðardóttir formaður Fjölskyldu- og tómstundaráðs veitti viðurkenningar Vestmannaeyjabæjar til Íslandsmeistara ársins 2019 og til íþróttafólks sem […]
Grétar Þór klár – óvíst með Sigurberg og Tedda
Olísdeild karla í handbolta fer aftur af stað í kvöld klukkan 18:30, þegar ÍBV tekur á móti Val. Valsmenn voru á mikilli siglingu í deildinni fram að hléi og hafa á að skipa sterku liði og því ljóst að verkefnið er krefjandi. Við heyrðum í Kristni Guðmundssyni og spurðum hann út í ástandið á hópnum […]
Ég er ótvíræður Yatzy-meistari liðsins
Eins og eflaust hefur ekki farið framhjá neinum tekur Íslenska landsliðið í handbolta þátt í úrslitakeppni Evrópumeistaramótsins þessa dagana. Þar er okkar maður, Kári Kristján Kristjánsson, í stóru hlutverki. Við heyrðum í Kára á milli leikja, í miðri Yatsy viðureign. Nafn: Kári Kristján Kristjánsson. Fæðingardagur: 28. okt. 1984. Fæðingarstaður: Vestmannaeyjum. Fjölskylda: Giftur Kiddý. Á Klöru […]