Jólasælgæti Kiwanisklúbbsins Helgafells

Það var líf og fjör á verkstæði jólasveinsins í Kiwanishúsinu í Vestmannaeyjum þegar pökkun hófst á jólasælgæti klúbbsins, en þar koma margar hendur að, stórar sem smáar. Félagar mæta með börn og barnabörn, vini og kunningja og taka til hendinni við pökkun á sælgæti í jólaöskjur sem síðan eru seldar til bæjarbúa til fjáröflunar fyrir […]

Kiwanis, Oddfellow og Líkn færðu HSU rausnarlega gjöf

Í dag afhentu félagasamtök í Vestmannaeyjum Heilbrigðisstofnun Suðurlands bilirubin-mæli að gjöf en það voru ljósmæður á HSU sem tóku formlega á móti gjöfinni. Mælirinn nýtist til mælingar á gulu í ungabörnum og eykur þar með öryggi og þjónustu við nýbura í Vestmannaeyjum og fjölskyldur þeirra. Það eru Kiwanis, Oddfellow og Líkn sem standa að þessari […]

Gefandi fyrir okkur að koma að góðum verkefnum fyrir samfélagið

Hjálmadagur Kiwanis fór fram í vikunni en um er að ræða landsverkefni hjá Kiwanishreyfingunni þar sem allir fyrstu bekkingar fá reiðhjólahjálm að gjöf. “Hjá okkur Kiwanisklúbbnum Helgafelli hér í Vestmannaeyjum, erum við í góðu samstarfi með Slysavarnarfélaginu Eykyndli og Lögreglunni, en Eykyndilskonur aðstoða börnin við hjálmana og að stilla þá við hæfi hvers barns og […]

Jólasælgætissalan hefst í dag

Nú þegar aðventan er að renna í garð þá tökum við félagar í Kiwanisklúbbnum Helgafelli upp þráðinn og hefjum okkar starf við fjáröflun til að geta styrkt okkar samfélag með góðri aðstoð bæjarbúa. Föstudaginn 25. nóvember munun við ganga í hús og hefja okkar árlegu Jólasælgætissölu til styrktar góðum málefnum. Bæjarbúar og fyrirtæki hafa ávalt […]

Jólasælgæti Kiwanis komið í sölu

Ágætu Eyjamenn ! Í dag föstudaginn 26 nóvember mun Kiwanisklúbburinn Helgafell fara af stað með sína árlegu fjáröflun sem er sala Jólasælgætis sem flest allir Eyjabúar þekkja, og verðum við að selja fram að næstu helgi með því að ganga í hús, og einnig er hægt að nálgast Jólasælgætið í Olís og í Tvistinum. Við […]

Kiwanesmenn gáfu hjálma á Sóla

Á Sóla eru hópatímar tvisvar sinnum á dag, þetta eru kennarastýrðu tímarnir þar sem kennari er búin að ákveða hvert verkefnið er. Í hópatíma er unnið eftir kynjanámskrá Hjallastefnunnar og Aðalnámskrá leikskóla og í þeim spilar líkamlegt hreysti stórt hlutverk. Sóli á flott þríhjól sem hægt er að nota í hópatímum og þar með þjálfa […]

Kiwanis menn færðu 1. bekk hjálma

Árlegur hjóladagur fór fram í Hamarsskóla í dag. Sett var upp merkt braut og bílastæðin bæði vestan og austan við skólan lokað svo nemendur höfðu stærra svæði til að hjóla á en venjulega. Lögreglan mætti og skoðaði hjól og hjálma barnanna. Þá fengu börnin í 1. bekk gefins hjálma frá Kiwanis og Eimskip en Kiwanis […]

Kiwanismenn afhentu endurskinsborða í GRV

Meðlimir í Kiwanisklúbbnum Helgafelli afhentu í dag 600 endurskinsborða til nemenda við Grunnskólann í Vestmannaeyjum, um er að ræða nemendur frá Víkinni og upp úr ásamt kennurum. Þetta er í fyrsta skipti sem Kiwanismenn afhenda borða en þeir eru fastagestir í grunnskólanum á vorin þegar þeir afhenda nemendum í fyrsta bekk reiðhjólahjálma. „Þessi hugmynd kom upp í haust og við ákváðum […]

Tómas Sveinsson nýr umdæmisstjóri Kiwanis

Á laugardaginn sl. 21 september var haldið 49.Umdæmisþing Kiwanisumdæmisins Ísland – Færeyjar og var þingið haldið í Hafnarfirði þar bar til tíðinda að okkar maður Tómas Sveinsson var staðfestur í embætti Umdæmisstjóra hreyfingarinnar fyrir starfsárið 2019 – 2020. Tómas er fæddur í Vestmannaeyjum árið 1956 hefur verið Kiwanismaður frá árinu 1991 og gegnt mörgum embættum fyri […]