Hjálmadagur Kiwanis fór fram í vikunni en um er að ræða landsverkefni hjá Kiwanishreyfingunni þar sem allir fyrstu bekkingar fá reiðhjólahjálm að gjöf. “Hjá okkur Kiwanisklúbbnum Helgafelli hér í Vestmannaeyjum, erum við í góðu samstarfi með Slysavarnarfélaginu Eykyndli og Lögreglunni, en Eykyndilskonur aðstoða börnin við hjálmana og að stilla þá við hæfi hvers barns og Lögreglan skoðar öryggisbúnað reiðhjóla barnanna og fá þau skoðunarmiða á sitt hjól. Það er gefandi fyrir okkur Kiwanismenn að koma að góðum verkefnum fyrir samfélagið og fáum við ávalt góðann stuðning frá landsmönnum og fyrirtækum sem við þurfum að leita til annars væri þetta ekki hægt. Við Helgafellsmenn þökkum öllum þeim sem komu að þessu verkefni með okkur og óskum við börnunum og öllum gleðilegu og slysalausu sumri,” segir í tilkynningu frá félaginu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst