Ísfélagið og KFS framlengja samstarfi sínu

Ísfélagið hf. og KFS hafa í gegnum tíðina átt gott samstarf. Í gær hittust Hjalti Kristjánsson framkvæmdastjóri KFS og Guðmundur Jóhann Árnason verkefnastjóri Ísfélagsins og var skrifað undir framlengingu á samningnum. Ísfélagði hefur reynst KFS afar mikilvægt í baráttu sinni í 3. deild og verið einn af aðal bakhjörlum félagsins undanfarin ár. Hér má sjá […]

KFS vann Elliða

Leikur KFS og Elliða fór fram á Týsvelli nú í kvöld. Nokkurt fjör var á vellinum meðal leikmanna og augljóst að bæði lið vildu fá sigur úr leiknum. KFS nýtti færin sín betur og niðurstaðan var 2-0 okkar mönnum í vil. (meira…)

KFS tapaði stórt

KFS spilaði gegn Dalvík/Reyni á Dalvík í dag. Leikurinn fór því miður ekki vel fyrir okkar menn sem fóru heim með 0-5 tap. KFS er enn í 5. sæti deildarinnar með 26 stig, 8 stigum frá toppsætinu. En efstu tvö liðin eru jöfn að stigum, það sem skilur þau að er markatala. KFS á næst […]

KFS vill stuðninginn með norður

Laugardaginn 20. ágúst næstkomandi kl. 14:00 á KFS leik við Dalvík/Reyni á útivelli. Nú eru ekki nema 6 umferðir eftir af mótinu svo enn getur allt gerst í toppbaráttunni. Fimm stig skilja að liðin tvö, en með sigri gæti KFS minnkað muninn í tvö stig. Á toppnum eru þessi lið jöfn sem stendur: Dalvík/Reynir, KFG […]

KFS leikur í dag á Týsvelli

Knattspyrnufélagið KFS á leik í dag á Týsvelli gegn Kormáki/Hvöt. Liðin spila í 3. deild og hefur KFS gengið mjög vel á tímabilinu. Ásgeir Elíasson, leikamður KFS var meðl annars valinn leikmaður 11. umferðar hjá fótbolta.net eftir að hann skoraði þrennu í leik og tryggði liðinu þrjú mikilvæg stig í sigurleik gegn Vængjum Júpíters. KFS, […]

KFS að blanda sér í toppbaráttuna

KFS lyfti sér upp í fimmta sæti þriðju deildar eftir 2:1 sigur á móti Víði í Garði á Týsvelli í dag. Mörk KFS skoruðu Víðir Þorvarðarson og Magnús Sigurnýjas Magnússon. Með þessum sigri er KFS að blanda sér í toppbaráttu þriðju deildar. (meira…)

Eyjaliðin skiptast á markvörðum

Mannabreytingar voru gerðar á liðum ÍBV og KFS  nú í kvöld Jón Kristinn, sem hefur staðið vaktina í marki KFS hefur verið þar á láni frá ÍBV, en fer nú til baka þangað. Í stað hans mun Hálldór Páll koma frá ÍBV og vera með KFS út tímabilð. Þetta kemur fram á facebook síðu KFS, […]

KFS enn á fljúgandi siglingu

KFS er á fljúgandi siglingu eftir 2:1 sigur á Týsvelli í dag á móti sterku liði Kára frá Akranesi. Tómas Bent Magnússon og Ásgeir Elíasson skoruðu mörk KFS. Liðið lyfti sér upp í 6. sæti deildarinnar og er með 18 stig eftir 11 leiki. KFG og Viðir eru í efstu sætunum með 24 stig eftir […]

KFS spilar í dag

Leik KFS og Vængja Júpíters hefur verið flýtt og mun leikurinn fara fram í dag kl. 18 við Egilshöll. Áður hafði leikurinn verið tímasettur á morgun, sunnudag. Liðin leika í 3. deildinni og er KFS í 8. sæti en Vængir Júpíters í því 10. Má því búast við fjörugum leik. (meira…)

KFS á góðri siglingu í 3. deildinni

KFS átti góðan leik í dag þegar liðið vann 2-0 sigur á Dalvík/Reyni. Mörk KFS skoruðu Daníel Már Sigmarsson á 11. mínútu og Karl Jóhann Örlygsson á 68. mínútu. KFS situr nú í 8. sæti deildarinnar með 9 stig, aðeins 3 stigum á eftir toppliðinu, KFG. (meira…)