Ísfélagið og KFS framlengja samstarfi sínu

Ísfélagið hf. og KFS hafa í gegnum tíðina átt gott samstarf. Í gær hittust Hjalti Kristjánsson framkvæmdastjóri KFS og Guðmundur Jóhann Árnason verkefnastjóri Ísfélagsins og var skrifað undir framlengingu á samningnum. Ísfélagði hefur reynst KFS afar mikilvægt í baráttu sinni í 3. deild og verið einn af aðal bakhjörlum félagsins undanfarin ár. Hér má sjá […]

KFS vann Elliða

Leikur KFS og Elliða fór fram á Týsvelli nú í kvöld. Nokkurt fjör var á vellinum meðal leikmanna og augljóst að bæði lið vildu fá sigur úr leiknum. KFS nýtti færin sín betur og niðurstaðan var 2-0 okkar mönnum í vil. (meira…)

KFS tapaði stórt

KFS spilaði gegn Dalvík/Reyni á Dalvík í dag. Leikurinn fór því miður ekki vel fyrir okkar menn sem fóru heim með 0-5 tap. KFS er enn í 5. sæti deildarinnar með 26 stig, 8 stigum frá toppsætinu. En efstu tvö liðin eru jöfn að stigum, það sem skilur þau að er markatala. KFS á næst […]

KFS vill stuðninginn með norður

Laugardaginn 20. ágúst næstkomandi kl. 14:00 á KFS leik við Dalvík/Reyni á útivelli. Nú eru ekki nema 6 umferðir eftir af mótinu svo enn getur allt gerst í toppbaráttunni. Fimm stig skilja að liðin tvö, en með sigri gæti KFS minnkað muninn í tvö stig. Á toppnum eru þessi lið jöfn sem stendur: Dalvík/Reynir, KFG […]

KFS leikur í dag á Týsvelli

Knattspyrnufélagið KFS á leik í dag á Týsvelli gegn Kormáki/Hvöt. Liðin spila í 3. deild og hefur KFS gengið mjög vel á tímabilinu. Ásgeir Elíasson, leikamður KFS var meðl annars valinn leikmaður 11. umferðar hjá fótbolta.net eftir að hann skoraði þrennu í leik og tryggði liðinu þrjú mikilvæg stig í sigurleik gegn Vængjum Júpíters. KFS, […]

KFS að blanda sér í toppbaráttuna

KFS lyfti sér upp í fimmta sæti þriðju deildar eftir 2:1 sigur á móti Víði í Garði á Týsvelli í dag. Mörk KFS skoruðu Víðir Þorvarðarson og Magnús Sigurnýjas Magnússon. Með þessum sigri er KFS að blanda sér í toppbaráttu þriðju deildar. (meira…)

Eyjaliðin skiptast á markvörðum

Mannabreytingar voru gerðar á liðum ÍBV og KFS  nú í kvöld Jón Kristinn, sem hefur staðið vaktina í marki KFS hefur verið þar á láni frá ÍBV, en fer nú til baka þangað. Í stað hans mun Hálldór Páll koma frá ÍBV og vera með KFS út tímabilð. Þetta kemur fram á facebook síðu KFS, […]

KFS enn á fljúgandi siglingu

KFS er á fljúgandi siglingu eftir 2:1 sigur á Týsvelli í dag á móti sterku liði Kára frá Akranesi. Tómas Bent Magnússon og Ásgeir Elíasson skoruðu mörk KFS. Liðið lyfti sér upp í 6. sæti deildarinnar og er með 18 stig eftir 11 leiki. KFG og Viðir eru í efstu sætunum með 24 stig eftir […]

KFS spilar í dag

Leik KFS og Vængja Júpíters hefur verið flýtt og mun leikurinn fara fram í dag kl. 18 við Egilshöll. Áður hafði leikurinn verið tímasettur á morgun, sunnudag. Liðin leika í 3. deildinni og er KFS í 8. sæti en Vængir Júpíters í því 10. Má því búast við fjörugum leik. (meira…)

KFS á góðri siglingu í 3. deildinni

KFS átti góðan leik í dag þegar liðið vann 2-0 sigur á Dalvík/Reyni. Mörk KFS skoruðu Daníel Már Sigmarsson á 11. mínútu og Karl Jóhann Örlygsson á 68. mínútu. KFS situr nú í 8. sæti deildarinnar með 9 stig, aðeins 3 stigum á eftir toppliðinu, KFG. (meira…)

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.