ÍBV tekur á móti Stjörnunni í dag

Á Hásteinsvelli kl. 14:00  í dag mun fara fram leikur íBV og Stjörnunnar. Þessi lið mættust síðast í lok maí í 8. umferð deildarinnar, skömmu fyrir landsleikjahlé. Þá hafði ÍBV ekki unnið leik og það leit út fyrir að liðið væri í smá krísu. Hermann Hreiðarsson, þjálfari, hefur hins vegar alltaf talað um að stutt […]

Berglind keypt til Frakkalands

Berglind Björg, knattspyrnukona sem spilaði stórt hlutverk með landsliðinu á EM í sumar, er á förum frá norska liðun Brann. Þetta kemur fram í norskum miðlum í morgun. Franska liði Paris Saint-Germain hefur keypt Berglindi, þetta er staðfest á vef Brann þar sem einnig kemur fram að hún hafi staðist læknisskoðun og sé búin að […]

Strákarnir töpuðu fyrir botnliðinu

Strákarnir okkar í ÍBV heimsóttu ÍA á Skaganum í dag en báru skarðan hlut frá borði. Niðurstaðan varð 2-1 tap gegn botnliðinu. Mark ÍBV skoraði Andri Rúnar Bjarnason. ÍBV er í 9. sæti deildarinnar með 15 stig. Næsti leikur liðsins er sunnudaginn 28. ágúst gegn Stjörnunni á Hásteinsvelli.         (meira…)

Birna María að gera góða hluti með U15

Birna María Unnarsdóttir var valin í U15 landslið í knattspyrnu í sumar og fór út með liðinu í síðustu viku til að spila vináttulandsleiki. Liðið gerði góða ferð til Færeyja en íslensku stelpurnar unnu heimaliðið í báðum leikjum liðanna. Birna María var í byrjunarliði Íslands í seinni leiknum og var önnur tveggja leikmanna íslenska liðsins […]

ÍBV strákarnir heimsækja Akranes í dag

ÍBV sækir íA heim í dag á Akranesi og spilað verður kl 17:00 á Norðurálsvellinum. Þetta verður barátta neðri hluta deildarinnar, en ÍA er á botninum með 8 stig en Eyjamenn með 15 stig í 9. sæti. Okkar menn hafa átt rokkandi frammistöðu undanfarið, en þeir unnu síðasta leik 4-1 gegn FH á heimavelli en […]

KFS vill stuðninginn með norður

Laugardaginn 20. ágúst næstkomandi kl. 14:00 á KFS leik við Dalvík/Reyni á útivelli. Nú eru ekki nema 6 umferðir eftir af mótinu svo enn getur allt gerst í toppbaráttunni. Fimm stig skilja að liðin tvö, en með sigri gæti KFS minnkað muninn í tvö stig. Á toppnum eru þessi lið jöfn sem stendur: Dalvík/Reynir, KFG […]

ÍBV – FH á Hásteinsvelli í dag

Það má segja að það sé botnslagur stjörnuþjálfara á Hásteinsvelli í dag, en þar mætast liðin í Bestu deild karla sem eru í 9. og 10. sæti deildarinnar. Bæði lið hafa reynslumikla leikmenn sem þjálfara; IBV með okkar eina sanna Hemma Hreiðars og FH með goðsögnina Eið Smára. FH er á leið í undanúrslit í […]

KFS leikur í dag á Týsvelli

Knattspyrnufélagið KFS á leik í dag á Týsvelli gegn Kormáki/Hvöt. Liðin spila í 3. deild og hefur KFS gengið mjög vel á tímabilinu. Ásgeir Elíasson, leikamður KFS var meðl annars valinn leikmaður 11. umferðar hjá fótbolta.net eftir að hann skoraði þrennu í leik og tryggði liðinu þrjú mikilvæg stig í sigurleik gegn Vængjum Júpíters. KFS, […]

Stelpurnar spila á Hásteinsvelli í dag

Heil umferð fer fram í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag. ÍBV stelpurnar okkar taka á móti KR á Hásteinsvelli kl. 17:30. En stelpurnar okkar eru í 5. sæti deildarinnar á meðan KR er í næstneðsta sætinu. Gul veðurviðvörun verður gengin yfir þegar leikurinn hefst og því ekkert að því að mæta á völlinn […]

Aðstoðarþjálfarinn farinn

Dave Bell, enskur aðstoðarþjálfari karlaliðs ÍBV, hefur ekki verið á skýrslu í síðustu tveimur leikjum liðsins. Bell gerði tveggja ára samning við ÍBV síðastliðinn vetur til þess að þjálfa liðið með Hermanni Hreiðarssyni. Bell hafði til að mynda starfað fyrir Manchester United og Watford áður en hann kom hingað til lands. „Vegna persónulegra aðstæðna þá […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.