Slor og Skítur – Live at Eldborg
Hljómsveitin Molda kom fram á Eyjatónleikunum í Eldborg 27. janúar ásamt öðrum góðum listamönnum. Molda flutti ásamt Kvennakór Vestmannaeyja og Karlakór Vestmannaeyja lagið Slor og Skítur eftir Guðmund Rúnar Lúðvíksson. Þeir hafa nú bætt um betur og gefið út tónleikaútgáfu af laginu á Spotify. Mix/Hljóðblöndun: Ásmundur Jóhannsson Mastering : Jóhann Ásmundsson Cover mynd : Brynja Eldon […]
Molda gefur út lag eftir Árna Johnsen
Hljómsveitin Molda sem kemur fram á Eyjatónleikunum í Eldborg 27. janúar n.k. hefur gert ábreiðu og endurgert lagið “Eyjan mín í bláum sæ” eða “Heim á ný” eins og lagið er stundum kallað eftir Árna Johnsen sem féll frá 6. júní 2023. Lagið hefur verið mikið spilað á Eyjakvöldum af sönghópnum Blítt og Létt og […]
Jólalaga-singalong og Grinch
Í dag fer fram í Landakirkju Jólalaga-singalong sem hefst kl. 13. “Þá ætlum við að koma saman til að syngja jólasálma og jólalög og gleðjast á góðri söngstund,” segir í tilkynningu frá Landakirkju. Kór Landakirkju, Kvennakór Vestmannaeyja og Karlakór Vestmannaeyja munu styðja við sönginn og flytja einnig verk einslega. Þá hefur heyrst að Grinch muni […]
Saman í kór
Það var skemmtileg samkoma sem fram fór í safnaðarheimili Landakirkju í gær þegar kórar í Vestmannaeyjum leiddu saman hesta sína. Það voru Kór Landakirkju, Kvennakór Vestmannaeyja og Karlakór Vestmannaeyja sem héldu eins konar kóramót og buðu Eyjamönnum að hlíða á afraksturinn. Æfingar hafa staðið yfir bæði sameiginlegar og hver kór fyrir sig síðustu vikurnar. Tilgangur […]
Kjötsúpukvöld Karlakórs Vestmannaeyja
Karlakór Vestmannaeyja býður alla karlmenn velkomna í kjötsúpuveislu í Akógessalnum fimmtudagskvöldið 14. september næstkomandi. Kjötsúpukvöld KKVE er kjörið tækifærið til að kynna sér starf kórsins og ganga til liðs við einn skemmtilegasta félagsskap sem hugsast getur. Við viljum endilega sjá sem flest ný andlit og hvetjum við karlmenn á öllum aldri til að láta sjá […]
Karlmenn í Eyjum geta líka sungið
Jarl Sigurgeirsson hefur verið félagi í Karlakór Vestmannaeyja frá upphafi. Hann hefur fengið að stýra nokkrum verkefnum og er í stjórn kórsins þessa stundina. Karlakór Vestmannaeyja tók þátt í Þjóðhátíðarlaginu í ár, líkt og Kvennakór Vestmannaeyja. Eyjafréttir tóku púlsinn á Jarli fyrir Þjóðhátíðina í ár. Hvernig byrjaði karlakór Vestmannaeyja? „Við höfðum lengi verið að ræða […]
Hátíðarkveðja Karlakórs Vestmannaeyja og Kvennakórs Vestmannaeyja
Lítið var um framkomur hjá Karlakór- og Kvennakór Vestmannaeyja fyrir þessi jólin vegna aðstæðna í samfélaginu því var brugðið á það ráð að taka upp nokkur lög og deila með landsmönnum. Afraksturinn má sjá hér að ofan. Fram koma: Karlakór Vestmannaeyja -stjórnandi: Þórhallur Barðason Kvennakór Vestmannaeyja -stjórnandi: Kitty Kóvács Undirleikur: Kitty Kóvács Með gleðiraust og […]
Konudagsmessa í Landakirkju
Í dag kl. 14.00 verður konudagsmessa í Landakirkju. Þá varð Kvenfélagasamband Íslands 90 ára núna í febrúar og því eru kvenfélög hér í Eyjum sérstaklega velkomin. Karlakór Vestmannaeyja sér um sálmasöng og tónlistarflutning og því fá konur í kirkjukórnum frí líkt og venjulega á konudaginn. Sr. Viðar þjónar fyrir altari og prédikar. Eins og alltaf […]
Kjötsúpukvöld KKVE
Karlakór Vestmannaeyja byrjar hauststarfið með látum og bíður öllum karlmönnum í Vestmannaeyjum til kjötsúpuveislu í Akóges. Þar munum við kynna hvað kórinn hefur verið að gera frá stofnun og starfið framundan. Boðið verður upp á kjötsúpu a la Jónas Logi, með köldum á kantinum a la TBB og að sjálfsögðu verður sungið. “Ef þú ert […]
Vortónleikar Karlakórsins í safnaðarheimilinu í kvöld
Karlakór Vestmannaeyja heldur árlega vortónleika sína í safnaðarheimili Landakirkju í kvöld, fimmtudagskvöldið 23. maí kl. 20:00. Kórinn bryddar upp á svo gott sem nýrri efnisskrá þar sem meðal annars er að finna útsetningar frá Gísla Stefánssyni og lagasmíðar frá Sæþóri Vídó. Efnisskráin er þó líkt og vanalega samansett af Eyjalögum, þekktum dægurlögum og sígildari karlakórsverkum. […]